Furðuleg vinnubrögð Kristjáns Möller gegn íbúum í Grafarvogi.

Það verður að segjast nú á að keyra yfir íbúðarlýðræði með öllum tiltækum ráðum. Þessi fundur hefur ekki verið vel kynntur nú allt í einu er opinn fundur um málefni Sundabrautar hvað er eiginlega í gangi þegar stjórnsýslan beitir lýðræðinu með þessum hætti. Það vill svo vel til að ég hef gert athugasemdir við legu Sundabrautar og sent inn athugasemdir til skipulagstofnunar, umhverfisstofnunar ekkert mark var tekið á athugasemdum sem bárust þessum stofnunum. Sem varð til þess að ég var að ráða mér lögmann til þess að takast á við þessa aðila. Það skrýtna í öllu þessu máli er að mínum lögmanni bárust ítarlegri gögn enn venjulegum kæranda sem kærir útskurð sinn til þessara stofnana. Sem sýnir í raun hvernig umhverfisráðuneytið beitir sýnum rökum, sem verður að teljast ekki góð stjórnsýsla, fyrir utan allan kostnað sem ég varð að greiða sjálfur til þess að fá mínum rétti framgengt.

Síðan voru boðaðir fundir með íbúum Grafarvogs á sumarleyfistíma þegar venjulegi launamaður var að njóta hvíldar frá dagsins önn. Það verður að teljast ekki góð vinnubrögð af hálfu vegagerðar ríkisins sem stóð fyrir þessum fundum og hélt nokkra kynningarfundi sem íbúar voru virkilega ósáttir við. Enn samt halda þeir áfram að berja niður lýðræðið með þessari framkomu sinni að boða til fundar án þess að fólki gefst tími að kynna sér málið ýtarlega. Þessi vinnubrögð Samgönguráðherra Kristjáns Möller er ekki hægt að líða og ekki heldur meirihluta borgarstjórnar. Ég spyr hvar er Vilhjálmur þ Vilhjálmsson er hann ekki oddviti Sjálfstæðismanna á hann ekki að verja hagsmuni borgarbúa. Ég veit ekki annað að hann sjálfur hefði skrifað ágætta grein í Morgunblaðinu fyrir stuttu um málefni Sundabrautar. Nú allt í einu er Gísli Martein Baldursson orðin talsmaður Sjálfstæðismanna hvað er í gangi furðulegt finnst mér.

Þetta sýnir í raun að þetta er málamyndar fundur áður enn ákvörðun um legu Sundabrautar verður tekin án þess að íbúum verður gefin kostur að ræða stöðu mála og taka til máls og hafa áhrif á sitt umhverfi. Það verður ekki leyft heldur verður það í formi fyrirspurnar sem er mjög óeðlilegt þegar er boðað er til almenns fundar. Mér finnst Kristján Möller samgönguráðherra og borgaryfirvöld beita íbúum Reykjavíkur þvingunum sem er ekki sæmandi í lýðræðislegu þjóðfélagi.

Jóhann Páll Símonarson. 

 

 

 


mbl.is Íbúasamtök undrast vinnubrögð samgönguráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæll Jóhann, hvort ætli sé betra að fá umferðina af vesturlandsvegi eftir ströndinni við Gufunes og innrileið yfir á Gelgjutanga eða umferð frá Mosfellsbæ, Úlfarsfelli og Grafarholti í gegnum Grafarvoginn á leið ofaní Sundagöng? Ég held að Grafarvogssamtökin hafi ekki velt þessari spurningu fyrir sér. Ef við horfum á allt hverfið er engin spurning að innrileiðin er langbesti kosturinn.

Sturla Snorrason, 7.5.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sturla,

Ég get sagt þér bíla umferð með 50-100 þúsund bíla á ekki að fara um skipulagt íbúðarhverfi með öllu því sem því fylgir. Það hefur lengi verið vandamál í skipulögðum íbúðarhverfum að umferð hefur aukist til muna vegna vanhugsaða aðgerða Vegagerðina til að sporna við þeim.

Þess í stað eru reistir moldarhaugar 4 -5 metra háir til að draga úr hávaða sem er sjónmengun og dregur úr lífsgæðum.

Þess vegna þurfum við að hugsa meira um að setja meira umferð neðan jarðar þar sem umferð kemur í veg fyrir lífgæði fólks sem vil hafa það rólegt.

Það er nefnilega þannig sem þjóðverjar- Hollendingar haga sínu vega kerfi og meira að segja okkar nágrana þjóð styttir vegalendir á milli fjarða með jarðgöngum og borar í gegnum fjöll þar er það ekkert vandamál.

Varandi þessi Grafarvogssamtök ég veit um þau. Ég held að þau hafi ekki efni á því að vera til vegna fjárskort sem er mjög slæmt mál. þessi vinna er öll í sjálfboðavinnu alla vega held ég það.

Varandi innri leið. Skoðun 338 íbúa í Hamrahverfi þá er átt við þá sem næst búa við þessa fyrirhugaða Sundabraut vilja hafa hana í göngum burtu frá hverfinu við fengum til liðs við okkur verkfræðing sem kom með mjög flottar hugmyndir það er til á blaði.

Sú hugmynd byggir á því að keyrt er inni göngin frá Laugarnesi, undir Viðey þaðan útí Geldingarnes þaðan í Gunnunes. Þetta hefði í för með að ekki þyrfti að kaupa upp eignir í stórum stíl sem Reykjavíkurborg stæði að. og peningar okkar skattborgara.

Þá væri þessi vandamál okkar sem búa næst þessu úr sögunni. Það eru ekki aðeins íbúar í Grafavogi og Skeiðarvogi, Efstasundi, Skipasundi, Kleppsvegi, Drekavogi sem yrðu sátt við þetta því þau hafa öll stórar áhyggjur af þessu til þess er leikurinn gerður til að koma í veg fyrir skipulagsslys af manavöldum.

Ég tel þetta vera miklu stærra enn hægt er að skrifa hérna því nóg er að upplýsingum. Eitt vil ég upplýsa þig um.

Það var ég sem byrjaði á þessu með því að gera athugasemdir við skipulagstofnun síðan stækkaði hópurinn og við urðum 4 sem stóðu að þessu og 338 íbúar. Íbúðarsamtökin kæru ekki áður enn umsóknarfrestur rann út þau komu ekki að þessi fyrr enn seinna.

Jóhann Páll Símonarson.  

Jóhann Páll Símonarson, 8.5.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband