Líkið var falið inn í herbergi á Njörvasunds - heimilinu.

Sagan er sönn og þjóðin man sá sögu, þegar hún rataði inn á Alþingi á sínum tíma, þessi hörmulegi atburður hafi þau áhrif, að umræðan fór hátt á loft og í kjölfarið, niðurstaðan var sú að gerð var rannsókn á Njörvasunds - heimilinu. Þar sem kom í ljós að lík var falið í herbergi sem Margrét Ester Erludóttir hafi verið í daginn áður. Líkið stungið mörgum stungusárum, árásamaðurinn var vistmaður á heimilinu árið 1991.

 

         Þögn ríkir enn um hrottameðferð.

Enn í dag ríkir þögn um þetta alvarlegu mál á vistheimilum. Hvers vegna veit ég ekki, enn þið verið að spyrja alþingismenn og ráðherra á þessum tímabilum um umrædd mál og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem er vel kunnugt um stöðu málsins. Menn sem þekkja þessa sögu vel segja stjórnvöld hafi ekki vilja leysa umrædd mál með sóma. Að fara ofan í mál Margrétar Ester Erludóttir og þau gögn sem hún hefur undir höndum skjalasafn sem staðfestir að ráðuneytið hefur ekki áhuga að kanna málið. Maður spyr sig af hverju ekki að kanna málið, hvað er verið að fela?. Ennfremur hefur hún undir höndum til staðfestingar skýrslu frá Þjóðskjalasafni sem staðfestir að lögreglurannsókn fór fram. Þá spyr maður sig? Var þessari skýrslu stungið á bak við hillur þar sem möppudýr hafa ekki aðgang að umræddum gögnum.

                 Illmenni.

Saga Margrétar Estherar Erludóttur sem berst nú hetjulega að fá samgirnisbætur fyrir sitt tjón að hluta, bætur fyrir sál og líkama verður aldrei bætt nema með hjálp yfirvalda. Illmenna sagan er ekki öll sögð hér í stuttu máli. Hún var höfð sem niðursetningur og átti að njóta heimakennslu sem aldrei varð úr. Hún lúbarinn, nauðgað af snarrugluðum forstöðumanni og syni hans að Auðkúlu sem barn. Á  heimilinu var stundað, bruggframleiðsla, og áfengi haft um hönd. Skýrslur eru til sem staðfesta rétta frásögn Esterar á fúlmennum sem notuðu hana eins og klósett, slíkur er viðbjóðurinn sem stundaður var á Auðkúlu. Mér er flökurt eftir þessa sögu.

 

      Ekki vantar skýrslur til staðfestingar.

Fjölda skýrslur eru til og hafa verið skrifaðar af félagsfræðingum Kleifavegsheimilisins/barnavarnanefnd um vist Estherar að Auðkúlu 1. enn því miður hefur málið verið tekið niður að ótta við að málið komist upp. Ekki tók betra við þegar Esther hóf vistun að Njörvasundi 2. Þar sem Ester var farinn að ná þroska loksins og hafði áhuga að sinna áhugamálum sínum helst söng og dans. Það eitt gekk ekki upp. Þar sem forstöðumaður hafði kastað Ester niður stiga slíkur var heift í þessum forstöðumanni. Skýrsla um þennan hrotta atburð er til til sönnunar. Sagan hörmulega og hrottalega sem ég hef aldrei né trúað að væri til nema á stríðsárum þegar hermenn voru pyntaðir og barðir til hlýðni. Sagan um konu sem sætti ofbeldi af verstu gerð heldur áfram, konu sem berst með öllum ráðum núna og vonandi með hjálp ykkar sem vilja styðja hana í baráttu sinni að fá sitt tjón bætt að hluta. Undirskriftasöfnun er í gangi henni til stuðnings. 

           Málið enn á ný á Alþingi.

Karl Gauti Hjaltason er 1 flutningsmaður,með honum eru. Ólafur Ísleifsson Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Oddný G Haraldsdóttir, Anna Kolbrún Arnadóttir sem standa að þessari þingályktunartillögu um bætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum. Málið hefur verið sent til 2 umræðu og nefnd þar sem þar er statt nú, og óvíst hvenær það kemur til 2 umræðu og til 3 umræðu. Alþingismenn kærar þakkir til ykkar fyrir ykkar framlag að hinu rétta í lífinu. Það viljum við öll.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ég hélt að ég fylgdist nú vel með fréttum, an af þessu hef ég aldrei heyrt.

Ótrúleg saga.

Vona bara að hún fái eitthvað réttlæti út úr þessari

hörmung sem hún hefur mátt þola.

Þarna sýnir hversu vel embættis-manna-kerfið

ver sína alveg út í það endalausa.

Mikil er skömm þeirra sem reynt hafa að breiða yfir þennan viðbjóð.

Nafngreina þá alla.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.3.2021 kl. 16:30

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður Kristján Hjaltested . Því miður hefur samtryggingarvaldið eins mbl tekið málið niður eins og ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þetta má ekki tala um. Enn mbl þótti það frétt á sínum tíma að birta frétt af þessari konu sem fannst látinn í skápnum eftir ítrekaða leit. hugsaðu þér 24 ára gömul, hin seki var 28 ára gamall. Hugsaðu þér mbl tekur málið niður þrátt fyrir að það séu komnir nær 700 aðilar sem undrast það sem þú bendir réttilega á þær ömurlegu aðstæður og framkomu sem hún hefur þurft að þola . Hörmungar eins og á stríðsárunum. Samt stundar ákveðnir aðilar á mbl að taka þetta niður. Þá á ég við að setja þetta alvarlega mál neðar hjá þeim. Hatur skilar ekki neinu, ég ætla ekki að nafngreina neinn. Hinsvegar er ég að benda á þetta hrotta mál sem virðist ekki þola dagsins ljós. Þér til fróðleiks þá lést hin elskulega móðir hennar 29 ára gömul,hún lést frá 3 börnum. Hún sat einn uppi 5 ára gömul, þaðan gekk hún á milli fólks og var á þvælingi. Þakka þér fyrir stuðninginn. Undirskrifta listi er í gangi. Í dag bað hún ykkur öll um hjálp í þessari undirskrifta söfnun sem hún ætlar að afhenda forsætisráðherra Íslands Katrínu Jakobsdóttur.

Jóhann Páll Símonarson, 21.3.2021 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband