22.7.2009 | 21:33
Bændur sem búa við lökustu kjör í þessu landi.
Fagna ber að nú er kominn reglugerð sem kveður á um að matjurtir skuli merktar upprunalandi. Neytendur hljóta að fagna þessari reglugerð þó fyrr hefði verið. Mikil brögð hafa verið á því að verið sé að villa fyrir fólki og sagt að varan sé Íslensk þegar að grænmetinu kemur. það er gert með því að merkja það á fölskum forsendum undir heitinu íslensk matvæli, enn eru í raun frá öðru landi. Þetta er í raun svindl, það var alls ekki fyrir löngu að þetta var í fréttum útvarps og sjónvarps?. Síðan lognaði þessi umræða útaf. Því fólkið hafði í raun ekkert vit hvort varan var Íslensk eða frá útlöndum því fólkið treysti á merkingarnar að þær væru réttar. Það er með ólíkindum hvernig þetta hefur gengið undanfarin ár og þessir innflutningsaðilar hafa fengið að komast upp með að selja fólki vörur sem eiga að vera Íslenskar samkvæmt merkinu, enn eru í raun grænmeti frá Evrópuþjóðum sem verið er að troða inn á okkur Íslendinga. Því bændastéttin getur vel annað okkar litla markaði.
Bændur hafa til dæmis búið við lökustu kjör í þessu landi. Því þeir sitja ekki við sama borð og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þar á ég við kaupmát þeirra því að bændafólkið þarf að lifa á lúsarlaunum og fer harðnandi með hverjum deginum sem líður því bændum fækkar mjög ört vegna alls kyns hafta og banna sem landbúnaðarráðherrar hafa reynt á undanförnum árum og tekist að koma á kvóta á bændur.
Mín skoðun er að bændur rísi nú upp og selji sínar afurðir milliliðalaust en láti ekki aðra kúga sig lengur því nú er nóg komið, vörum bænda er haldið allt of dýrum því milliliðir eru of margir og allir þurfa sitt. Útkoman verður núll. Ekki má gleyma sláturfélögum sem hirða stóran hlut af þessum krónum bænda enda þurfa menn ekki annað enn að sjá hallirnar þeirra. Þá komast þeir af því rétta. Ég held að þessir milliliðir geti ekki haldið áfram á sömu braut, því vörum bænda er haldið allt og dýrum.
Það verður að vera breyting á þessu hlutum til þess að allir þjóðfélagsþegnar geti keypt vörur bænda án þess að fólk grípi um magann. Allir verða að lifa í þessu landi. Mér hefur fundist að bændur hafa verið lítilsvirtir í þjóðfélaginu að undanförnu með þessu ESB tali. Það má vel vera að rotturnar séu á leið niður á Alþingi að éta þingmenn með húði og hári sem vilja útríma bændastéttinni. Þá fá bændur kannski viðunandi verð fyrir sínar afurðir.
Jóhann Páll Símonarson.
Matjurtir merktar upprunalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll kæri bloggvinur, ég er alveg sammála þér og tek undir hvert orð sem þú skrifar í þessum pistli um bændur. Þetta er góð og þörf grein hjá þér Jóhann. Takk fyrir og góða helgi
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.7.2009 kl. 23:24
Sæll vinur. Tek undir með vini okkar hér að ofan.Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 1.8.2009 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.