7.7.2009 | 15:52
Glæsilegt skip á heimleið til Reykjavíkur.
Það er ekki á hverjum degi sem við landsmenn heyrum í útvarpi og sjónvarpi frásagnir af nýsmíði skipa. Nú er ísfistogarinn Helga RE 49. á leið til landsins með, Helgu nafnið í stefni skipsins . Hugsanlegur siglingartími er 45 - 50 dagar. Það fer eftir veðrum og vindum hvernig siglingin gengur. Skipinu var sjósett í Apríl mánuði 2008 í Taívan og átti að vera komið til landsins á haustdögum 2008, enn vegna tafa við smíði skipsins varð ekkert úr því að skipið kæmi á haustdögum 2008. Samið var um smíði skipsins árið 2005, þegar gamla Helgan var seld til Hornafjarðar. Skipið er hannað og teiknað af Skipasýn.
Helga RE 49 er eitt af glæsilegustu skipum sem er nú á leið til Reykjavíkurhafnar, allur aðbúnaður áhafnar og skips er frábær. Öll skip sem útgerðamaðurinn Ármann Ármannsson hefur látið smíða fyrir sitt fyrirtæki Ingimund hafa verið stolt íslenskara sjómanna um ára tug, hafa skip hans borið af fyrir snyrtimennsku og hvað útgerðamaðurinn Ármann Ármannsson hefur haft reglu á sínum hlutum, og hvernig hann sjálfur vill hafa hlutina. Ég ræddi þessi mál við Friðrik Arngrímsson framkvæmdarstjóra LÍÚ hvað sumir útgerðamenn leggja mikið upp úr aðbúnaði áhafnar og lítið væri getið um það á vegum LÍÚ eða í fjölmiðlum, hann tók ekki undir þessi orð mín enn spurði og spurði sem ég meðtók að hann væri sammála mér. Enn vildi ekki gefa upp sínar skoðanir sem ég skil mæta vel. Aðbúnaður skipa er grundvöllur að sjómönnum líði vel vegna starfsins. Og skila þar með betri árangi að ná fram betri vermætum.
Íbúar í Reykjavík geta verið stoltir af stórhuga útgerðamanninum Ármanni Ármannsyni og fyrirtæki hans Ingimundi sem hefur ætið skráð skip sín undir nafninu Helga RE Með tilkomu skipsins mun atvinnu störf aukast og fleiri störf sem fylgja þessum rekstri sem er eðlilegur þáttur í útgerðastarfsemi fyrir utan skatttekjur og fjölgun starfa sem munu skila sér inn í þjóðfélagið okkar. Með þessum orðum óskum við íbúar í Reykjavík Ármanni Ármannssyni úrgerðamanni til hamingju með nýsmíðina Helgu RE 49.
Jóhann Páll Símonarson.
Helga RE loksins lögð af stað heim frá Taívan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Jóhann, tek undir með þér að það er alltaf gaman þegar ný skip koma til landsins, vonandi gengur allt vel á heimleiðinni og skipið reynist vel. Okkur veitir ekki af að fá öflug og góð skip til að fiska næstu árin.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.7.2009 kl. 23:58
Heill og sæll Sigmar.
Þetta er stórhuga útgerðamaður sem þorir að takast á við lífið. Það sem alvarlegasta í þessu máli eru hvað það tók langan tíma að byggja þetta skip og afhenta það eigendum sínum. Og það tap sem útgerðamaðurinn hefur orðið fyrir, vegna þess að skipið komst ekki í gagnið og byrjar að vinna fyrir sér með öflun tekna og að skapa atvinnutækifæri í landinu.
Síðan koma hörmungar sem ekki neinn átti von á. Þá var búið að semja og byrjað að smíða, Síðan tvöfaldast gengið, það sjá það allir sem þekkja til, þetta ástand er ekki neinum boðlegt, hvorki útgerðamönnum eða fólkinu í landinu.
Enn þrátt fyrir allt er skipið á leið heim, sem við fögnum innilega. Sigmar tek undir með þér að vonandi gangi skipinu vel á heimleið.
Að Helga RE 49 afli vel á næstu árum. Þetta er vel mælt Sigmar.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 8.7.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.