11.6.2009 | 20:18
Rökstuddur grunur um alvarleg brot.
Nú eru 13 mál sem bíða að vera send til sérstaks saksóknara þar af eru 8 misstór mál og alvarleg um að ræða. Rökstuddur grunur er um að gjaldeyri hafa ekki skilað sér til baka, þetta snýst um háar fjárhæðir. Þetta hefur virkað þannig að fiskur sem dæmi hafi verið seldur til A fyrir ákveðnar krónur, síðan er hann aftur seldur til annað fyrirtækis sem heitir B á fullu verði. Þetta hefur haft þau áhrif að gjaldeyrir hefur ekki skilað sér til Íslands, Þetta mál er erfitt við að eiga enn nú horfir til betri vegar þegar er búið að finna leiðir hvernig hugsanleg kaup áttu sér stað sem má kalla kross eignartengsl þar sem fjármunir eru færðir á milli aðila með allskonar nöfnum með skipulögðum hætti.
Þetta tiltekna mál hefur haft áhrif á krónuna að undanförnu vegna þess að gjaldeyrir skilar sér ekki til baka, samkvæmt fréttum liggja háar fjársekir ef viðkomandi verður uppvís að fara ekki eftir lögum, enn lögin virðast vera gölluð að hluta til, þess vegna hafa þessir aðilar nýtt sér þessa aðstöðu að reyna að koma undan fé. Samkvæmt fréttum er búið að fjölga í rannsóknarnefndinni og nú á að herða rannsóknina og upplýsa hverjir eru uppvísir að koma ekki með gjaldeyrir til landsins. það eitt mun koma í ljós á næstu vikum.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Athugasemdir
Það er skelfilegt ef rétt reynist að fiskseljendur eða hverjir aðrir sem er sem eru að selja úr landi fyrir erlendan gjaldeyri, skila ekki gjaldeyrinum inn í landið. Hins vegar skil ég vel þá aðila horfandi upp á útrásarvíkinga-landráðamennina ganga um frjálsir ferða sinna eyðandi þeim verðmætum er þeir höfðu af þjóðinni og öðrum þjóðum [Bretum, Hollendingum o.fl.], þeir fá að fara ferða sinna eins og þeim sýnist og ekkert gert til að draga þá til ábyrgðar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.6.2009 kl. 14:27
Heill og sæll kreppukarl.
Mér þykkir miður ef menn vilja ekki koma undir nafni.
Varandi þína spurningu því til að svara, við verðum sem þjóð verðum að sækja þá til saka sem hafa brotið lög landsins. Það gilda sömu lög um alla.
Málið snýst ekkert um mótmælendur heldur um að standa skil á gjaldeyri til landsins.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 19.6.2009 kl. 10:29
Heill og sæll Tómas.
Ég tek undir með þér varandi að skila gjaldeyri til landsins ef satt reynist.
Varandi útrásavíkinga og landráðamanna ég vil ekki blanda því saman enn skil vel þína reiði.
Því til að svara þjóðin á að taka á þessum málum og gefa ekkert eftir. Eins og þú bendir réttilega á. Þetta eru landráðamenn og svikarar sem hafa rænt og ruplað heila þjóð eins og okkur. Þeim á að hegna með að bera kúlu um fótinn til þess eins að þjóðin geti séð þá og horft framan í þá.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 19.6.2009 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.