Ringulreið ríkir í Samfylkingunni.

Eftir langa fundasetu hafa báðir stjórnaflokkarnir setið á fundum og ráðið þar hvað gera skildi. Björgvin G Sigurðsson sagði af sér sem viðskiptaráðherra og um leið sagði öll stjórn og forstjóri fjármálaeftirlitsins af sér . Og um leið tilkynnti Björgvin G Sigurðsson að hann myndi á ný sækjast eftir að að vera kjörin á þing aftur. Þetta eru skrítnar tilfærslur hjá Björgvini G Sigurðssyni eftir allt sem undan er gengið. Af hverju valdi hann þennan dag? Því sagði hann ekki af sér strax, fyrst hann var búin að athuga málið lengi ?. Undarlega skoðun hans finnst mér. Síðan er spurt hver taki við það veit enginn því stjórnin mun hugsanlega sjálfsagt springa í dag þá mun sjálfsagt allt fara á fullt í þessari baráttu flokkana. Enn ég ítreka og tek undir sjónarmið Geirs H. Haarde að ábyrg stjórn verður að vera við líði á meðan ekki er búið að kjósa nýja stjórn og hrinda þeim verkefnum í framkvæmd sem nú bíða úrlausnar í málum fyrirtækja og heimilanna í landinu sem búið er að ákveða um. Ekki má skilja landið eftir stjórnlaust segir Geir undir það tek ég.

Á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var í sínum erfiðu veikindum. Á meðan voru boðaðir fundir víðs vegar um bæinn til þess eins að ráða skoðunum samfylkingarfólks hvað gera skildi næst. Það sem vakti athygli manna hvers vegna var verið að boða til þessara funda á meðan formaðurinn var ekki viðstödd og var í lögbundnu veikindaleyfi og átti erfitt bæði sálarlega og andlega. Allir muna eftir fundi sem var haldin af ákveðnum mönnum og var í Þjóðleikhúskjallaranum. Það er dapurlegt til þess að vita að félagar í Samfylkingunni skuli vinna í bakherbergjum til þess eins að grafa undan formanni Samfylkingar þegar hún á við veikinda að stríða, höfuðaðgerð vegna heilaæxlis. Ég get ekki annað sagt þetta eru hreinræktaðir aular sem þurfa að vera í sviðsljósinu. Ég hef heyrt í viðtölum við menn að þeim blöskri framkoma fárra einstaklinga sem að þessu stóðu til þess eins að rýra traust formannsins.

Síðan er maðurinn sem ekki nokkur maður hefur orð á Evrópusinninn Árni Páll Árnason alþingismaður fyrir Samfylkinguna sem var í bankaráði gamla Búnaðarbanka Íslands HF sem var og hét. Tökum dæmi frá 2002 nefnum nokkur nöfn. Árni Tómasson bankastjóri, Magnús Gunnarsson  formaður bankaráðs, Árni Páll Árnason bankaráð Elín Sigfúsdóttir bankaráði og framkvæmdarstjóri fyrirtækjasviðs, Sigurjón Þ Árnason framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs, Yngvi Örn Kristinsson framkvæmdarstjóri verbréfasviðs. Ég veit ekki annað enn að allt þetta fólk sem hér um ræðir eru nú í skilanefndum bankana nema Árni Páll Árnason. Enn sá maður hefur ekki haft sig í frammi gagnvart ummælum um banka hrunið eða gert athugasemdir við skilanefndir bankana á Alþingi.

Síðan er það skrítna í þessu öllu saman Ágúst Ólafur Ágústson varaformaður Samfylkingar á honum er ekki tekið mark hvað sem hann segir eða gerir athugasemdir við. Honum er ekki treystandi að leiða flokkinn á meðan Ingibjörg Sólrún er í veikindaleyfi heldur er Össur Skarphéðinsson betur treyst að vera varaformaður á meðan, enda reynslunni ríkari. Heldur enn pabba strákurinn honum er ekki treystandi. Það er ekki gæfulegt að fara með þetta fólk í næstu kosningar ég er ansi hræddur um að sú útkoma verði ömurlegt ef ekki kemur til uppgjörs meðal félaga í Samfylkingunni því vinstri öflin í flokknum eru að gera allt brjálað. Staðan eins og er Samfylking er að reyna að breiða yfir sinn innri vanda og stefnuleysi og upplausn sem hefur þar ríkt að undanförnu og hefur verið að aukast með hverjum degi sem líður.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Jón Páll:Ég tek undir með þér hvað þessa menn varðar,Þetta var í meira lagi undarleg tímasetning hjá Björgvin.Í mínu augum hvítþvottur til að koma ekki með kusk á flibbanum í kosningabaráttuna.Perfect tímasetning.En hann snéri bara skyrtunni við.Svo óhreinidin sjást ekki.Hvað rektorssoninn varðar myndi ég ekki þola slíka niðutlægingu sem formaðurinn hefur sýnt honum opinberlega hvað eftir annað.Fékk ekki ráðherrastl og aldrei hafður með í ráðum.Hvað sem veldur því nú.Sértu ávallt kært kvaddur kæri vin

Ólafur Ragnarsson, 27.1.2009 kl. 02:55

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ef ég skil þig rétt Jóhann, þá ert þú meðal annars að fjalla um það sem ég nefni "skjaldborg þagnarinnar". Þannig hef ég upplifað ástandið og sama á við um marga landsmenn. Þeir sem stóðu fyrir sukkinu er að finna á ólíklegustu stöðum og það er eins og þeim takist að smeyja sér á milli staða í ríkiskerfinu, án þess að til þeirra sjáist.

Mér verður starsýnt á einn sem þú nefnir, en það er Yngvi Örn Kristinsson framkvæmdarstjóri verbréfasviðs Búnaðarbankans 2002. Þetta er einn af 32-hagfræðingunum sem skrifuðu upp á alræmda ritgerð sem birtist í Morgunblaðinu 7.janúar 2009. Hann hefur birt fleirri blaðagreinar og komið fram í sjónvarpi. Þessi maður ber áreiðanlega mikla ábyrgð á þeirrar stöðu sem leiddi til þjóðnýtingar bankanna og mér skilst að hann sé einn aðalhöfundur samningsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Núna kemur Yngvi fram sem varðmaður samningsins við IMF og málsvari ESB-inngöngu. Hann berst með kjafti og klóm, gegn nýhugsun peningamálanna þótt hann sé blóðugur upp fyrir axlir eftir efnahagshrunið. Það sem er þó furðulegast og stærsta áhyggjuefni mitt, er að í hvert skipti sem hann lætur frá sér fara rangfærslur varðandi peningamálin, sér Geir Haarde ástæðu til að hæla honum opinberlega fyrir "frábæra ritsmíð."

Verkefni okkar Sjálfstæðismanna er ærið framundan, að laða fram trúverðuga forustumenn og gera upp við mistökin í peningastefnu landsins. Við verðum að horfa í eigin barm og ýta til hliðar þeim mönnum sem á vegum Sjálfstæðisflokksins bera ábyrgð á ógæfu þjóðarinnar. Við skulum ekkert hlífa ábyrgum einstaklingum í öðrum flokkum, en ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vinna traust þjóðarinnar, verður hann að ganga í gegn um rækilega sjálfsgagnrýni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband