Óskað er eftir hjálp.

Gunnlaugur Júlíusson langhlaupari hefur sýnt það og sannað að hann hefur gott hjarta á örlaga stundu. Gunnlaugur Júlíusson ætlar sér að hlaupa frá Reykjavík alla leið til Akureyrar í áföngum til að afla áheitum frá fólki sem vill styðja þennan málstað  Því Hollvinasamtök Grensásdeildar vantar fé til uppbyggingar sem er mjög rýrt um þessar mundir. Eins og þjóðin veit mæta vel vantar ýmiss tæki, enda hafa alvarleg slys skeð að undanförnu, ég tala ekki um fólk sem fær heilablóðfall, og býr við ýmsa fötlun. Öllu þessu fólki vantar stuðning í formi tækja og búnaðar. Til þess að sjálfsögðu þarf að gera breytingar það kostar fé.

Ef við gætum lagt af hendi fé sem við gætum lagt til þessara mála væri það stórkostlegt. Ég geri mér fulla grein að margir eiga ekki fyrir mat. Enn það eru ekki allir sem eru svo illa staddir. Þess vegna hvet ég alla sem geta lagt þessu málefni lið að gefa þessu fólki það sem ykkur finnst að þið getið verið aflögu fært um.

Kæru vinir tökum þátt að berjast fyrir þessum málstað, leggjum honum lið í hvaða formi sem við gerum það. Ég veit að þjóðin öll hugsar hlýtt til þessa fólks sem á um sárt að binda vegna fötlunar sinnar. Gunnlaugur Júlíusson langhlaupari þú er hetja í okkar augum, styðjum Gunnlaug og verum með honum að safna fé handa Hollvinasamtökum Grensásdeildar. Guð blessi ykkur öll.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Hleypur norður í land fyrir Grensásdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband