Burtu með minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri Græna.

Það er ekki glæsilegt sem nú stendur fyrir dyrum hjá þessum stjórnarflokkum sem standa að þessum samkomulagi um stjórnarmyndum. Það vekur furðu að Samfylking, Vinstri Grænir, Framsóknarflokkurinn, og Frjálslyndisflokkurinn, sem standa að þessari ríkistjórn skuli styðja hækkun skatta og lækkun launa skuli verja það. Það var létt yfir þeim var sagt í fréttum yfir hækkun skatta og lækkun launa. Ef þjóðin verður ekki brjáluð nú þá er ég hræddur um það. 

Ég hefði haldið að fólkið væri búið að fá nóg af vertryggingu, hækkun skatta í jafnvel 40- 50 prósent og ekki má gleyma vaxtaokrinu sem er að sliga þjóðina. Nú ætlar Steingrímur J Sigfússon að taka megnið af laununum í skatta. Hvað með fyrirtækin í landinu á að hækka skatta á þeim ef svo fer þá munu eigendur sem eftir eru. Ekki þola það og fara með jafnvel með sínar höfuðstöðvar úr landi og þar með missum af skatta tekjum og atvinnumissi ekki glæsileg sýn.

Þess vegna verðum við öll þjóðin að mætta á Austurvelli þegar ný Ríkistjórn tekur við völdum og látum hanna hafa það óþvegið: Burtu með Samfylkingu - Burtu með Vinstri - Græna - Burtu með Framsókn. Burtu með Frjálslyndaflokkinn. Þetta verður kjör orð okkar. Minnihluta stjórn og þeir sem standa af henni burtu með ykkur Ingibjörg Sólrún - Steingrímur J Sigfússon - Sigmundur Davíð - Guðjón Arnar Kristjánsson og alþingismenn ykkar farið burtu ég hef fengið nóg.

Jóhann Páll Símonarson.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Væri ekki rétt að sjá stjórnarsamninginn áður en efnt er til óláta

Ég skora á ykkur öll að fara inn á www.nyttlydveldi.is og styðja við þetta mikilvæga mál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við skulum halda ró okkar Jóhann. Nú gildir að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp öflugt innra starf og mæti málefnalega sterkur til kosninga. Mikilvægast er að greina orsakir efnahagshrunsins og móta nýja peningastefnu. Það er ekki nóg að setja Jón Baldvin eða Jón Sigurðsson í stól Davíðs.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.1.2009 kl. 20:23

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Hólmfríður.

Fólk er ekki sátt vð hugsanlega nýja Ríkistjórn ef hún verður eins og er eru ekki horfur að svo er.

Skúli Helgason og hans félagar hafa grafið undan Samfylkingu með allskonar undanbrögðum sem er ekki sæmandi nokkrum manni sem vill taka sig alvarlega. 

Það er ömurlegt til þess að vita hvernig Samfylkingarfólk hefur komið fram við Sjálfstæðisflokkinn þeim hefði verið nær að fara eftir Geir.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 30.1.2009 kl. 17:59

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Loftur.

Ég er ekki sáttur að flokkur Samfylkingar sem gengur til samstarf við Sjálfstæðisflokk skuli ekki standa undir nafni. Samfylkingin hefur misst alla trú og traust þjóðarinnar. Eins hefur komið í fréttum að þar liggi ringulreið innan flokksmanna.

Það er rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka til hjá sér á því liggur ekki nokkur vafi.

Tek undir orð þín varðandi að rannsaka hvað fór úrskeiðis.

Ég yrði ekki hissa að Jón Sigurðsson kæmi til baka. Samfylking hefur ætið varið sína menn þótt þeir hafi hætt.

Peningastefna.  Tökum upp dollar í stað krónu ekki norskar krónu eins og Steingrímur J Sigfússon. Norðmenn eiga ekki að ráða ferð okkar í peningamálum.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 30.1.2009 kl. 18:14

5 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Sæll Jóhann

ég man ekki betur er við sigldum saman á Brúarfossi þá hafir þú dásamað Samfylkinguna og R-listann sáluga og hrifist af Ingibjörgu S og éja grími .?

og reynt að krisna skipsfélaga þína til styðja R-listann og X-S .

Þú hefur greinlega Umpólast að hætta á sjónum .

kv

Guðjón

Guðjón Ólafsson, 1.2.2009 kl. 17:20

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæll Jóhann.

Ég get vel hugsað mér að við gerum Norsku Krónuna að stoðmynt, undir Myntráði. Hún er líklega ekki jafn stöðug og US Dollar og notkun hennar er ekki jafn útbreidd, en hugsanlega hefur hún einhverja kosti umfram USD, þótt enginn hafi getað bent mér á þá.

Norðmenn ráða engu um peningastefnuna í landinu, þótt við notum Krónuna þeirra sem stoðmynt. Við getum líka skipt auðveldlega yfir í USD síðar, ef NKR reynist ekki vel.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.2.2009 kl. 17:43

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll félagi. Eitt sinn sagðir þú í svari þínu að stór orð væru ekki hjá þér eða staðlausar fullyrðingar.Hvað ert þú að gera þá í þessum skrifum þínum eða heldur þú að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki búinn að klúðra nógu miklu með hroka og vanhæfni.

Guðjón H Finnbogason, 3.2.2009 kl. 17:31

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðjón.

Það er lámarks krafa sem ég geri til þín að þú farir rétt með. Ég hef aldrei sagt þessi orð sem þú ert að segja við mig. Ég er búin að vera flokksbundin Sjálfstæðismaður og skammast ekkert fyrir það.

Þess vegna skil ég þig ekki hvert þú ert að fara að bera uppá mig rangar sakir. Ég veit ekki annað enn að ég hafi barist fyrir þig í málefnum farmanna eins og aðra.

Guðjón ég bið guð að blessa þig. Ég ætla ekki að standa í stælum við menn sem bera rangar sakir á saklaust fólk. Enn lengi má mann reyna.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.2.2009 kl. 21:48

9 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Loftur.

Þarna er ég ekki sammála þér fyrir það fyrsta. Norðmenn vilja ekki okkur inn í þeirra bandalag. Hins vegar hefur þú verið með fagleg rök og góða yfir sýn um upptöku Dollar í stað krónu sem hefur sannfært mig meira og meira að við eigum að fara þessa leið. Af þeirri stefnu hef ég ekki vikið og mun halda þeirri umræðu áfram.

Þú sjálfur hefur skrifað mjög faglegar greinar um þessi mál og margir hafa stutt þig í þeim málum. þess vegna skil ég ekki þessa umræðu um Norsku krónuna það hafa enginn fagleg rök komið fram.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.2.2009 kl. 21:58

10 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðjón H Finnbogason.

Ég sé ekkert í mínum orðum sem eru stór nema sannleikur um lífið og tilveruna. Enn það pirra þig hlutir sem snúast um flokkspólitík sem virðist ganga þér nærri það lítur þannig út fyrir mig.

Hvað er ég að gera. Því til að svara tala um staðreyndir. Ég vil burtu Samfylkingu, Vinstri Græna, og Frjálslyndaflokkinn þetta eru aftur halds flokkar sem munu halda okkur í heljargreipum það er mín skoðun Guðjón. Það sást best í fréttu í kvöld hvernig þetta byrjar. Hugmyndir um hækkun skatta, afnema hvalveiðar, og gera fólkið atvinnulaust sem hugsanlega gæti haft lifibrauð af þessu. Er það sem þú vilt Guðjón ég get varla trúað því þú sjálfur sjómaðurinn.

Sjálfstæðisflokkurinn gerði margt gott fyrir okkar þjóð. Það sem fór norður og niður eiga allir flokkar sök á það er eftirlitskerfið það brást hrapalega undir það tek ég. Það voru nær allir Alþingismenn sem samþykktu lögin að mig minnir. Var það annars ekki rétt Guðjón þá leiðréttir þú mig ef ég fer með rangt mál. Þetta var til þess gert að auðvelda bönkunum að starfa og létta í leiðinni bindisskilduna af bankastarfsemi á Íslandi sögðu stjórnendur bankana. Þetta voru stærstu mistök sem hafa verið gerð í íslensku viðskiptalífi. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.2.2009 kl. 22:26

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæll aftur Jóhann. Þótt ég viti nákvæmlega hvað er okkur fyrir beztu varðandi gjaldmiðilinn og þar erum við sammála, þá er ég raunsær og samningalipur. Þú ferð algjörlega með rétt mál varðandi Norsku Krónuna, að ekkert hefur komið fram, sem bendir til að hún sé betri stoðmynt en US Dollar. Samt ættum við ekki að loka á þann möguleika að samkomulag náist um NKR sem stoðmynt.

Hins vegar verður Samfylkingin ekki með í slíku samkomulagi. Það er með ólíkindum að heyra Jóhönnu kyrja sama Evru-sönginn aftur og aftur eins og trúarlega möntru. Hvílík forheimskun og hvílík sjálfsmorðs-árátta. Það er ljóst að Samfylkingin er reiðubúin til að fórna bæði fullveldi og efnahagslegu sjálfstæði, til að leggja landið undir ESB. Þátt fyrir allt er þó VG með fullri rænu.

Ég var þess fullviss að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hafa vit á að taka hugmyndina um myntráð upp á sín arma. Ekki er hægt að segja að það hafi orðið ennþá, en landsfundurinn er auðvitað á nærstunni. Menn eru ennþá lamaðir eftir áfallið sem efnahagshrunið olli og húka ennþá lafhræddir í skotgröfunum. Vonandi fara menn að skilja, að þeim sem ekki bjóða upp á skýra stefnu og fumlausa forustu, mun verða hafnað í nærstu kosningum og til langrar framtíðar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.2.2009 kl. 23:30

12 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Loftur.

Varðandi Norsku krónuna hún uppfyllir ekki kröfur mína um rök að við tökum hana upp.

Enn og aftur Loftur þín rök um Upptöku Dollar í stað krónu eru við sammála um.

Jóhanna er frekja sem þykkist ráða öllu það sást best í kvöld fréttum. Það er ég sem ræð. Mín tími er kominn muna allir, þegar hún fékk ekki sínu framgengt þá gekk hún úr flokknum.

Ég tek undir með þér flokkur Samfylkingar vill selja sjálfstæðið þjóðarinnar fyrir smá aura. Það vekur athygli mína hvað flokkurinn hefur fjarlægst sína kjósendur.

Vinstri Grænir er öfgaflokkur sem ekki einn einasti sem hefur vit í kollinum á að bendla sig við. Kolbrún Halldórsdóttir á að vera úti að bíta grass.

Loftur það er mín von að þú fáir þínu fram á landsfundi Sjálfstæðismanna þín rök eru skýr og erfitt að hrekja. Enn það eru alltaf öfl sem eru á móti. Eitt er víst að Björn Bjarnason og Jóhann Páll Símonarson eru með sömu stefnu og þú sjálfur.

Það er góður kostur að færa rök fyrir sínu máli.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 4.2.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband