Fulltrúar Eirar halda íbúum enn í gíslingu.

Enn eru málefni Eirar óleyst, þrátt fyrir að nauðasamningar hafi verið samþykktir fyrir rúmu ári síðan. Enn eru um 16 eigendur sem neita enn að skrifa undir nýja samninga því ekkert veð liggur að baki við nýtt skuldabréf? Gömlu eigendur telja enn að gamla skuldabréfið vera enn í gildi þar greinir mönnum á. Miklar deilur voru um útreikninga og þær aðferðir sem áttu að nota, til þess eins að nota öll þau tæknibrögð og brellur að villa fyrir eigendum sem áttu og voru búnir að tryggja sér íbúðarétt með sölu sinnar eignar og kaupverðið gekk upp í íbúðaréttinn á sínum tíma. Í nýja skuldabréfinu stendur að þeir sem höfðu borgað mest og átt á milli 35 -40 miljónir í sínum íbúðum tapa mest og fá talverðan skell, því veð var ekki fyrir hendi þrátt fyrir loforð Sigurðar Helga Guðmundssonar að þinglýsa veðkröfum í íbúðarrétti fólksins sem hann sveik og var aldrei gert. Umrædd fé var aleiga fólksins sem það lagði inn til tryggingar. Enn sami klerkur hafði á árinu 2011 á aðra miljón í laun á mánuði: 1,440 þúsund krónur) að bílastyrk meðtöldum frá gamla fólkinu á Eir. Einn viðmælandinn var spurður um þessi gífurlegu laun jú þau voru miðuð við efnahagsástandið fyrir 3 árum, svo mörg voru þau orð. Þessi laun dugðu honum ekki. Hann fór til Englands og Eir borgaði flugfarið uppá 95 þúsund krónur, með Icelander . Heildargreiðslan var lögð inná bankareikning hans sem var 381 þúsund krónur. Eir greiddi honum til viðbótar 286 þúsund krónur í dagpeninga samkvæmt reikningi. Emil og Sigurður báðir tveir samþykktu. Enn er haldið áfram að ferðast og nú eru lagðar inn á reikning Sigurðar Helga Guðmundssonar 245 þúsund krónur fyrir fargjöldum með honum voru 3 konur til Kaupmanahafnar. Flugmiðar voru greiddir með greiðslukorti hjúkrunarheimilisins Eirar. Sigurður Helgi var korthafi og samþykkti reikninginn.  Þetta sem hér er nefnt er lítið brot af spillingu á Eir. Eftir talsverðar umræður hefur þöggun verið í gangi, ekki neitt sveitarfélag vill taka þátt að koma fjárhag Eirar í viðunandi ástand svo fólkið geti getið lifað sátt. Reykjavíkurborg sem ber mestu ábyrgð hefur hafnað erindi frá forstjóra Eirar á meðan ríkið sem ber ábyrgð neitar að koma að málinu. Heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra, og efnahagsmálaráðherra hafna alfarið aðkomu að málinu. Í kjölfarið byggjast nýir samningar á því að fólkið borgi fasteignagjöld, viðhaldkostnað, og leigu og fólkið fái hluta af því sem það borgaði inn sem sinn rétt og heildarleiga verði rúmar 80 þúsund krónur á mánuði, sem verður að teljast há leiga fyrir fólk sem lifir á smánarbótum. Ekki neinn frambjóðandi í núverandi kosningarbaráttu var með málið á dagskrá. Ekki flokkur Samfylkingar og Sjálfstæðisflokk sem bera mestu ábyrgð á sukkinu á Eir vildu ræða málið. Fjölmiðlar hafa skipulagt sig að þegja um málið. Eina Útvarpstöð á Íslandi sem hefur fjallað um málið er Útvarp Saga sem hefur verið með málið á dagskrá og Morgunblaðið sem hafa tekið málefni Eirar föstum tökum með viðtölum og skrifum. Það er illa komið fyrir ungu fólki sem nú starfar í fjölmiðlum að þagga mál niður sem snúa að eldra fólki sem hefur skilað sínu ævistarfi með sóma. Það eitt er ekki neinu ungu fólki til hrós að hugsa með slíkum hætti. Að þagga niður spillingarmál á Eir.

Jóhann Páll Símonarson.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll jóhann, samfylkingin og sjálsæðisflokkur hafa mjög líklega tapað atkvæðum á þessu sukki.

Er fólk búið að gleyma hverjir komu undir okkur þessu þjóðfélagi, ef þetta fólk hefði ekki þrælað myrkrana á milli, þá væri lífið á Íslandi ekki svona gott!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.6.2014 kl. 01:31

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi Þór Gunnarsson fyrir það fyrsta þá áttu verkalýðsfélög og stjórnmálaflokkar og önnur félög fólk í stjórn og framkvæmdarstjórn Eirar  sem bera ábyrgð á þessu rugli. Deloitte skoðunarfyrirtæki var fengið til að skoða bókhald Eirar og fékk til þess nauman tíma, á þessum stutta tíma kom margt í ljós. Enn það er eins og með margt þetta er þaggað niður. Það mátti í raun ekki kafa meira í bókhaldið, menn fengu nóg af sukki sem þar var við líði. Hugsaður þér Helgi þeir fengu aðeins 50 tíma þegar þeir voru stoppaðir af. Síðan eru greiddar 2,7 miljónir króna úr þróunarsjóði á árunum 2009 - 2011 voru vegna dagpeninga, flugferða, gistingar, og veitingar erlendis sem tengist fyrrverandi forstjóra Eirar.

Jóhann Páll Símonarson, 10.6.2014 kl. 10:18

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, fyrirgefðu hvað ég svara seint. Já þú segir nokkuð, þetta Eirarmál er bara með ólíkindum, eiga menn ekki að ábyrgjast sýnar görðir, alveg eins og einhver sem stelur brauði út í búð????? Mér er bara spurn? Þjóðfélagið sem við búum í á sér engan líkan!

Mikið finnst mér þetta vera allt skrítið, það er eins og bankahrunið eigi ekki hlut að mála þarna.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 13.6.2014 kl. 00:06

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi Þór Gunnarsson. Ég held ekki hinsvegar var framkvædarstjóri og fjármálastjóri á ferðalögum og í golferð og létu gamla fólkið borga brúsan. Það er ekki fyrr enn þegar þarf að halda áfram að byggja, þá segja stjórnarmenn það er biðlisti eftir íbúðum. Málið fer á dagskrá í borgarstjórn þar sem Hanna Birna stöðvar í bili fjármagn vegna þrengingar í íslensku efnahagslífi. þrátt fyrir að ekki var til nægt fé þá er farið að veðsetja allt sem þeir gátu og stjórnarmenn á þeim tíma gáfu umboð til að veðsetja eignir þeirra sem þeir áttu ekkert í. Á þann máta var þetta að falli fyrir Eirarbúa. Auðvita bera sveitarfélög sína ábyrgð eins og Reykjavíkurborg. Enn neitar enn að hjálpa til að leysa þennan vanda. Enn er búinn að ítreka mína kæru nýlega.  

Jóhann Páll Símonarson, 16.6.2014 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband