Eina konan sem þorir.

Það vekur athygli þessa dagana þegar útvarpstjóri Útvarps Sögu kallar rekið starfsfólk,, rusl" Já gamlir útvarpshlustendur verða undrandi og spyrja hvað er þarna í gangi spyr ég. Ég sjálfur á ekki orð yfir svona framkomu við þetta ágætta fólk sem horfið hefur á braut frá stöðinni að undanförnu. Ég veit ekki annað enn fólkið sem hér hefur verið á stöðinni var hliðhollt stefnu útvarpsins, og eiga ekki þessi ljótu orð skilið. Ef við nefnum þann fyrsta sem var rekinn Guðmund Ólafsson sem hafði sínar skoðanir og var ágættur að hafa slíkan mann sem getur talað beint út. Sigurður G. Tómasson var vandaður útvarpsmaður og mjög fróður um menn og málefni. Anna Kristine Magnúsdóttir var mjög eftirsótt útvarpskona sem var með þætti sem höfðaði til fólks. Haukur Hólm reyndur fréttamaður sem fer ekkert með neitt bull. Að síðustu Siggi stormur eins og hann er kallaður sem hélt uppi morgun þætti útvarpsins og stóð sig með ágættum eins og aðrir sem hafa verið reknir. Nú bregður svo við að fenginn er stofa sem gefur sig út fyrir að taka skoðunarkannanir á meðal fólks sem heitir Gallup sem hringir í fólk og spyr það út um stöðu Útvarp Sögu. Að mati útvarpstjóra virðist sem hún taki mark á þessum skoðunarkönnunum sem hún stóð fyrir og kostar sjálfsagt ekki smá pening þar sem útvarpstöð vantar sjálfsagt fé til rekstra eins og aðrar útvarpsstöðvar. Stað þess að kanna hvað gæti farið betur í rekstri Útvarpi Sögu. Enn samt hjólar þessi umrædda útvarpskona eins og fíllinn, sérstaklega í karlanna þessa dagana og virðist eins og hún þoli ekki einstaklinga sem hafa aðrar skoðanir enn hún sjálf.

Ingvi Hrafn.

Ég veit ekki annað enn að Ingvi Hrafn og Sigurður G. Tómasson hafi komið henni til bjargar á sínum tíma þegar stöðinni átti í erfiðleikum vegna skort á fé til rekstrar, sem ég skil vel og margir hlustendur stóðu með stöðinni á þessum erfiða tíma. Kalla síðan fyrrverandi samtarfsmann sinn Ingva Hrafn að hann taki við ruslinu sem við rekum" Þessi orð eru niðrandi fyrir þetta ágætta fólk sem ætti í raun að kæra, og láta þennan hrokafulla útvarpstjóra Arnþrúði Karsdóttur standa fyrir sínum orðum. Það mun aldrei ganga að fólk úr samtökum blaðamanna eða annað sé tekið niður með þessum hætti. Ef hún heldur að hún komist upp með frekju og skít þá skjátlast henni. Ingva Hrafni er frjálst að velja sér félaga án þess að spyrja Arnþrúði Karlsdóttur um leyfi. Henni væri nær að loka þessum spjallþætti á morgnana þar sem sömu hlustendur ausa aur yfir menn án þess að stjórnandi geri athugasemdir við hlustanda. Ef þessi stefna Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu heldur áfram þá held ég að hún sofi hljótt út á næstunni. Það er klárt að alvöru blaðamenn munu ekki taka þátt í þeim sora sem Arnþrúður Karlsdóttir flytur þessa daganna um ágætt fólk sem hefur þurft að taka pokann sinn án skýringa með tölvupósti eða SMS. Hugsið ykkur að vinna hjá svona vinnuveitanda sem kann ekki að koma fram við fólk með eðlilegum hætti. 

Jóhann Páll Símonarson.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband