Yndislegt fólk sem býr í Vestmanneyjum.

Það er ótrúlegt að vita að það hafi ekki orðið slys á siglingum Breiðafjarðaferjunar Baldurs þau ár sem hún hefur verðið í þjónustu fyrir Vestfirðinga, með mjög viðkvæman farm og fólk sem þarf að komast á áfangastað innan ákveðins tíma, beint á Keflavíkurflugvöll, síðan beint erlendis. Síðan er það farþegar sem þurfa að komast leiðar sinnar. Enn að stefna fólki og áhöfn í hættu, með skipi sem fyrir löngu ætti að vera kominn í brotajárn, skipi með eina vél á siglingu innan um sker víðsvegar á siglingarleið skipsins um Breiðarfjörð þegar bilun varð í skipinu og varð stjórnlaust, sem betur fer var vinátt hagstæð í þetta skipti. Slík var hættan að Baldur myndi enda á skeri, Það vekur furðu og er vítavert að Baldur hafi ekki hafa verið verið stoppað fyrr af Samgöngustofu. Það er ekki eðlilegt að ætlast til að áhafnarmeðlimir séu að bjarga fólki sem er í neyð, þótt þeir séu menntaðir til að bjarga fólki, það er ekki að áhafnarmeðlimir vilji það ekki. Heldur er búið að fækka svo mikið í áhöfn að hún nær ekki að komast yfir allt. þótt viljinn sé fyrir hendi. Öryggi farþega er ekki fyrir hendi, það gefst ekki tími að kenna farþegum á björgunarbúnað um borð áður enn haldið er af stað. Enn það er hægt í fluginu, flugvélin fer nefnilega ekki á stað fyrr enn áhafnarmeðlimir hafa farið yfir staðsetningu á björgunarbúnaði um borð í flugvélum áður enn ferð er hafinn.

            Þekkingarleysi þingmanna.

Uppi hafa verið raddir hjá þingmönnum á Alþingi að nota gamla Herjólf því hann liggur í Vestmanneyjum ónotaður, gallinn er sá að mikill tæring hefur myndast í skipinu síðan hann hætti siglingum,þar sem mikill riðmyndun er á neðradekki skipsins. fyrir utan hann ristir of djúpt, djúpristan er 4,5 metrar tómur þegar hann er kominn á ferð 5 metrar fyrir utan farm sem er misþungur.Sem segir mér að svæðið sem hann siglir á verður að vera ekki undir 10- 12 metrar að dýpt svo hann geti athafnað sig með réttum hætti. Þá er eftir að sjá hvort hann passi við núverandi aðstæður, það er svo annað mál. Annað er bull að bera slík á borð fyrir fólk

      Gleði fréttir fyrir íbúa á Vesturlandi 

Þær fréttir eru að berast frá Vestmanneyjum að íbúar skora á bæjaryfirvöld í Vestmanneyjum að lána nýja Herjólf á meðan Breiðafjarðaferjan er biluð. Sem er falleg hugsun íbúa í Vestmanneyjum. Fyrir utan það er rétt hjá þeim, síðan væri hægt að kaupa góða og nýja ferju fyrir íbúa í Vestmanneyjum. Það sem slær mann eru orð bæjarstjóra Vestmanneyja sem segir" Meira en að segja það að flytja ferju,,. Hverskonar rugl er þetta segi ég, var ekki nýja Herjólfi siglt yfir hafið alla leið frá Póllandi og gekk sú ferð vel. Ég skil ekki rök bæjarstjórans í Vestmanneyjum, það tekur ekki langan tíma að sigla fyrir Reykjanes og þaðan vestur í Stykkishólm. Sama bullið í forstjóra Vegagerðirnar sem segir" Eitthvað sem maður hoppar í milli fjögur og fimm á daginn,, Auðvita þarf að athuga hvort nýju Herjólfur passi á þessa leið númer 1. Er að athuga hvort djúpristan þar sé líka of lítill. Hugsanlega þarf að dýpka þessa leiðir Baldurs, því þær skapa hættur eins og þær eru núna.

Jóhann Páll Símonarson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband