10.7.2009 | 17:44
Hvað ætli þið sem þjóða að gera við Landráðamennina?
Alþingismenn sem er á launum hjá þjóðinni ætlar sér að selja allt sem við eigum. Sjávarútveginn allan sem leggur sig með beinum eða óbeinum hætti. Vatnsorku, Hitaorkuna í iðrum jarðar erlendu fyrirtækjum sem eru fjárhagslega illa stödd er nú að hluta búinn að eigna sér rétt til næstu 90 ára í að nýta sér og selja hitaorku okkar Íslendinga. Það sem vekur upp óhug minn er nýjasta fréttin að framsóknarþingmennirnir Sif Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson ætla að styðja frumvarp að selja auðlindir okkar Íslendinga. Sem verður að teljast Landráð. Þessir alþingismenn sem við kusum til ábyrðastarfa hafa ekkert leyfi að taka þessar viðamiklu ábyrgðir fyrir okkar hönd án þess að spyrja okkur sem þjóð formlegt leyfi til þess.
Það eru flestir þingmenn innvinklaðir inn í þessar gjörðir. Nú er stutt í þann kveik sem þurfum Íslendingar. Nú vil ég spyrja ykkur hvað vilji þið gera? Og hvaða stefnu hafi þið í þessum málum?
Ætli þið að láta þessa Landráðamenn komast upp með þessa 2 ákvarðanir.? Það er enginn flokkur undanskilinn?
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.