ASÍ heldur karphúsþrælum í heljargreipum.

Ályktun Sjómannafélags Íslands er þörf ámenning til launþega hvernig stærstu aðildarfélög launþega eins og ASÍ haga sér þegar kemur að skipa stjórnir í stjórnum lífeyrissjóða og hvernig  samtökin misnota vald sitt með skipun fulltrúa atvinnurekenda í stjórnir. Þeir stjórna hverjir eru fulltrúar þeirra. Enn launþegar hafa ekki kosningarrétt eða skipa sæti í stjórnum lífeyrissjóða þótt þeir séu hinir raunverulegir eigendur. Enda sanna það nýjustu dæmin hvernig lífeyrissjóðirnir í landinu hafa tapað sem nálgast nær 50 prósent af eigi fé lífeyrissjóðanna og margir lífeyrissjóðir standa afar illa og verða að halda áfram að skerða lífeyrir sjóðsfélaga sem hafa ekkert unnið til þess. Litlar breytingar hafa átt sér stað þrátt fyrir verulega slæma ávöxtun á fé lífeyrissjóðanna, stjórnendur eru flestir á sínum stað þrátt fyrir glórulaust tap sem er í raun víta vert að tapa nær 50 prósent af eigið fé. Tapið nemur um þúsundir miljarða króna.

Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða er farin yfir öll velsæmis mörk tókum dæmi um Gildi lífeyrissjóð þar sem rekstrarkostnaður árið 2008 var rúmar 264 miljónir króna á ársgrundvelli. Framkvæmdarstóri hafði rúmar 21 miljón króna í laun á árs grundvelli framkvæmdarstjóri eignastýringar hafi rúmar 21 miljón króna á ársgrundvelli sem gera rúmar 42 miljónir króna í laun handa 2 mönnum. Laun framkvæmdarstjóra eignastýringa voru ekki gefin upp á ársfundi sjóðsins árið 2009, þrátt fyrir ítrekun um það. Ef hinsvegar er gáð í tekjublað Frjálsar Verslunar þá kemst maður af því sanna í málinu.

Ef grannt er skoðað er fyrirtæki sem kennir sig við Frumtak sem er samlagsjóður alfarið í eigu Nýsköpunarsjóða atvinnulífsins, sex af stærstu lífeyrissjóðanna og þriggja banka. Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn ekkert er getið um þetta í árskýrslu. Þetta sama fyrirtæki var í dag að kaupa hlut í Andersen & Lauth sem hannar og selur tískufatnað ekkert var getið um kaupverð á þessum hlutum. Það sjá það allir hverskonar þvæla þetta er. Á sama tíma er verið að skerða greiðslur lífeyrisþega um þúsundir króna. Þeim væri nær að leggja þetta fé til sjóðfélaga enn að tryggja handónýttum fyrirtækjum rekstrar grundvöll.

Þess vegna styð ég heilshugar stefnu Sjómannafélags Íslands um að atvinnurekendur fari burtu úr stjórnum lífeyrissjóða landsmanna, ekki má gleyma valdahroka atvinnurekenda sem vilja halda áfram án samþykktar að stofna fjárfestingarsjóð án samráðs við eigendur. Ég tel þetta vera ofríki þeirra sem ráða för, er svipað þegar Bréfsnef var uppi á sínum tíma. Burtu með atvinnurekendur og fulltrúa launþegahreyfingar í sjóðunum og ASÍ sem heldur meirihluta sjóðfélaga í heljargreipum.

Það þarf ekki menn með miljónir á mánuði til að lækka við okkur launin, né heldur menn á tíföldum verkamannalaunum til að tapa fyrir okkur sparifénu. Þetta ættu karphúsþrælar að hafa hugfast nú og í næstu framtíð.

Jóhann Páll Símonarson. 


mbl.is „Menn fara best með eigið fé“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband