Ljósin loga á horni Holtavegar og Langholtsvegar

Það var hlýlegt að aka Langholtsveginn í kvöld og sjá ljósin 3 loga og blómvendina liggja á bekknum þar sem hin mikilli mótmælandi Íslandsögunar stóð í kulda og vosbúð og mótmælti því sem honum líkaði ekki. Þessi hugsun þeirra sem sárt sakna Helga Hóseassonar hafa lagt þessi blóm og kertaljós vilja sjálfsagt með þessu þakka honum fyrir það sem hann hefur gert. Og vilja um leið minnast hans sem hetju fyrir sitt frumkvæði að hafa skoðanir og kjark. Helgi var einstæður persónuleiki sem hafði skoðanir á hlutunum og tók til sinna ráða án þess að spyrja aðra um skoðanir. Hinsvegar ef þú komst að tali við hann sjálfan þá stóð ekki á honum að svara þér.

Hlýhugur er til staðar, það gerður þeir sem lögðu kertin 3 og blómin á bekkinn þar sem Helgi Hóseasson stóð alla tíð með sitt mótmælaspjald. Þeir sem heiðruðu minningu hans þið eigið þakkir skildar. það er ekki öllum gefið sem hugsa hlýtt til manna sem hafa staðið af sér allt sem var á hans vegi í gegnum lífið. Blessuð sé minning um Helga Hóseasson.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir þessa hlýju kveðju sem ég vil fá að taka þátt í að senda þessari hetju sannfæringarinnar.

Árni Gunnarsson, 6.9.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Árni Gunnarsson.

Þakka þér fyrir þetta. Mér fannst þetta vera fallegt af þeim sem voru að minnast Helga fyrir þá hetjulega ábendingu sem hann sjálfur hafði fram að færa og minna okkur á í leiðinni. Að haldi uppi heiðri þeirra manna sem hafa kjark og þor að berjast fyrir réttlætinu.

Þessi kerti og blóm hlýjuðu mér um hjartarætur. Þess vegna sá ég mig knúinn að láta fólk vita að til er fólk með gott hjarta og hlýju.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.9.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

jói þakka þér okkur vantar svona fólk til að berjast fyrir litla manninn

Ólafur Th Skúlason, 7.9.2009 kl. 09:51

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Th Skúlason.

það er rétt hjá þér Ólafur Th Skúlason. Helgi var einstakur í sinni röð, hann hélt áfram sínu skoðunum án þess að menn tóku undir.

Það skal tekið fram að dropin hefur holað steininn. Nú er kominn fram tilaga frá ungum manni sem segir að Helgi hafi verið partur af hans lífi við Langholtsveg. Góð hjartaður maður sem gaf börnum peninga fyrir sælgæti þegar börnin brugðu sér að tali við hann.

Nú vill þessi ungi maður sem safnað hefur undirskriftum að reist verið stytta til minningar um persónuna Helga Hóseasson.

Keyrði þar í morgun, þá var búið að setja upp spjald að hætti Helga og ekki vantaði blóminn og ljósin sem höfðu verið sett til minningar um mesta mótmælenda Íslandsögurnar.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.9.2009 kl. 12:46

5 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

jói ég keyrði þarna um í dag og stoppaði við þar sem helgi stóð með sitt spjald verði hann kært kvaddur

Ólafur Th Skúlason, 7.9.2009 kl. 14:33

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Th Skúlason.

Þetta er hverju orði sannara sem þú segir. Eins og þú segir var hann vinur litla mannsins á götunni og barðist að eilífu fyrir sínum rétti. Hvað sem það kostaði, enda sínu mótmælin það.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.9.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband