21.9.2009 | 00:35
Framarar á fullu.
Gengi Frammara í síðari hluta mótsins hefur verið með eindæmum, liðsandinn hefur verið góður enn hefur stundum vantað áræðni og kraft til að sigra leiki. Framliðið er skipað ungum leikmönnum sem koma til og eiga eftir að sanna sig. Jón Guðni Fjóluson sannaði það í dag hvað hann er öflugur leikmaður og sterkur í einvígum við mótherjann þegar hann skallaði knöttinn í mark Grindavíkur.
Lið Grindavíkur lék vel á köflum og voru nærri því að skora, enn Auðun Helgason barðist hetjulega og kom í veg fyrir að þeir skoruðu fleiri mörk. Það verður ekki sagt að Grindavík hafi staðið sig illa þeir börðust hetjulega eftir að þeir skorðu fyrsta markið. Síðan jafna Frammarar í fyrri hálfleik og staðan var í hálfleik 1 - 1.
Seinni hálfleikur var á báða vegu enn Frammarar komust inn í leikinn og léku vel á köflum, og mörkinn sem þeir skorðu voru góð. Þorvaldur Örlygsson og liðmenn Fram eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Það sætir undraverðum árangri Frammara og þjálfara þess Þorvalds Örlygssonar er sigur og árangur þeirra í síðara hluta mótsins.
Þorvaldur Örlygsson þú hefur sýnt það og sannað að þú er góður Þjálfari. Það sýnir stöðu Fram sem er nú í 4 sæti deildarinnar frábær árangur hjá þér Þorvaldur Örlygsson..
Jóhann Páll Símonarson.
Ætlum að halda fjórða sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.