Nú eru hvalveiðar að hefjast.

Undirbúningur hvalveiðiskipa er nú á loka stigi, og til stendur að prófa fyrra skipið fljótlega og síðara skipið eftir það. Útgerðamaðurinn Kristján Loftsson hefur fengið til sín allt sitt besta fólk aftur, sem hefur unnið á hans vegum í áratugi og hefur komið til baka. Fólkið sem snýr til starfa hefur sér þekkingu hvernig á að veiða og vinna hvalafurðir þar með hvalskurð sem dæmi. Sú þekking sem er til staðar er ekki á hendi allra að fara í þessi störf, hverjum sem er ekki treystandi til að framkvæma þessa hluti nema fólki sem kunna til verka. Þessi þekking er nú á undanhaldi og er að glatast vegna þess stopp sem hefur orðið á hvalveiðum. Þess vegna er frábært hvernig Kristjáni Loftssyni tekst ætíð að manna sín skip og fá sitt fólk til baka eftir ára langt hlé, margir sem voru í vinnu hjá öðrum og komu til baka um leið og Kristján Loftsson kallaði, sem sýnir í raun hvaða mann hann hefur að geyma, ekki síður þekkingin og vinnubrögðin sem má alls ekki verða útundan við veiðar og vinnslu á hval.

Mikil kostnaður er við þessa útgerð sem nemur hugsanlega á hundruðum miljóna króna, til þess eins að koma af stað veiðum og vinnslu og uppfylla þau skilyrði um vinnslu eins og nýlega sást í fréttum að nú er búið að girða svæðið af þar sem hvalskurður fer fram. Eitt sem vill of gleymast hvað varðar veiðar á hval munu skila þjóðarbúinu í tekjur, fækkun á hval og um leið þau þúsundir tonna að fiski sem hann étur sér til framdráttar. Þetta er talið nauðsynlegt til að halda þessum dýrum í skefjum og hefði átt fyrir löngu verið búið að leyfa veiðar á hval því sjórinn er fullur af þessum dýrum. 

Þess vegna er fagnaðar efni þegar útgerðamaðurinn Kristján Loftsson ætla nú að hefja hvalveiðar og skapa þar með atvinnu og tekjur handa hundriði manna sem munu hafa atvinnu af þessum veiðum og um leið tekjum inn í okkar þjóðarbú sem vantar nauðsynlega til að viðhalda þeim kröfum sem við óskum eftir. Það verður ekki annað sagt um Kristján Loftsson hann er raunargóður og kraftmikil maður sem gefur ekkert eftir það eitt sýnir sig best þegar hann þarf á fólki að halda.

Jóhann Páll Símonarson. 


mbl.is Hefja kjaraviðræður við hvalveiðimenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

tek undir þetta allt  hjá þér jói KRISTJÁN LOFTSON  er með úrvals fólk sem vinnur er og skilar sýnu hlutverki til þjóðarinnar

Ólafur Th Skúlason, 2.6.2009 kl. 14:52

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur.

Tek undir með þér.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.6.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband