Þingmenn Samfylkingar vantar á þing.

Það vekur mikla athygli nú, að allir þingmenn Samfylkingar nema ein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir sem nú er í forseta stól og stjórnar umræðum á Alþingi. Það er ömurlegt til þess að vita að verkstjóri ríkistjórnar Íslands Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur látið sig vanta og skilið fjármálaráðherra einan eftir í andsvörum þingmanna  í stærsta máli sem upp hefur komið frá stríðslokum á Alþingi. Þingmenn Samfylkingar urðu að sverja eið að stjórnarskrá til þess að geta tekið sæti á hinu háa Alþingi og um leið að greiða atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu. Hvað er að marka þessa undirskrift þegar þingmenn Samfylkingar eru ekki til staðar, eða að taka þátt í umræðum og taka aftöðu í málum sem eru rædd á Alþingi. Það hefur vakið athygli í dag að þingmenn Samfylkingar hafa látið lítið á sér kræla, og margir hafa látið sig hvera úr þingsal sem er ábyrgðarhlutur. Það má vel vera að þingmenn Samfylkingar hafi sjálfstæðan heila og þurfi þess vegna ekki að svara fyrir sig á Alþingi. Þessi orð komu fram í máli Péturs Blöndal sem hefur fært rök fyrir sínu máli í dag á Alþingi.

Fyrir liggur að skerða ellilífeyri um 3,600 miljónir króna, hugsið ykkur 3,600 miljónir króna fyrir fólk sem ekki getur varið sínar hendur, og þarf eingöngu að draga fram lífið á smánarlaunum. það er ekki bjart framundan hjá þessu fólki sem hefur skilað ævistarfinu með sóma. Finnst fólki þetta samgjarn að kjós stjórnmálaflokk sem kallar sig jafnaðarmanna flokk þá er átt við stjórnmálaflokkinn sem er kallaður flokkur Samfylkingar. Þessi sami flokkur hefur ekki tíma að sinna störfum á Alþingi, væri ekki ráð að senda flokkinn heim og leysa hann um leið undan ábyrgð. Þar með myndu sparast tugi miljóna í sparnað, sem mætti koma til að leysa mál ellilífeyrisþega.

Þið getið nú rétt ímyndið ykkur ábyrgð á málefnum þjóðarinnar þegar ríður á að taka afstöðu og fylgjast með umræðum á Alþingis vantar nær alla þingmenn Samfylkingar og Vinstri Græna. Og maður spyr sig hvar eru þingmenn Borgarahreyfingar voru þeir ekki kjörnir á þing nýlega? Enn háttvirtur fjármálaráðherra Steingrímur J Sigfússon er sá eini þingmaður Vinstri græna í ræðustól að veita andsvar við ræðum þingmanna. Eftir eru þingmenn frá Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, Steingrímur J Sigfússon frá Vinstri Grænum og forseti Alþingis Steinunn Valdís Óskarsdóttir sem stjórnar nú umræðum á Alþingi.

Tökum undir með Pétri Blöndal hættum þessu þrefi, og snúum okkur að alvarlegri umræðu og breytum því samkomulagi sem var gert við Breta og Hollendinga og miðum við 1% af þjóðarframleiðslu eins og Pétur Blöndal bendir réttilega á.

Hinsvegar vakti það athygli mína þegar umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir lét sig hverfa fyrr í kvöld úr þingsal og sást ekki aftur. Þegar hún hvarf á braut var lagt fram frumvarp á Alþingi í kvöld frumvarp um úrgang, og erfðabreytt matvæli hugsið ykkur forgangsröðunina á málefnum þjóðarinnar, á meðan blæðir þjóðinni út. það sama gildir um fyrirtækin í landinu. Enda er þjóðin búinn að fá nóg af rugli og þvælu ríkistjórnar Íslands og sérstaklega Svandísi Svavarsdóttir sem hefur farið farmúr sér með þessum frumvörpum sem hún lagði fram í kvöld. Hún er ekki að hugsa um ellilífeyrisþega, öryrkja, fólk sem á ekki peninga til að lífa, fólk sem er að missa eigur sínar vegna skuldar, fyrirtækin í landinu sem eru að fara yfir vegna skulda, hækkun vaxta, hækkun skulda, hækkun verðtryggingar sem dæmi. Svandís Svavarsdóttir líttu þér nær, þín forgangsröð er ekki í takt við tíman í dag. 

Jóhann Páll Símonarson.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband