Reykjavík 6 apríl 2010.

Ég undirritaður Jóhann Páll Símonarson bauð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 23 janúar 2010 undir kjörorðunum: Að hlusta, ákveða og framkvæma. Fólkið raðaði mér í 14 sætið með 2293 atkvæði af 7193 sem kusu í þessu prófkjöri. Fyrir þetta er ég þakklátur öllum sem kusu mig. Nú hef ég hins vegar ákveðið að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa starfað þar frá því að Davíð Oddsson var að byrja í menntaskóla og áður enn núverandi formaður fæddist.

                      Ástæðan að ég segi mig úr Sjálfstæðisflokknum.

Í tvígang hefur flokkeigendafélag Sjálfstæðisflokksins beitt mig ofríki og hefur reynt ítrekað að koma í veg fyrir framgang minn á vegum Sjálfstæðisflokksins. Það virðist sem mínar stjórnmálaskoðanir henti ekki aðli flokksins. Það er mín skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst uppruna sinn, og sé ekki lengur sá flokkur sem almúginn getur hasla sér völd í svo sem áður var.

Mesta áhersla er nú lögð á að tengja flokkinn lögmönnum og sérfræðingum hvers konar. Sjálfstæðisflokkurinn gæti eins borið nafnið FÍL, félag íslenskra lögmanna. Það er með ólíkindum að flokkur sem kennir sig við stétt með stétt og virðingu fyrir öllum samfélagshópum skuli hafa breyst í sérhagsmunabandalag, dyggur varðhundur sérhagsmuna auðmuna og sérfræðinga á þeirra vegum.

Ég sendi þetta bréf til Sjálfstæðisflokksins í gær þar sem ég tilkynni formlega úrsögn mína úr Sjálfstæðisflokknum með formlegum hætti.

Jóhann Páll Símonarson


Mannúð, mildi og stéttarsátt

Skylt er skeggið hökunni segir í málshættinum. Það er eins með skeggið og hökuna og slagorðið stétt með stétt og mannúð og mildi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað í gegnum árin enn ekki staðið við þau orð. Hvoru tveggja er samofið sögu og hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins í gegnum árin. Í slagorðunum felst skuldbindingar okkar gagnvart þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu, þeim hafa ekki aðstæður til að vera sinnar gæfu smiður. Þeim þurfum við að rétta hjálparhönd af því að saga segir okkur og kennir okkur að við eigum að bera virðingu fyrir þessum hugsjónum. Þrátt fyrir þessar hugsjónir eru þær ekki til og flokkurinn hefur fjarlægst fólkið í landinu. 

Við eigum hins vegar ekki að hjálpa sem geta hjálpa sér sjálfir. Sú hjálp, sá skerfur, er oft tekin frá þeim sem þurfa á hjálpinni að halda. Þetta gildir gagnvart ákveðnum öldruðum og þetta gildir gagnvart ákveðnum öryrkjum hvað sem hver segir. Þessi hópar eru efnahagslegar jafn misjafnar og aðrir hópar samfélagsins en það eru líka hópar innan um sem hafa það verulega skítt. Við eigum að einbeitta okkur að þeim til að gera vel við þá. Þetta rökstyð ég með því að ekkert þjóðfélag getur gengið út frá því að geta tryggt öllum sama rétt til dæmis frá Tryggingarstofnun.

Við íslendingar eigum að taka höndum saman og styðja þá sem höllum fæti. Grettisstak í þeirra þágu þarf ekki að auka útgjöld úr almannatryggingum sem dæmi. Við flytjum fjármagn til innan kerfisins frá efnuðum eignarmönnum til þeirra sem sem ekkert eiga. Menn þurfa að hafa kjark og þora að taka á málinu strax vilji er allt sem þarf.

Enn Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar undir forystu Mörtu Guðjónsdóttur mættu líta sér nær þegar hún réðst nýlega á Fjölskylduhjálp Íslands sem eru samtök sjálfboðaliða sem beita sér fyrir að að úthluta mataskamta til þeirra sem eiga ekki fyrir mat. Þeim sem ráða för væri nær að koma til móts við Fjölskylduhjálp Íslands með peningahjálp til matarkaupa stað þess að rífa samtökin niður. Það er ekkert óeðlilegt að hjálpa eldrafólki, sjúklingum, öryrkjum og fáttæku fólki stað þess að hjálpa fullfrísku fólki sem getur hjálpað sér með örðum hætti.

 Jóhann Páll Símonarson.

 

   


Siðleysi ríkir í borgarstjórn.

Sexþúsund og 400 hundruð miljónir króna er óskað er skýringa við Innkaupastefnu Reykjavíkurborgar. Upphæðinn sem hér er um að ræða er í heild sjöþúsund og fjögur hundruð miljónir króna og 14% fer í gegnum útboð og rammasamninga restin 86% fer ekki í útboð. Mikil leynd ríkir yfir þessu að hálfu sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sem bera fyrir sig trúnaði. Nú hefur Dagur B. Eggertsson farið framá að trúnaði verði aflétt. Það er slæm stjórnsýsla að bjóða ekki allt út sem borgaryfirvöld þurfa á að halda og borgarbúar geti fylgst með hvað er í gangi, því þetta er skattfé borgarbúa sem vilja að eigur þess sé vel varið. Hinsvegar virðist þessir flokkar láta embættismenn borginnar ráða för með samþykki þeirra sjálfra vegna vinavæðingar sem virðist þeim nú dýrkeypt ef þetta reynist rétt að 86 prósent fara ekki í útboð sem er stór upphæð í krónum talið.

Það vekur undrun að Degi B. Eggertssyni skuli ekki vera þetta ljóst miklu fyrr því hann er ekki að byrja í borgarstjórn það er ekki langt síðan hann var borgarstjóri og ætti þess vegna að vera málið ljóst undan því verður ekki komist. Mér finnst þessi rök fyrrverandi borgarstjóra vera hald lítill og virkar eins og hann viti ekki hvað hann er að gera í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar. Ekki komast fulltrúar Vinstri græna heldur undan þessu máli og ekki má gleyma Ólafi Magnússyni sem var fyrrverandi borgarstjóri, ættu þeim öllum að vera málið mjög hugleikið að viðhalda vinavæðingunni þar sem skattgreiðendur borga brúsann.

Það er ekki hægt að halda úti róluvöllum fyrir blessuð börnin okkar, hreinsa götur borgarinnar sem eru fullar af drullu sem kallað er svifrík. Það er ekki hægt að taka á móti jólatrjám frá borgarbúum. Meira að segja geta skólabörn ekki fengið vinnu hjá Reykjavíkurborg í sumar og verktakar fengnir í staðinn. Á sama tíma er verið að hygla þeim sem eru flokksmenn í flokkunum. Þetta er ekkert annað enn hrein og bein spilling sem verður að afnema strax. Það verður ekki gert með fjórflokkunum sem nú eru við líði, við þurfum heiðarlegt fólk sem er með allt sitt á hreinu og jafnframt upplýsir borgarbúa um stöðu mála undanbragðalaust. Það virðist vera víða pottur brotinn í stjórnkerfi borgarinnar það verður ekki gert nema að skipa þessu fólki út í næstu kosningum.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Segir keypt fyrir milljarða án útboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða skilaboð eru þetta til formanns Sjálfstæðisflokksins?.

Þessi saga sem hér kemur fram er ekki ný á nálinni. Samkvæmt lögum og samþykktum sjálfstæðismanna sem bjóða sig fram fyrir flokkinn skuldbinda þeir sig til að ganga að vissum reglum ef kosningarþátta flokksbundina manna er ekki næg þá er talað yfir 50 prósent atkvæðisbæra manna til þess að framboðið sé lögbundið samkvæmt reglugerð. Þá hefur kjörstjórn heimild til að ráðgast með framboðið, þessi nefnd er að hluta til kosin af félögunum sjálfum. Síðan koma flokksfélög með sína félaga og þá kemur þessi spurning hvað lagði formaður í þessu tilviki til og ýmsir aðilar sem vildu hreinlega losa sig við Sigurð Guðmundsson verslunarmann úr sínu sæti og setja vini sína í þetta sæti sem hann lenti í. Það kemur fram að hann hefur ekki haft sömu skoðun og sínir félagar það eitt kemur fram í viðtali við hann sjálfan.

Það verður að segjast að þessi gamli valda strúktúr er fallinn og þessi kjörnefnd á Akureyri og kjörnefnd í Reykjavík hafa valdið Sjálfstæðisflokknum miklum skaða og það mun koma í ljós þegar kosningar fara fram að vori. Eitt get ég sagt það er helvíti hart ef menn eru ekki á sama máli og samþjöppunar félagarnir ( klíkan ) þá eru menn straujaðir út án þess að Sigurður fái við það ráðið eða andmælt þeim gjörðum.

Nú hefur Sigurður Guðmundsson sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og fleiri eiga eftir að fylgja honum að máli á því liggur ekki nokkur vafi, því þeir sem þekkja til Sigurðar vita meira sem ekki kemur hér fram. Þessi tíðindi vekja upp óhug fyrir Sjálfstæðismenn segir Jóhann Páll Símonarson fyrrverandi frambjóðandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hlaut svipuð örlög þegar hann var strokaður burtu af framboðlista sjálfstæðismanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sigurði Guðmundsyni var þó boðið að vera á lista enn til mála mynda að mínu áliti. Enn Jóhann Páll Símonarson var ekki einu sinni á blaði.

Það vekur undrun Sjálfstæðismanna sem kusu Sigurð Guðmundsson til góðra verka, séu tæklaðu með þessum hætti. Ekki má gleyma þeim kostnaði sem lagður er í þetta prófkjör vinnutap og bein útgjöld að hans hálfu og vanvirðinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram við félagsmenn sína sem fóru á kjörstað og tóku þátt í prófkjörinu og auðvita kusu samkvæmt sinni sannfæringu. Síðan kemur kjörnefnd og breytir afstöðu sjálfstæðismanna. Þessi skilaboð eru ekki góð fyrir flokkinn sjálfan.

Jóhann Páll Símonarson hefur ekki tekið afstöðu enn, hvað hann mun gera, þess skal getið að ég hef starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratugi og tekið þátt í prófkjörum fyrir sveitarstjórnarkosningum og alþingiskosningum og hef verið á lista í framboði fyrir alþingiskosningar fyrir Sjálfstæðisflokkinn ekki má gleyma öllum hringingum smölun, vinnu og fleira sem ég hef lagt Sjálfstæðisflokknum í gegnum árin, þetta eitt eru kveðjurnar sem ég fæ nú. Nú vill svo vel til að ég hef verið þurrkaður út í annað skipti í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningar með með rúm 2,293 atkvæði sem var samkvæmt eðlilegum reglum varamanns sæti ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá 7 menn kjörna í Reykjavík. Ég mun fjalla um mál mitt ýtarlega á næstunni, ég vil ekki blanda þessum málum saman. Vegna hringingar og reiði stuðningsmanna minn sem nú eru að hverfa á braut, þess vegna sé ég mig knúin að koma mínum málum á framfæri. Morgunblaðið hefur ætíð verið mér stoð og stytta í lífinu þegar ég hef þurft að koma mínum athugasemdum á framfæri það geri ég hér með og þakka eigendum blaðsins fyrir að geta tjáð mig með þessum hætti.

Jóhann Páll Símonarson. 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Segir sig úr flokknum og boðar sérframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trillukörlum og útgerðamönnum vísað á dyr.

Það ríkir mikill reiði í dag meðal útgerðamanna og trillukarla, sem landa fiski í Reykjavik, stærstu verstöð landsmanna. Nú stendur til að hækka gjaldskrá Faxaflóahafna og taka af gömlum sjómönnum aðstöðu þeirra í verbúðum við höfnina. En þá aðstöðu hafa þeir haft áratugum saman. Aðstaðan í verðbúðunum var hugsuð sem verkfærageymsla útgerðamanna og trillukarla, sem eru að skapa þjóðinni verðmæti.

En hvað skildi nú koma í staðinn í þessum verbúðum sem útgerðamennirnir og trillukarlarnir höfðu áður? List! Myndlistamenn fá aðstöðuna sem útgerðamenn höfðu áður. Háskólinn hefur fengið aðstöðu fyrir nemendur sína sem stunda listsköpun, á efri hæð hússins, sem nú hýsir fiskmarkaðinn í Reykjavík. Ég gat þess áður að Faxaflóahafnir hefðu nýlega hækkað gjaldskrá félagsins og hefur sú ákvörðun fallið í grýttan farveg þessarra manna. Það kemur engum á óvart, þar sem kostnaður útgerðamanna við rekstur skipa sinna hefur aukist gífurlega. Má þar nefna olíukostnað, tryggingargjöld, fæðiskostnað  og viðgerðakostnað m.a. Öll þjónusta hefur hækkað eins og allir vita. Nú er svo komið að nokkrir útgerðamenn eru að kanna þann möguleika að færa sig um set, og landa þar sem gjöld vegna hafnaraðstöðu eru lægri en í Reykjavík.

Þetta er dæmi sem ég nefni er ekki eina dæmið. Nú verður hugsanlega byggð sundlaug í Reykjavíkurhöfn? Ég hélt að það væri yfirdrifið nóg af sundlaugum i hverfum Reykjavíkur. Er það ekki rétt hjá mér? Í Sundahöfn á að fylla upp í höfnina og byggja nýjan viðlegukant flutningaskipa fyrir tugi miljóna króna. Nær væri að endurnýja viðlegukantinn í Sundahöfn fyrir miklu minna fé, því aðstaðan er til staðar.

Eru borgarbúar sáttir að atvinnutækifæri borgarbúa séu á förum annað? Það eru hér um bil 5.000 störf sem gætu með þessum hætti horfið annað og aukið þannig enn meira atvinnuleysið í höfuðborginni. Hafnarfjarðahöfn er á eftir skipafélögunum og bíða nú á hliðarlínunni eftir tækifærum sem myndast við ofangreindar aðstæður. Því þeir sjá vonaneista í nýjum atvinnutækifærum fyrir Hafnarfjörð. Það eru miklar tekjur sem koma inn í sjóði borgarinnar frá útgerðarmönnum og trillukörlum. Fráfall þessarra tekna gæti orðið til þess að skattar hækkuðu hjá borgarbúum og það ættu borgarbúar athuga vel. Við verðum að vinna með fyrirtækjunum að uppbyggingu í Reykjavíkurborg.

Ef við gerum það ekki, munu þessi fyrirtæki flýja Reykjavíkurborg og koma sér fyrir, þar sem hlúð verður að þeim til framtíðar. Ríkistjórnin og borgaryfirvöld verða að vinna saman að uppbyggingu atvinnutækifæra í Reykjavíkurborg. Til þess verður að hafa fólk í borgarstjórn, sem veit hvað sjávarútvegur er og hefur þekkingu á málefnum hafna í Reykjavík. Annað er óhugsandi.

Jóhann Páll Símonarson

 


Sundabraut.

Undanfarna daga þá hafa sumir frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðismanna tekið undir stefnu mína og forgangsmál. Það hlýtur að sýna að ég sé leiðandi afl í að móta stefnu frambjóðanda Sjálfstæðismanna, sem er hið besta mál. Þeir voru með aðrar skoðanir, en breyttu af leið, þegar þeir áttuðu sig á því að fólkið er sammála mér.

Flugvallarmálið  er eitt af stóru málunum. Fólkið í landinu lætur ekki flokka, sem stjórnað hafa landinu og því síður alla borgarstjórnaflokkana, hafa sig að fíflum lengur. Frambjóðendur reyna af fremsta megni að koma sér undan að svara spurningunni um flugvöllinn og segja að árið 2016 eigi hann að vera farinn í burtu. Ef borgarfulltrúar vilja að það sé mark tekið á þeim, þá verða menn að hafa skýra stefnu í þessum málum. Flugvöllurinn á að vera á sínum stað þar til yfir lýkur.

Annað dæmi er hin svokallaða Sundabraut. Mál, sem ég barðist fyrir ásamt Bjarka Júlíussyni, Jóni V. Gíslasyni, Kolbeini Björgvinssyni. Við fjórmenningar börðumst með kjafti og klóm á móti verkefninu og söfnuðum undirskriftum meðal íbúa í Grafarvogi, sem hlut áttu að máli. Þetta var gert með því að ganga hús úr húsi og benda fólki á, að þjóðvegur ætti að koma í gegnum hverfið okkar, alltof nálægt heimilunum. Fólkið tók undir með okkur. Við félagarnir héldum fundi og héldum áfram að berjast. Þegar það fréttist að við værum í sóknarhug þá var hringt frá íbúasamtökunum í Grafarvogi og vildu þeir þá koma inn í málið. Þávorum við félagarnir búnir að ganga í hús kvöld eftir kvöld. En engum hafði  dottið í hug að skoða málið þegar það var í ferli. Hefðum við félagarnir ekki gert athugasemdir, áður enn tíminn rann út, þá hefði Sundabraut verið lögð inn í mitt hverfið okkar.

Þann 19. nóvember var kveðin upp útskurður sem var okkur í óhag. Sigríður Anna Þórðardóttir var umhverfisráðherra á þessum tíma og sagðist ekkert geta beitt sér í málinu. Ég hélt áfram með málið og fékk mér lögmann, sem ég bað um að fengi að sjá gögn um málið. Viti menn, þá birtust fleiri gögn en við höfðum áður fengið aðgang að, en það þótti okkur nokkuð einnkennilegt. Þegar ég og lögmaðurminn fórum yfir málið, þá settum við út á margt í þessum gögnum frá Umhverfisráðuneytinu, sem engin af okkur hafði fengið aðgang að fyrr.

Í sex ár hefur þetta mál beðið. Íbúar í Grafvarvogi vildu alltaf að Sundabraut færi í göng og við félagarnir voru með rök í málinu. Þetta var leið sem allir  íbúar voru hjartanlega sammála um og hefði verðið samþykkt í umhverfismati  strax. En snillingarnir vissu betur og komu með allskonar útfærslur. T.d. að  hafa steypta veggi fyrir framan gluggana hjá fólki, jafnvel upp á 2 metra og sumir veggirnir áttu jafnvel að vera enn hærri.

Ég  mun ekki sætta mig við það, að aðrir taki yfir mínar hugmyndir og hampi þeim sem sínum eigin í prófkjörslagnum, sem nú stendur yfir. Það var ég sem lagði út eigin peninga fyrir lögmannskostnaði í málinu um Sundabrautina en kostnaðurinn nam þúsundum króna. Það skal tekið fram að félagar mínir vildu ekki leggja út í þann kostnað, sem hefði getað orðið miljónir króna. Ég get rakið þetta mál ítarlega ef menn vilja. Þetta er okkar verk sem unnum að því með hag íbúa í Grafvarvogi að leiðarljósi. Ekki þeirra, sem nú vilja súpa rjómann af súpunni.

Jóhann  Páll Símonarson.

 


Þremenningarnir hjá Betri byggð fá á baukinn.

Gríðarleg gremja ríkir hjá borgarbúum og landsbyggðarfólki vegna stefnuleysis fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Skildi engum undra þau viðbrögð manna við greinarskrifum félaganna í Betri byggð að undanförnu í Morgunblaðinu. Enn ein greinin birtist í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni: ,,Samgöngumiðstöð allra landsmanna". Greinahöfundur er Önundur Jónsson lögreglumaður, sem gerir grein fyrir sínu máli með faglegum rökum og lætur þá félagana fá það svo um munar. Félagarnir hjá Betri Byggð hafa hinsvegar ekki fært fagleg rök fyrir sínum sjónarmiðum hingað til, sem er ekki máli þeirra til framdráttar. Fagleg umræða og rökfærsla er ekki til staðar hjá þeim félögum

Einn af þessum aðilum er Gunnar H. Gunnarsson, sem er í framboði fyrir Samfylkinguna og starfsmaður Reykjavíkurborgar. Hann vill flugvöllinn burtu eins og hinir borgarfulltrúar í borgarstjórn. Ég er eini aðilinn í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem er sammála greinarhöfundum um að hafa flugvöllinn áfram á sínum stað.

Á fundi í Iðnó á laugardaginn var, kom fram að borgarstjórinn í Reykjavík vill þétta byggð í Reykjavík. Hverskonar rugl er þetta hjá borgarstjóranum og borgarfulltrúum á meðan yfir 4000 íbúðir standa auðar og bíða eftir kaupendum? Fyrir utan þær lóðir sem Reykjavíkurborg á tilbúnar fyrir tugmiljóna króna. Hvað skildi vaxtakostnaður vera af þessum lóðum sem standa auðar? Höfum Reykjavíkurflugvöll á sínum stað! Ef ég verð kjörin í borgarstjórn Reykjavíkur mun ég berjast með kjafti og klóm fyrir því að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað.

Ég hvet alla til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn og taka þátt í prófkjörinu laugardaginn 23. janúar. Ég óska eftir stuðningi ykkar í 7. sætið.

Jóhann Páll Símonarson.

 


Höfuðborgarflugvöllur á besta staðnum

 

ÞREMENNINGAR, fulltrúarsvokallaðrar Betri byggðar, rituðu grein sem birtist í Morgunblaðinu 29.desember 2009 undir fyrirsögninni Borg í Vatnsmýri – allra hagur. Þar segjaþeir Einar Eiríksson, Gunnar H. Gunnarsson, og arkitektinn Örn Sigurðsson aðgreinaskrif mín hafi verið harðorð en þeir félagar haldi sig við málefnin ensvari ekki persónulegum árásum og dylgjum. Eitt skulu þessir fulltrúaryfirstéttar í Þingholtunum hafa í huga, að Jóhann Páll Símonarson hefur ekkiverið með árásir eða dylgjur á hendur fólki. Það hef ég ekki stundað ígreinaskrifum mínum, svo það sé á hreinu. Félagarnir ættu frekar að temja sérað setja fram sitt mál með rökum en ekki frösum af þessu tagi. Ég færði fyrirþví rök að kostirnir við að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni væru slíkir fyrirReykjavík og landsbyggðina að óraunhæfar skýjaborgir um stórkostlegar byggingarþar væru bæði ótímabærar og úr öllu samhengi við stöðu mála á Íslandi um langtárabil.

Tómar íbúðir í Reykjavík
Skýjaborgir um uppbyggingu í Vatnsmýrinni byggið þið á að þar megi koma fyrirbyggð fyrir 45 þúsund manns. Hvaðan á þetta fólk að koma? Það er ekki til.Margir munu flytja úr landi og flýja aðgerðir Jóhönnu og Steingríms og yfir4000 íbúðir standa tómar í Reykjavík og bíða nýrra eigenda. Þær eru annað hvortí eigu ríkisins eða erlendra vogunarsjóða og verðlaginu er haldið uppi meðhandafli til að rústa ekki fjárhag bankanna. Af hverju á að fara að undirbúanýjar lóðir undir byggingu á sama tíma og við stöndum uppi með þann mikla vandasem blasir við þeim sem ekki ganga með dökk sólgleraugu? Reykjavíkurborg situruppi með fullkláraðar lóðir fyrir hundruð milljóna króna. Betri byggðar mennnefna að Reykjavíkurborg gæti selt lóðir fyrir 70 milljarða, hver ætti að verakaupandinn? Haldið þið að það verði Landsbankinn, Arion banki, eðaÍslandsbanki? Það er ekki til fé, hvorki hjá bönkunum né ríkinu, til aðframkvæma og síst svona hugmyndir, eða að byggja umferðarmannvirki fyrir tugimilljarða króna. Það er varla hægt að halda úti róluvöllum fyrir blessuð börninokkar.

Ranghugmyndir
Þetta eru dæmi um ranghugmyndir sem fulltrúar Betri byggðar færa fram í skrifumsínum um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þeim væri nær að kynna sér ástandið ogfara góðan bíltúr til dæmis um hafnarhverfið í Hafnafirði. Þar er útsýnið tilallra átta og margar tómar íbúðir sem seljast myndu á slikk ef ekki værubankar, ríki og vogunarsjóðir sem halda verðinu upp með handafli. Kjósendurvilja hafa flugvöllinn á sínum stað. Það er þeirra vilji og Betri byggðar mennættu að kynna sér málin betur, áður en þeir ráðast fram á ritvöllinn næst.Fólkið í landinu vill hafa flugvöllinn á sínum stað. Þetta sýna þau skrif sembirtust í grein í Morgunblaðinu 31. desember 2009 undir fyrirsögninni: Opiðbréf til allra borgarfulltrúa og væntanlegra frambjóðenda.

Þar kemur skýrt fram hvemikilvægur flugvöllurinn er þjóðinni. Þá má gleyma mikilvægi hans fyrirferðamennskuna og þeim hægðarauka sem hann er á þessum stað fyrir þá sem hingaðkoma, og nýta sér þann kost að fljúga daglega á milli staða á landinu. Alltskapar þetta tekjur og fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir okkur Reykvíkinga, aðekki sé minnst á þjónustuna sem Reykjavíkurflugvöllur veitir okkur öllum íformi öryggis við sjúkrahús og aðrar þjónustustofnanir höfuðborgarinnar. Íþessu ljósi eru flugvélahljóð sem stöku sinnum angra yfirstéttina íÞingholtunum smotterí.

Fái ég einhverju ráðiðeftir næstu kosningar þá mun flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verða á sínum stað umókomna tíð. Ég sem frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna mun verða meðþetta á stefnuskrá minni ásamt fleiru.

Höfundur býður sig fram í  7.-8. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fer fram laugardaginn 23. janúar,  2010. 

- Birt í Morgunblaðinu 15. janúar, 2010. 


Símanúmer á kosningaskrifstofunni

Kosningaskrifstofa: Gylfaflöt 5, Grafarvogi, 112 Reykjavík

Símanúmer :

  • 567 3100
  • 567 3800
  • 567 3399

Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið vita meira um áherslur Jóhanns Páls.

Heimasíða: www.johannpall.is 


Velkomin á opnun kosningaskrifstofu minnar!

Ég hef ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, þann 23. janúar næstkomandi og óska eftir stuðningi ykkar í 7. sætið.

Af því tilefni langar mig til að bjóða ykkur að koma og þiggja léttar veitingar á kosningaskrifstofu minni að

Gylfaflöt 5, Grafarvogi í Reykjavík  (Smellið hér til að sjá kort: Gylfaflöt 5)

Laugardaginn 16. janúar kl. 15:00 til 17:00

Ég hlakka til að sjá ykkur öll og fá tækfæri til að kynna mig og mínar áherslur fyrir ykkur.

Með góðri kveðju,
Jóhann Páll Símonarson

Heimasíða: www.johannpall.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband