13.11.2010 | 19:04
Út með þá.
Lífeyrissjóðurinn Gildi er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra enn málið sættir bið hugsanlega vegna manneklu. Í næstu vikur mun ég senda embætti Ríkislögreglustjóra ítrekun hvað líði rannsókn á máli sem efnahagsbrotadeildin hefur ákveðið að taka til rannsóknar. Frá því að ákveðið var þann 23 september 2010 hefur ekkert gerst í þessu máli. Ég hef skrifað bréf til Fjármálaeftirlitsins og fengið svör frá þeim að þeir væru bundnir þagnaskyldu, og hafa ekkert að hafst neitt í þessu máli. Þrátt fyrir að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið að taka málið til rannsóknar. Það er greinilegt að regluverkið í kringum lífeyrissjóði er betra fyrir þá sem ráða og fara með völdin enn nokkurn það kerfi sem Breznef lét sér detta í hug að setja.
Hinsvegar er hægt að benda fólki á í opinberi umræðu, virtist það þykkja eðlilegt og sjálfsagt, hversu absúrd sem það kann að hljóma, að stjórnendur á Íslandi sem gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning víki úr starfi tímabundið á meðan opinber rannsókn á meintum ólöglegu athæfi þeirra eru í gangi. Þrátt fyrir það sitja þessir sömu menn áfram í sínum sætum með samþykki Fjármálaráðherra og Fjármálaeftirlits sem beita sér ekkert í þessum máli. Það má vel vera að það sé vegna kaupa á Vestia þar sem sjóðurinn minn á hlut í gegnum Framtakssjóðs á meðal fyrirtækja eru Icelander og Húsasmiðjan sem dæmi. Þess skal getið hugsanlega hefur áreiðanleika könnun á stöðu þessar fyrirtækja ekki farið fram, sem er mjög alvarlegur hlutur ef svo er. Annað dæmi þar sem reynt er að þurrausa lífeyrissjóði okkar í að byggja upp vegakerfið okkar. Vegna þess að það má ekki styggja stjórnendur lífeyrissjóða við ótta að þeir neiti því að setja fé í þessa vegagerð sem eru fyrirhugaðar eru á næstunni. Hafa sjóðsfélagar verið spurðir hvort þetta sé í lagi. Svarið er einfalt nei.
Það er greinilegt að laga- og regluverk í kringum lífeyrissjóði er hugsað með hagsmuni þeirra sem ráða yfir peningum okkar. Tökum dæmi með Gildi þar stjórna 80 fulltrúar frá atvinnurekendum og 80 fulltrúar frá aðildarfélögum verkalýðsins, sem fara með öll völd fyrir nær 40 þúsund sjóðsfélaga. Snillingarnir í Gildi hafa tapað þúsundum miljóna króna í snarvitlausum fjárfestingum, sem dæmi lánuð þeir nær 4 miljarða króna án veða til banka sem var í eigu útrásavíkinga. Megnið af hlutabréfa safni er tapað og afskrifað sem nemur miljörðum króna. Enn er óuppgert við bankana gjaldmiðlasamningar upp á rúma 20 miljarða króna. Á sama tíma er búið að skerða réttindi sjóðsfélaga um 17% hvað skildi næsta skerðing verða ef þessir rúmir 20 miljarðar tapast? og hver verður staðan þá? Samkvæmt skýrslu frá fjármálaeftirlitinu fyrir árið 2009. þá var raunávöxtun árana 2005 - 2009 - 1,7 % meðalávöxtun var -1%. heildarskuldbindingar voru -11,6% sem getur leitt til greiðslufalls ef ekki tekst vel til.
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun á meðal sjóðsfélaga sem vilja að stjórn og stjórnendur lífeyrissjóðsins víki til hliðar á meðan rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra stendur yfir og skipaður verði umsjónamaður á meðan rannsókn stendur yfir. Hér er vefur sem sjóðsfélagar geta skrifað undir. http://it-cons.com/gildi/index.php
Jóhann Páll Símonarson.
24.10.2010 | 23:50
Lýðræðið í Gildi.
Lengi hafa sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum Gildi barist fyrir lýðræðinu í Gildi að sjóðsfélagar greiði sjálfir atkvæði á árfundum sjóðsins. Samkvæmt samkomulagi ASÍ og Atvinnurekenda á sínum tíma gerðu verkalýðsfélög innan vébanda ASÍ með sér samkomulag að helmings fulltrúa kæmu frá Atvinnurekendum og hinn helmingurinn kæmi frá verkalýðsfélögum. Samtals eru þetta 160 fulltrúar sem fara með valdið í Gildi 80 fulltrúar frá hverjum hluta. Stjórnarformennskan kemur frá atvinnurekendum annað hvert ár það sama gildir um verkalýðhreyfinguna. Finnst sjóðsfélögum þetta lýðræði þegar greiðendur sjóðsins voru árið 2009 39,672 félagar. það er ekki lýðræði þegar 160 fulltrúar skulu hafa yfirráð yfir nær 40 þúsund greiðendum í sjóðsins og hinir sitja á hakanum og verða að halda kjafti og standa eins og þeir segja.
Samkvæmt skýrslu frá Fjármálaeftirlitinu sem er frá 31 desember 2009 þá kemur í ljós að raunávöxtun sjóðsins frá 2005 til 2009 var -1,7% meðalávöxtun var -1% hugsið ykkur þetta var á gullárunum þegar allt lék í lindi. Samkvæmt skýrslu Árna Guðmundssonar framkvæmdarstjóra sjóðsins sem fram kom á ársfundi sjóðsins árið 2010, varð lífeyrissjóðurinn að afskrifa 4,337 miljarða króna í Glitnisbanka banka stærsti liðurinn voru skuldabréf sem ekki voru með veðum hugsið ykkur ekki með veðum. Enn er óljóst með gjaldeyrisskiptasamninga uppá 20,786 miljarða króna sem getur haft veruleg áhrif á framtíð sjóðsins og ekki enn séð fyrir endanum á þeim hluta. Afskriftir af fyrirtækjaskuldabréfum, og skuldabréfum banka, og fjármálafyrirtækja á árinu 2008 - 2009 voru 22,970 miljarðar króna sem nemur 10% af eignum sjóðsins. Hugsið ykkur tapið.
Samkvæmt tryggingarfræðilegri úttekt þá var staðan - 11,6% sem mun leiða til greiðslufalls ef ekkert verður að gert. Auðvita það er búið þegar að skerða um 17% hjá sjóðfélögum sem komnir eru á aldur eða búa við skert kjör. Síðasta skerðinginn tekur gildi þann 1 nóvember hjá þeim sem hafa skilað sínu ævistarfi. Það er margt enn sem er óljóst sem ég ætla að láta bíða síðari tíma. Enn ég skil vel stjórn Landsambands Smábátaeigenda sem vill að stjórn og stjórnarmenn víki þá tillögu bar ég upp á síðasta ársfundi sjóðsins hún var felld með öllum greiddum atkvæðum þeirra sem hafa valdið í Gildi, fulltrúar Sjómannafélags Íslands gengu af fundi og tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni sem er ömurlegt að félagi sem á að vinna fyrir sjómenn.
Sjóðfélagar í Gildi. Jóhann Páll Símonarson er ekki hættur að berjast nú er sú staða uppi að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að sjóðurinn sæti rannsókn enn sættir bið. Fjármálaeftirlitið hefur fengið bréf frá mér, þar sem ég óska eftir að stjórnarmenn og stjórnendur verði leystir frá störfum á meðan sjóðurinn sættir rannsókn og sjóðnum verði skipaður umsjónarmaður. Sjáum hvað verður næst.
Jóhann Páll Símonarson.
Telja stjórn Gildis eiga að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2010 | 23:22
Hvaða eiginlega pr fyrirtæki sendi út fréttatilkynningu fyrir Gildi.
Stjórnir lífeyrissjóða hafa verið skipaðar stjórnarmönnum þeirra sem þurfa á fé að halda. Öðru vísi verða fjárfestingar sjóðanna vart skýrðar. Fjárfestingarnar sem skilað hafa okkur sjóðfélögum gífurlegu tapi sem nemur miljörðum króna í formi hlutabréfa og skuldabréfa þar sem veð standa ekki undir kröfum og eru síðan afskrifaðar. Við, almennir sjóðsfélagar, sættum því hins vegar að setja trygg veð til tryggingar á lántöku okkar ef við viljum taka fé að láni. Í kjölfar gríðarlega taps sem var árið 2008 59,6 miljarðar króna árið 2009 þá var reiknisreglum breitt í líflíkur árana 2004 - 2008 þar með var tapið ekki í miljörðum heldur miljónum til að fegra bókhaldið. Tapið árið 2009 var þá 52.067 miljóna króna hjá lífeyrissjóðsins Gildi. Þess skal getið að stjórnendur Gildis tóku þátt í skuldabréfa útboði Glitnisbanka fyrir 3,69 miljarða króna sem eru nær þrjú þúsund og nær 700 hundruð miljónir króna án veða hugið ykkur án veða.
Ég tel það skildu efnahagsbrotadeildar að rannsaka lífeyrissjóðinn Gildi og skildu Fjármálaeftirlitsins að leysa stjórn og framkvæmdarstjóra undan starfskildum sínum tafarlaust. Nú má Vilhjálmur Egilsson segja við mig að ég hafi lesið Rannsóknarskýrslu Alþingis eins og skrattinn hefði lesið biblíuna og notað vef Samtaka Atvinnulífsins til að vekja mig tortryggilegan. Þetta sínir í raun hvernig Verkalýðshreyfinginn er undir hælnum hjá Atvinnurekendum og nota þau öfl sem þeir geta til að sverta andstæðinginn. Það sést best hvernig þeir reyndu með öllum tiltækum ráðum að ráðast á mig persónulega og Ríkisútvarpið því líkir helvítis aular.
Jóhann Páll Símonarson.
Málið skal sæta rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2010 | 22:16
Þeir hafa ekkert lært
Lífeyrissjóðurinn minn, lífeyrissjóðurinn Gildi, hefur tapað þúsundum miljóna króna á íslensku sparisjóðum og bönkunum. Nærtækasta er að minnast á víkjandi skuldabréf sem ábyrðarmenn sjóðsins keyptu af Glitni sem nam rúmum þremur miljörðum króna eða á mannamáli rúmum 30 þúsund miljónum króna. Það bréf var ekki virði pappírsins sem það var skrifað á nokkrum vikum fyrir hrun allra íslensku bankanna. Hér er aðeins tilfært eitt lítið dæmi um tap lífeyrissjóðsins á íslensku sparisjóðunum og bönkunum.
Rannsóknarskýrslan
Heil rannsóknarskýrsla er komin út um hrun bankakerfisins. Margan lærdóm má draga af lestri hennar,en tíðindi upp á síðkastið benda ekki til þess að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafi gefið sér tíma til þess að lesa, hvað þá læra. Það er stundum sagt að brennt barn forðist eldinn, en ekki íslenskir lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóðirnir, þar með talin minn lífeyrissjóður, voru nefnilega að leggja bönkunum til meira fé. Þeir voru nefnilega að kaupa af Íslandsbanka og Landsbanka stóra hluti sem bankarnir eignuðust í kjölfar þess að þáverandi eigendur þeirra og rekstraraðilar tæmdu viðkomandi bankastofnanir af fé. þetta voru ekki hlutir sem bankarnir kusu sjálfir að kaupa, ekki voru þetta fjárfestingar til framtíðar, heldur voru þetta eignahlutir sem höfnuðu hjá nýju bönkunum þegar hinir fóru á hausinn. það eru þessir hlutir sem lífeyrissjóðirnir eru nú að kaupa í Icelander í gegnum framtaksjóð í eigu lífeyrissjóðanna, líka lífeyrissjóðurinn minn, lífeyrissjóðurinn Gildi.
Tap
Fyrst tapa lífeyrissjóðirnir á sparisjóðunum og bönkunum, Hannesi Smárasyni, Finni Ingólfssyni og Jóni Ásgeiri, svo bíta forsvarsmenn þeirra höfuðið af skömminni með því að losa bankana við hlutina sem þeir eignuðust vegna fjármálasnilli nokkra útrásavíkinga. Sjóðsfélagar í lífeyrissjóðnum Gildi hafa ekki verið spurðir hvort þeir hafi viljað fjárfesta í áhætturekstri flugfélags sem hér um ræðir og heitir Icelander sem á það til að ganga yfir sína starfsmenn á skítugum skónum. Sjóðfélagar eru ekki spurðir hvort þeir telji það arðvænlegt að greiða niður fargjöld og auglýsingarherferðir fyrir útlendinga sem ferðast vilja á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Væri lífeyrissjóðum veitt lýðræðislegt aðhald er óvíst að fjárfestingar af þessu tagi til nýju bankanna yrðu samþykktar. Hvert mannsbarn veit að SAS, British Airways og fjöldi flugfélaga um allan heim eiga í gríðarlegum rekstrarerfileikum. Við þessar aðstæður kjósa ábyrðamenn íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta yfir 30% hlut fyrir 3 miljarða króna eða 30 þúsund miljónir króna í flugrekstri. Menn hljóta að spyrja sig hvort skýringar á þessum fjárfestingum nú eigi það sammerkt með skýringum sem gefnar eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á annars konar fjárfestingum ( 4. bindi, bls. 210 - 211). Forsvarsmenn lífeyrisjóða halda áfram að gera það sem þeir vilja - að sukka að mínu áliti - og halda áfram að vaða á skítugum skónum yfir sjóðsfélaga án þess að halda fundi um málið eða spyrja sjóðsfélaga um formlegt leyfi af þeirra hálfu þegar um er að ræða gífurlegar fjárfestingar úr sjóðum sjóðsfélaga sem eru hinir raunverulegu eigendur að fé sem þeir eiga í lífeyrissjóðum landsmanna. Þess skal getið að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna virðist ekkert hafa lært af þúsunda miljóna króna tapi, annars væru þeir nú að fjárfesta í Kína sem dæmi, ekki í flugfélagi sem ekki getur staðið í fæturna. Lýðræðislegt aðhald að stjórnendum lífeyrissjóðanna er lífspursmál fyrir vinnandi fólk á Íslandi. Þess vegna þurfum við sjóðsfélagar að berjast saman að því að koma atvinnurekendum burtu út úr lífeyrissjóðum sem þeir sitja í, þeir hafa nefnilega ekkert þar að gera nema að tryggja sínum félögum aðgang að ódýru fé. Er ekki tími til komin að við sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum rísum upp og gerum alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð sem nú eru viðhöfð af hálfu þeirra 16 lífeyrisjóða sem eiga aðild að framtaksjóð Íslands?.
Þess skal getið þessi grein er í mbl í dag á bls 16.
Jóhann Páll Símonarson.
28.6.2010 | 12:26
Hvernig fór mál við Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar?
Rétt fyrir borgarstjórnar kosningar sl fór Dagur B Eggertsson forystumaður Samfylkingar og óskaði eftir skýringum á sexþúsund og fjögurhundruð miljóna króna sem ekki fer í útboð á vegum Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar þá er átt við að aðeins 14% fer í gengnum útboð og rammasamninga og restin 86% fer ekki í útboð, hér er um að ræða gífurlega peninga skattborgara Reykjavíkur. Mikil leynd hefur ríkt yfir þessu að hálfu allra flokka sem starfað hafa í borgarstjórna flokkunum til fjölda ára og ekkert hefur breyst síðan, ekkert hefur heyrst í Degi B Eggertssyni síðan hann bar þessa fyrirspurn fram í lok mars mánaðar 2010 sama leynimakkið heldur áfram ekkert hefur breyst síðan Dagur B Eggertsson hrópaði eftir að leyndinni yrði aflétt.
Borgarstjórnaflokkarnir hafa borið fyrir sig trúnaði við innkaup Reykjavíkurborgar á ýmsum aðföngum sem keypt eru. Það vekur undrun í stjórnkerfi borgarinnar að ekki sé allt upp á borðum varðandi að leita leiða til hagkvæmi í rekstri sem er vilji borgarbúar. Nú óska Íbúar í Reykjavík eftir skýringum og svörum hvernig málin standa þetta ætti að vera auðvelt fyrir Dag að upplýsa okkur borgarbúa í Reykjavík.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2010 | 15:33
Laxveiði ferðir á vegum Kaupþings banka.
Nú liggur fyrir að 2 starfsmenn Kaupþings liggja nú undir grun að hafa hugsanlega brotið af sér í starfi? Það eitt mun koma í ljós þegar rannsókn málsins líkur. Það er hinsvegar alvarlegur hlutur þegar einstaka starfsmenn í eignastýringu lífeyrissjóðsins Gildi skuli hafa þegið boð um að fara í laxveiðiferðir á vegum bankans með vitneskju framkvæmdarstjóra sjóðsins. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. það vekur undrun að starfsmaður eignastýringar Gildis skuli hafa stundað verbréfa brask auðvita til að græða með leyfi þeirra sem stjórnuðu. Fjárfestingar íslensku lífeyrissjóðanna hafa farið illa, ekki síst skuldabréfa eign þeirra sem var gefin út af hinu föllnu félögum. Þessi bréf voru ekki tryggð með veðum. Ég spyr af hverju voru ekki tekin veð? Þarna er gerður greinamunur á sjóðsfélögum sem sitja ekki við sama borð, varðandi veðhæfni. Ég get ekki séð annað að sérstakur saksóknari verði að komast að hvers vegna voru ekki trygg veð tekin?
Vilhjálmur Egilsson er ósvífinn þegar hann vænir þá sem hafa gert athugasemdir við rekstur lífeyrissjóðsins Gildi í innlendum fréttum: mbl 6.5. þegar hann fullyrðir að gagnrýni á lífeyrissjóði ómálefnalega,, Hugsið ykkur hrokann í Vilhjálmi enn hann gleymir því að minnast á þegar hann sjálfur bað fundastjóra að vísa fréttamönnum á dyr þá spyrja sjóðsfélagar hvað er verið að fela? af hverju mega góðir fréttamenn og sjónvarpsmenn ekki upplýsa þjóðina um málefni lífeyrissjóðsins Gildi?.
Skrýtið í einu orði sagt. Enn hann sjálfur tók sér það vald með leyfi fundastjóra Þórarinn V. Þórarinssonar að tala í rúma 1 klst um ekki neitt. Auðvita til að þreyta sjóðsfélaga og lýsa hvað hann er snjall, enn því miður var þetta skot út í hafs auga. Vilhjálmur gengur svo langt að tala niður til sjóðsfélaga þegar hann segir þetta vera: Ómálefnalega, gaspur, eða beinlínis rógburður segir Vilhjálmur Egilsson í sömu grein,,. Vilhjálmur skal vara sig á því að tala um rógburð í 3 merkingu því hann þorir ekki annað að segja þetta með þessum hætti. Vegna þess að þessir fulltrúar eru komnir upp við vegg. Því nú er farið að hóta fólki, Það felst með þeim hætti að Vinnuveitendur með ASÍ og verkalýðsforkólfum munu snúa sér að lífeyriskerfinu auðvita til að verja sinn haga. Spillingin heldur áfram.
Það er skoðun margar sjóðsfélaga að sérstakur Saksóknari kalli nú Framkvæmdarstjóra, yfirmenn, fyrrverandi sjóðstjóra, Vilhjálm Egilsson og Sigurð Bessason á sinn fund og láta þá svara fyrir gríðlegt tap sem hefur orðið á undanförnum 2 árum sem nemur miljörðum króna, og hefur orðið til þess að lífeyrisréttindi hafa verið skert um 10% á síðasta ári og nú stendur fyrir dyrum að skerða um 7% í tveimur áföngum, samtals 17% eru menn ekki búnir að fá upp í kok á þessu fólki.
Þess skal getið að enn þarf ég að standa í stælum við framkvæmdarstjóra lífeyrissjóðsins Gildi vegna spurninga sem ég hef lagt fyrir þá. þeim hefur ekki verið svarað enn síðan á árinu 2009.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 11:12
Sjómannafélag Íslands krefst afsagnar framkvæmdarstjóra og stjórnar.
Stjórn Sjómannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af stöðu lífeyrissjóðsins Gildis, þar sem tapast hafa gríðarlegir fjármunir. Tapið veldur því að réttindi sjóðsfélaga hafa verið skert nú í annað sinn á tveggja ára tímabili.
Ekki verður séð fyrir endann á tapi sjóðsins þar sem óvissa er um niðurstöðu margra mála er varandi fjármuni sjóðsins. Framkvæmdarstjóri og stjórn sjóðsins virðist ætla að axla ábyrgð á hörmungum sjóðsins með því að sitja sem fastast.
Fram til þessa dag hafa flestir félagsmenn Sjómannafélags Íslands verið með skildu aðild að Lífeyrissjóðnum Gildi áður Lífeyrissjóður Sjómanna. Í ljósi aðstæðna telur félagið rétt að skildu aðild að ákveðnum sjóðnum verði aflétt.
Félagið mun vinna að því að félagsmenn þess hafi frelsi til þess að velja sér lífeyrissjóð.
Stjórn Sjómannafélags Íslands krefst þess að framkvæmdarstjóri ásamt stjórn axli ábyrgð og segi af sér nú þegar.
Undir þetta ritar fyrir hönd stjórnar.
Helgi Kristinsson, formaður.
Þessu ber að fagna og þess er vænst að fleiri Sjómannafélög taki undir þessi orð. Sjómenn á hafi úti eru að fara á límingunni þar kraumar undir. Enda hef ég verið í stöðugu sambandi við þá á netinu. Það er einrómur að framkvæmdarstjóri, og stjórn segi af sér vegna vanrækslu í starfi. Það getur ekki verið eðlilegt hvernig þeir hafa komið fram við sjómenn og sjóðfélaga. Það vekur furðu framkvæmdarstjóra að segja nýlega að þeir hafi verið plataðir í sínum fjárfestingum. Og síðan ætla þeir að verja sig nú með því að bæta sig furðuleg rök. Burtu með þessa menn.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2010 | 23:33
Ársfundur Gildis - lífeyrissjóðs 28. apríl 2010.
Ársfundur Gildis - lífeyrissjóðs verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 17. á morgun þann 28. apríl 2010. Sjóðsfélagar eru hvattir til að fjölmenna á fundin. Fyrir liggur bréf um afsögn framkvæmdarstjóra, sjóðstjóra og stjórnar lífeyrissjóðsins Gildi. umrædd bréf barst til Gildis 21 apríl 2010. Var móttekið hjá Fjármálaeftirlitinu sama dag kl 13,30. þess er óskað að Fjármálaeftirlitið taki yfir alla stjórn og starfsemi lífeyrissjóðsins á meðan farið verður í gegnum öll gögn og lánasöfn og rækilega úttekt fari fram á stöðu sjóðsins, tap sjóðsins verði skýrt á fullnægjandi hátt og gerð grein fyrir hagsmunagreiningu af hverju fór sem fór. Þetta er forsendan fyrir því að réttur sjóðsfélaga verði tryggður til lengri tíma. Það er komin tími á ábyrgð í stað eyðslu.
Það er ekki að ástæðulausu að sjóðsfélagar taka sig saman og vilja fulltrúa atvinnurekenda, og fulltrúa verkalýðhreyfingar burtu úr þessum sjóð vegna þess gífurlegt tap sem hér um ræðir sem mér reiknast um 100 miljarðar króna á tveimur árum. Rekstrarkostnaður var á síðasta ári 2009 rúmar 271 miljónir króna. Laun framkvæmdarstjóra rúmar 19 miljónir króna, laun sjóðstjóra rúmar 19 miljónir króna. Laun stjórnarmanns rúmar 12 hundruð þúsund krónur í vinnutímanum, varaformaður 12 hundruð þúsund í vinnutímanum, síðan eru stjórnarmenn með 710 þúsund krónur í vinnutímanum. Heildarlaun þessara manna eru rúmar 30 miljónir króna.
Við sjóðsfélagar erum búnir að fá nóg af þessum stjórnendum sjóðsins þó fyrr hefði verið. Að endingu sjóðsfélagar mætum á morgun á Grand- Hótel sýnum samstöðu og segjum þessu fólki upp störfum það getur ekki verið stefna sjóðsfélaga að eiga ekki fyrir skuldum.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2010 | 11:47
Eru erlendir sérsveitamenn á leið til landsins?
Snorri Magnússon formaður Landsambands lögreglumanna, segir lögreglunar óttast aðgerðaleysi stjórnvalda í kjölfar birtingar á rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segir að lögreglumenn muni hugsa sig tvisvar áður en þeir hætti lífi sínu til að verja dauða hluti verði önnur bylting enda sé mikill órói innan lögreglunar vegna lausa kjarasamninga. Hann segir kvíða viðbrögðum við rannsóknarskýrslunni. Búast megi við að umræðan í þjóðfélaginu verði þannig að fólk muni skiptast í tvær fylkingar. Þá krefjast menn meiri aðgerða en stjórnvöld boði og hina sem telji að aðgerðir í kjölfar skýrslunnar séu of miklar og jaðri við nornaveiðar.
Snorri óttast að aðgerðaleysi stjórnvalda geti leitt til viðlíkan ástands og uppi voru í samfélaginu þegar verst lét í búsáhaldabyltingunni, þegar lögreglumenn urðu fyrir ítrekuðum árásum við skyldustörf. Hann segir mikinn óróa fyrir á meðal lögreglumanna vegna lausra kjarasamninga og nú bætist við álag vegna rannsóknarskýrslunnar þar ofan á. Hætta sé fyrir hendi að lögreglumenn mæti ekki til starfa. Þeir muni sjálfsögu sinna starfskyldu sínum en þetta sé það sem menn ræða sín á milli. hann leyfi sér að efast um að margir gefi kost á sér í að verja með lífi og limum dauða hluti og þeir gerðu í búsáhaldabyltingunni meðan fjölskyldur heima höfðu áhyggjur:
Getur það verið að stjórnvöld séu að undirbúa að sérsveitamenn frá erlendum ríkjum séu á leiðinni til landsins og muni ganga í löggæslustörf lögreglumanna sem nú eru samningslausir? Ef þetta er rétt, þá mun hér geysa upplausn í þjóðfélaginu, enda er búið að afnema verkfallsrétt á flugumferðastjóra sem dæmi flokkar verkalýðsins sem settu löginn. Reiðinn er mikill á meðal fólks í dag ekkert hefur verið gert til að laga samfélagið aftur þrátt fyrir loforð og efndir. Fjölmiðlar hafa hreinlega brugðist í öllu þessu máli sjálfsagt vegna ótta starfsmanna að missa atvinnu sína.
Það getur ekki verið stefna stjórnvalda á hverjum tíma að hafa löggæslumál í molum, og segja við lögreglumenn við ætlum ekki að semja við ykkur um kaup og kjör innan sviga haldið þið kjafti. Það eru ekki til peningar til að greiða ykkur. Þetta voru svipuð svör og flugumferðastjórar fengu beint í andlitið. Er það ekki alvarlegur hlutur þegar hellum er kastað í lögreglumenn þegar þeir eru að halda æstu fólki í skefjum að eyðilega til dæmis Alþingishúsið. Hver vill missa limi eða vera dauðans matur eftir slík átök? Er fólkið ekki sammála lögreglunni að hún verður að halda uppi lögum og reglum í landinu? Þetta eru spurningar sem þjóninn verður að svara.
Ég vil vara við ef þjóðin tekur valdið í sínar hendur, slíkt gerðist fyrir stuttu á erlendri grundu þar sem lögreglumenn réðu ekki við fólkið sem rak fulltrúa þjóðarinnar burtu úr sínu sætum og þeir flúðu burtu og hafa ekki sést síðan. Valdið fór í hendur þjóðarinnar sem skipaði sitt fólk í æðstu stöður. Þetta gæti gerst hér á landi og um leið væri fjórflokkakerfið liðið. Ég tel að þjóðin verði að hlusta á Snorra Magnússon formann lögreglumanna það sem hann bendir á alvarleika í samskiptum stjórnvalda og lögreglumanna.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.4.2010 | 23:03
Glæsilegur árangur.
Það er ekki á hverjum degi þegar ungt fólk vinnur til silfurverðlauna í suður amerískum dönsum á Junior Dance Festival í Blackpool á Englandi í dag frábær árangur hjá þessum ungu pörum. Þess skal getið að lítið hefur verið fjallað um keppnir í dansi á undanförnum árum og virðist lítill áhugi fjölmiðla á því máli, nema ef það væri fótbolti eða handbolti þá stendur ekki á 365 miðlum eða RÚV að senda sína íþróttafulltrúa á staðinn og vera með beina útsendingar á staðnum frá þessum kappleikjum.
Sigurður Hólm fyrrverandi sjómaður og mikill áhugamaður um dans listina hefur ferðast víða um landið til að fræðast og sjá þessa listsköpun, þegar ungt fólk og þeir sem eldri eru að dansa. Hann segir sjálfur að dansinn sé hans áhugamál frá því að hann gat fyrst stigið í fæturna þvílíkur er áhuginn. Sigurður Hólm hefur barist í tugi ára fyrir að sjónvarpið sýni frá danskeppnum erlendis og hérlendis og meira segið gengið á fund útvarpstjóra Páls Magnússonar og bent honum á hvað óréttlætið er mikið þegar gert er upp á milli íþróttagreina þar á meðal er dansinn sem er útundan í umfjöllun um íþróttir. Þrátt fyrir allar ferðir og hringingar hefur honum orðið lítið ágengt í sinni baráttu, enn dropinn holar steininn segir máltækið.
Morgunnblaðið er eini fjölmiðill sem hefur fært Íslendingum fréttir af unglingum eða þeim sem hafa slitið barnskónum öll hafa þau keppt fyrir Íslands hönd og komið með verðlaunagripi heim hvort það sé gull, silfur, eða brons. Þessi árangur vekur mikla athygli erlendis og um leið góð landkynning fyrir Íslendinga. Það væri óskandi að sjónvarpstöðvar myndu ekki gera uppá milli íþróttagreina og færu nú að fjalla um þessa grein íþrótta.
Margrét Hörn Jóhannsdóttir, Höskuldur Jónsson til hamingju með ykkar frábæra árangur haldið áfram á ykkar braut. Þið eruð stolt okkar íslendinga, þjóðin hvetur ykkur áfram.
Jóhann Páll Símonarson.
Hrepptu silfrið í suður-amerískum dönsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)