Hugmyndir Sjómannafélags Íslands.

Miklar umræður hafa verið í útvarpi og dagblöðum að undanförnu um slæma stöðu á farskipaflotanum vegna skráninga skipa undir hentifána og þau skráð í Færeyjum og víða um heim. til að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til íslands sem þeir hefðu þurfa að gera. Þessi skip voru skráð undir íslenskan fána hér áður fyrr. Nú er svo komið að ekki er eitt einasta skip skráð undir íslenskum fána, það alvarlegasta í þessu máli er að farmenn sem hafa starfað við starfið í áratugi er sagt upp störfum og erlendir starfsbræður þeirra ráðnir á þrælalaunum í staðin fyrir þá íslensku farmenn. Þeirra rök eru að þeir fái ekki íslenska farmenn til starfa. Sem eru ekki boðleg rök fyrir okkur farmenn. Það eru nefnilega útgerðamenn farskipa sem hafa eyðilagt íslenska farmanna stétt og bera því við að ekki sé hægt að ráða íslenska farmenn. þetta eru staðreyndir málsins eins og gerðist nýlega þegar hásetum á m/s Arnarfelli sem er í eigu Samskipa var sagt upp störfum fyrir þræla.

Það er ömurlegt til þess að vita að fyrirtæki sem kennir sig við frelsi á öllum sviðum skuli taka þátt í þessum ljóta leik. Ekki lækkar vöruverð í hillum landsmanna hjá fyrirtækjum sem flytja með Samskip. Það er nefnilega þeir sjálfir sem komast upp með að borga ekki skatta til íslenska ríkisins. Þetta eru fáránleg rök Samskipa. Hvernig væri ef neytendur og innflytjendur myndu spyrja verslunareiganda um hverjir fluttu þessa vöru inn. Ef svarið væri á þá leið hún var flutt með Samskip. Annað hvort við kaupum ekki þessa vöru sem var flutt með Samskipum? eða við viljum lægra verð?

Í framhaldi af þessu máli eru umræður í gangi um stöðu farmanna mun sá fundur í stjórn Sjómannafélags Íslands verða fljótlega og þar mun verða tekin afstað hvort auglýst verður eftir farmönnum á skrá og hvernig staðan er í þessum málum. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá farmönnum ríkir mikill reiði og óvissa hvernig málin eru að þróast. Margar leiðir eru til staðar að leita út fyrir landsteinanna og vera með okkar starfbræðrum til traust og halds í þessum málum. 

Jóhann Páll Símonarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er sorglegt að lesa um þessa stöðu. Græðgisvæðingingin virðist manni alls staðar í algleymingi. Almenningur í þessu landi þarf að fara að vakna og standa saman um að sporna við þessari þróun. Sem betur fer eru ýmis teikn á lofti um að það sé að byrja að gerast.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Greta Björg Úlfsdóttir.

Ég sammála þér enn við verðum að vera vakandi um framhaldið þetta ástand sem er í dag er orðið mjög alvarlegt að mínu mati.

Eins og þú bendir á verður þjóðin að taka sig saman og sporna við þessari þróun undir það tek ég.  Það má vel vera að séu teikn á lofti það sem er að gerast. Mér finnst þróunin í þessum málum fara versnandi.

Jóhann Páll Símonarson, 17.11.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband