10.1.2010 | 23:25
Sóðaskapur í Reykjavík
Virðingarleysi fyrir eigum annara eykst, veggjakrot fer vaxandi, sígarettustubbum hent þar sem menn standa, tómum flöskum hent á víðavangi, tómum áldósum hent þar sem menn standa, Það er eins og það skipti ekki neinu máli fyrir viðkomandi. Það þykir nefnilega flott að henda frá sér rusli. Þetta var kveikjan að frétt fyrir stuttu, þar sem eitt blaðanna birti mynd af þessum sóðaskap íbúa í Reykjavík. Þar voru pappírsbréf og allskonar drasl á víðavangi.
Nú fyrir stuttu fór ég gönguferð niður Laugaveg til að kanna aðstæður. Niðurstaðan af þeirri ferð var í einu orði sagt hörmuleg. Þar voru menn draugfullir, gólandi með bjórflösku í hendi og erlendir ferðamenn horfðu skelkaðir á. Og ekki skánaði það þegar ég kom að næsta húsasundi en þar voru þrír karlmenn, ég segi karlmenn, sem voru að kasta þvagi á vegginn. Fólki sem átti leið þarna framhjá var forviða yfir þessari uppákomu.
Áfram hélt ég göngu minni niður Laugaveg og viti menn, ekki var aðkoman betri. Þar var fjöldi manns með bjórflösku og áldós í hendi. Ég hugsaði með mér hvað gerðist ef kæmi til áfloga á milli manna? Þegar komið var niður á Lækjatorg var ekki eins mikið af fólki saman komið. Síðan gekk ég út í Tryggvagötu og þar beið fjöldi af fólki fyrir utan þessa skemmtistaði í miðborg Reykjavíkur.
Á þessari leið sá ég ekki einn gangandi lögreglumann að gæta öryggis borgaranna. Það má vel vera að það sé í lagi að haga sér eins og dóni og gera það sem menn vilja. Það var ekki einn keyrandi lögreglubíll á þessu svæði, né að fylgjast með unglingum í Tryggvagötu. Er bara allt í lagi að fólk sé með áldósir eða glerflösku í hendi og hendi rusli á götuna, þ.mt. sígarettustubbum.?
Ég sjálfur hef siglt og ferðast víðsvegar um heiminn. Á þeim stöðum gilda strangar reglur, til dæmis í USA, en þar er bannað að drekka á víðavangi. Ef menn gerast brotlegir þá eru menn teknir og látnir sæta refsingu í formi sektar. Þar gilda stangar umgengnisreglur um götur viðkomandi borgar.
Ég legg það til að allar sektargreiðslur renni beint í rekstur og uppbyggingu Lögreglunar Í Reykjavík en það myndi stuðla að því að umgengni batnaði. Það er alvarlegt mál að ekki sé sýnileg löggæsla í Reykjavíkurborg, hvorki gangandi né keyrandi. Í stórborgum erlendis er sýnileg löggæsla og má þar sjá bæði gangandi og keyrandi löggæslu, sem tryggir öryggi borgaranna.
Þessu ástandi verður að taka á! Það getur ekki verið vilji borgaryfirvalda að hafa þetta ástand til framtíðar? Er hugsanlegt að veitingarstaðir séu of þétt saman? Og of margir á sama stað?
Mér virðist engar reglur gilda um það hver ber ábyrgð á að leyfa reykingarfólki að henda sígarettustubbum á götuna og vera með bjórglas eða flösku í hendi. Þessi mál verður að skoða vandlega strax áður en þetta mun skaða ímynd Reykjavíkurborgar enn frekar.
Jóhann Páll Símonarson.
10.1.2010 | 12:37
Undirbúningur að opnun kosningarskrifstofu.
Sjálfstæðismenn, sem hafa hug á því að styðja Jóhann Páll Símonarson til góðra verka í prófkjöri, sem lýkur þann 23. janúar næstkomandi, eru velkomnir á opnun fyrstu kosningarskrifstofu fyrir næstu vikulok. Nánari upplýsingar koma síðar.
Kosningarskrifstofan mín er til húsa á jarðhæð að Gylfaflöt 5, í Grafavogi, og þar er aðgengi til fyrirmyndar í alla staði. Þeir sem vilja hjálpa mér að ná í sem flesta, eru hjartanlega velkomnir. Ekki veitir af kröftum flokksbundinna manna til að koma manni að, sem hefur gífurlegan áhuga á að auka fylgi sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum sem nú eru framundan.
Áherslur mínar eru skýrar og hafa verið það frá fyrstu tíð. Ég tel Jóhann Pál Símonarson hafa verið leiðandi afl í að móta stefnu um hvert eigi að stefna í málefnum sjálfstæðismanna. Það eitt er góður vitnisburður um sjálfstæðismann sem hefur kjark og þor að hafa skoðanir. Ég tel það frumskyldu frambjóðenda, sem verða kjörnir, að þeir taki á móti borgarbúum og vinni Sjálfstæðisflokknum stærra hlutverk og fylgi en verið hefur.
Ég vil benda sjálfstæðismönnum á að fara inn á prófkjör.is og smella síðan á Reykjavík, þá birtast myndir og stefnur allra frambjóðenda. Eins vil ég benda sjálfstæðismönnum á að utankjörskrifstofa er í höfuðstöðvum flokksins í Valhöll. Þar geta sjálfstæðismenn greitt atkvæði frá 9 - 17 virka daga. Á næstunni verður auglýst kaffispjall við frambjóðendur. Þar geta sjálfstæðismenn talað við frambjóðendur, sem er glæsilegt framtak Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn, þeir sem vilja ganga í flokkinn og þeir sem hafa áhuga að segja sínar skoðanir eru hjartanlega velkomnir. Þeir geta gert það á skrifstofu tíma, en úrvalsfólk mun taka fagnandi á móti ykkur á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þá um leið getur viðkomandi tekið þátt í þessu mikilvæga prófkjöri. Þeir sem vilja efla styrk Sjálfstæðisflokksins hjartanlega velkomnir.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 01:36
Sjálfstæðismenn stöndum saman.
Árásir á hendur Sjálfstæðisflokksins er engin nýlunda í Kópavogi, engum skal undra framganga þeirra Samfylkingarmanna sem hafa gengið lengst í sínum árásum. Engum skal undra bloggara, sem verja hag sinna manna og finna öllum allt til foráttu. Sérstaklega Flosa og hans arftaka sem hefur verið eins og tuddinn sem bíður eftir bráð sinni. Allir vita hver hún er. En ég get upplýst að hún var í hlutastarfi sem veðurfræðingur hjá útrásarvíkingum. Það starf þótti henni ekki gott. En einhvern veginn var Flosa bolað burtu. Sjálfsagt til að koma að frekju sem feminista Samfylkingar, sem hefur skipulagt herferð gegn Sjálfstæðismönnum ítrekað. Frekjulund hennar mun ekki verða henni til frægðar eða framdráttar. Því kjósendur í Kópavogi sjá í gegnum vefinn hennar Guðríðar sem berst með skítlegum hætti gegn framferði að góðum málum í Kópavogi. Það eitt hefur hún gert í sínum málflutningi að mínu áliti.
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa unnið öllum Kópavogsbúum til heilla, þótt menn geti talið mistök sem hefðu verið gerð og gætu farið betur en það er öllum fulltrúum gott að viðurkenna mistök sín. Sem eru þáttur í lífsgæðum íbúa í Kópavogi sem kunna að meta verk Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna sem ráða för. Enda skal engum undra þá framtíðarsýn og uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Kópavogi. Ef grannt er skoðað þá reynist þetta rétt ákvörðun þeirra sem ráða för.
Útrásavíkingaflokkur Samfylkingar og bæjarfulltrúaflokksins hefur orðið undir í málflutningi sínum. Fullyrðingum, sem ég mun ekki gera henni til geðs að nefna, nema að flokkur hennar sem kennir sig við jafnaðarmennsku, láti þennan fulltrúa víkja næst þegar kosið verður. Ég segi víkja, því ég meina það. Fólk sem er kjörið til ábyrðarstarfa flokks verður að vera marktækt, enda var það ekki kjörið til að vera með sleggjudóma um samtarfsfélaga sína.
Ágreiningurinn sem er á milli manna, er afar óheppilegur að mínu áliti. Framganga þeirra sem standa að þessum ófriði er engum til framdráttar. Prófkjör mun fara fram í Kópavogi á næstunni og þar munu sjálfstæðismenn ákveða hver er hæfastur af þeim sem bjóða sig fram. Allt er þetta gott fólk sem er í framboði.
Að lokum sjálfstæðismenn; Gunnsteinn Sigurðsson á sinn rétt eins og aðrir sem búa í Kópavogi. Hann á ekki að lúffa fyrir neinum, allir eiga sinn rétt. Þetta eitt er kjörorð allra sjálfstæðismanna.
Látum ekki óreynt fólk komast til valda í Kópavogi. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa unnið gott framtíðar verk fyrir Kópavogsbúa. Þeir eiga þakkir skilið frá íbúum í Kópavogi.
Jóhann Páll Símonarson.
Bæjarstjóri ekki í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 21:49
Varúð Grafarvogur þjófa gengi á ferð.
Íbúar í Grafarvogi og víðsvegar um borgina varúð vegna þjófagengis sem nú setur fyrir húsráðendum þegar þeir fara að heiman að morgni til vinnu sinnar. Þetta er allt skipulagt fyrirfram áður enn hafist er handa að rupla og ræna á heimilum fólks. Þetta þjófa gengi gengur enn lausum hala, og það skiptir ekki máli hvað verður á vegi þeirra. Þeir hafa allar græjur til að brjótast inn á heimili þar sem heimilisfólkið er ekki við látið. Hugsið ykkur innbrotþjófa sem brutust inn í einbýlishús í morgun og létu þar greipar sópa þar á meðal skartgripi, tölvur og ýmsan búnað sem þeir höfðu á brott. Þar var ekki fyrir enn þjófarnir opnuðu dyr þar sem uppkomið barn þeirra hjóna spratt upp og þjófurinn hljóp á brott og komst undan.
Hringt var strax í Lögregluna sem brást vel við og var ekki lengi á staðinn, biðin var ekki löng um 2 mínútur þegar lögreglumenn komu á staðinn þar sem innbrotið var framið. Blessað barnið var skelkað af hræðslu við svona uppákomu sem skiljanlegt er, og ígrundar nú vel þegar barið er að dýrum hver hugsanlega viðkomandi er. Enda er öll fjölskyldan í gífurlegu sjokki yfir þessum atburði. Þess skal getið að búið er að handtaka 1 meðlim þjófagengis og fleiri liggja undir grun sem Lögreglan er að rannsaka.
Íbúar í Reykjavík verið vel á verði ef til dæmis kemur maður og spyr hvort þetta sé ekki númer þetta eða hitt eða í öðrum klæðum til að villa á sér heimildum. Takið strax númer af bifreið ef hún er hugsanleg til staðar eða er að hringsóla í kringum hverfið ykkar. Hringið strax í 112 og látið lögregluna vita tafarlaust um ferðir manna. Skiljið ekki opna glugga, eða opna hurðir, mjög gott er að hafa öryggiskerfi frá viðurkenndum aðilum það eitt fælir þessa aðila frá.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 11:23
Gleðilegt ár.
Kæru sjálfstæðismenn, bloggvinir, og aðrir sem kynnst hafa kappanum og þekkja strákinn fyrir hvað hann stendur. Gleðilegt ár með þökk fyrir árið sem senn verður á enda. Megi guð og gæfa vera með ykkur öllum á nýju ári. Tökum slaginn á næsta ári og höldum þeim við efnið sem eiga það skilið.
Nýjárskveðja.
Jóhann Páll Símonarson.
29.12.2009 | 23:31
Útgerðamenn munu sigla sínum skipum í land.
Aðalfundur Sjómannafélags Íslands var haldin í dag. Fjölmenn var á þessum fundi og fullt út úr dyrum mikill hiti var í sjómönnum vegna skerðingar sjómannaafsláttar og gífurlegt tap lífeyrissjóðsins Gildi. Um þessi atriði urðu miklar umræður, og skildi engum undra að svo sé. þegar verið er að skerða hlut sjómanna sem eru fjarri fjölskyldu mánuðum saman, enn ekki vantar öfundina því hún er til staðar.
Hvað með Þórólfur Matthíasson kennara úr háskólageiranum fulltrúa Steingríms J Sigfússonar af hverju má ekki leggja til að lífeyrisgreiðslur hans ásamt öðrum verði skertar því þessar greiðslur eru verðtryggðar greiðslur úr sjóði þjóðarinnar. Nú gilda ekki rökin að laun eru svo lág hjá þessum ríkiskennurum og alþingismönnum sem þykkja laun úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Á meðan eru hinn venjulegi borgari ekki með ríkistryggðan lífeyri þarna er mikill munur á.
Sjóðsfélagar í ríkisgeiranum búa við önnur lögmál þar er allt verðtryggt upp í top og skerðing verður engin, því almennur sjóður landsmanna borgar miss munurinn. Á meðan þurfa sjómenn í lífeyrissjóðnum Gildi að búa við 10% skerðingu þeirra sem hafa lokið ævi starfi sínu, það munar um minna þegar greiðslur úr þessum sjóðum duga ekki fyrir framfærslu, þetta eitt er ömurlegt. Nú vilja sjómenn breyta sínu fyrirkomulagi varðandi greiðslu í lífeyrissjóðinn Gildi við gerð næstu kjarasamninga að þeim verði heimild að borga í lífeyrissjóði þar sem sjóðsfélagar munu eiga sína fulltrúa í stjórn sjóðsins, ekki í lífeyrissjóð þar sem atvinnurekendur og ASÍ hafa öll völd það eitt vilja sjómenn ekki. það voru flestir sjómenn sammála um það.
Hinsvegar eru sjómenn mjög reiðir yfir samþykkt alþingismanna þeirra sem sögðu já að skerða sjómanna afsláttinn. Nú eru uppi hugmyndir sem verða teknar á næstu dögum að útgerðamenn og sjómenn sigli sínum skipum í land og bindi þau vel. Það mun ekki duga lög alþingismanna að koma skipum aftur á sjó það skulu menn muna. Því sjómenn eru búnir að fá upp í kok á þessari Ríkistjórn sem er ráðlaus og veit ekki til hvaða ráða á að taka að leysa brýn hagsmuna mál einnar þjóðar. Fólkinu í landinu er að blæða út, fyrirtækjunum er að blæða út skuldavandi heimila fer vaxandi, fólkið er að missa trúna á sjálfum sér. Þetta var nefnilega stjórinn sem ætlaði að leysa öll mál einar þjóðar á einni stundu því lofaði hún og kenndi öðrum um. Sjómenn og útgerðamenn eru búnir að fá nóg af þessari Ríkistjórn. Á næstu dögum verður tekin sú ákvörðun sem þessi ríkistjórn mun muna eftir? og verður öðrum ríkistjórnum til viðvörunar það eitt skulu menn hafa í huga á þessari stund.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.12.2009 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2009 | 16:41
Gleðileg Jól.
Kæru sjálfstæðismenn, bloggvinir og þeir sem ég þekki og vita hver ég er. Megi guð gefa ykkur öllum gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Kærar þakkir fyrir vináttu og kærleika í minn garð.
Jóhann Páll Símonarson.
22.9.2009 | 06:46
Við viljum Davíð Oddsson á ný.
Bloggara hér á MBl taka sig nú saman og stunda nú einelti á hendur manni sem hefur leit þjóðina til farsælar á undanförnum árum sem heitir Davíð Oddsson. Rök þeirra standa ekki að mínu áliti. Mogga bloggarar sem vissu allt á sínum tíma skrifuðu skíthátt um Davíð Oddsson þegar hann benti á að lækkun á húsnæðisverði myndi lækka á næstunni um 30% prósent allt ætlaði að göflunum að ganga og menn snerust gegn sannleikanum, og bjuggu til spuna um mann sem ekki gerði neinum neitt nema vann þjóðinni heilla. Samfylkingin og útrásavíkingarnir áttu það sameiginlega ósk að koma Davíð Oddsyni úr Seðlabankanum og þeim tókst það, vegna þess að Davíð Oddson vildi fara að eigin ósk. Hvað hefur síðan gerst í bankanum síðan Davíð fór ekki neitt, og nú situr þjóðin upp með aula sem geta ekki einu sinni tekið á gjaldeyrishöftum alla kerfið er hriplekt. Ekki neinn bloggari skrifar um þetta ástand í þjóðfélaginu.
Hvar eru þið bloggarar sem þykkjast vita allt. Af hverju er Fjármálaeftirlitinu hlíft þegar kemur að upplýsingum um mál sem varðar eftirlitið. Þá er borið við sig þagnaskyldu hversu lengi ætlið þið að láta Fjármálaeftirlitið komast upp með það?. En þið haldið áfram skipulega að níða Davíð Oddsonar niður með ótrúlegum hætti. Ég tel þetta vera skíthátt þeirra sem leggið nafn sitt við þetta plan sem stundað hafa skipulagt einelti gegn einum manni Davíð Oddsyni þið ættuð að skammast ykkar og hafa vit á því að þegja. Fólkið í landinu er búið að fá af þessum rógberum.
Samfylkingin lagðist í rúmið með útrásarvíkingum sem arðrændu þjóðina með skipulögðum hætti, ekkert er talað nú um að handtaka þá alla, heldur er reynt að hylja slóðir og þegja yfir staðreyndum. Ekki er búið enn að setja þá alla undir lás og slá sem var stefna Vinstri Græna og Samfylkingar. Stað þess er þeim leift að afskrifa skuldir og hefja sig til flugs hér á ný. Ekki er það Davíð Oddsson sem stendur í kaupum eða er að fara með fé úr landi. Þjóðin er búinn að fá upp í kok á þessum stjórnaliðum sem brugðust þjóðinni með loforða lista sem ekki hefur verið staðið við þótt liðnir sé margir mánuðir síðan. Það var Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon sem hafa platað bloggarar og þjóðina í heild.
Það eru nefnilega margir sem vilja Davíð Oddson til baka að leiða okkar þjóð með farsælum hætti uppúr feni sem við komum okkur ekki í. Það voru nefnilega útrásavíkingarnir sem gerðu það svo um munar. Þess vegna væri Davíð Oddson sá besti að takast á við þessa menn og endurheimta fé sem var tekið ófrjálsri hendi frá þjóðinni. Davíð Oddson er öflugasti stjórnmálaforingi sem getur komið okkur til hjálpar. Sem getur leit þjóðina á rétta braut aftur. Vinstri Grænir og Samfylkingin geta ekki stjórnað landinu lengur hver þvælan á fætur öðru, og ekki við öðru að búast. Það sannar það nú á að hækka stýrivexti aftur sem gæti sett stöðuleikasáttmála ríkistjórnar í uppnám.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 00:35
Framarar á fullu.
Gengi Frammara í síðari hluta mótsins hefur verið með eindæmum, liðsandinn hefur verið góður enn hefur stundum vantað áræðni og kraft til að sigra leiki. Framliðið er skipað ungum leikmönnum sem koma til og eiga eftir að sanna sig. Jón Guðni Fjóluson sannaði það í dag hvað hann er öflugur leikmaður og sterkur í einvígum við mótherjann þegar hann skallaði knöttinn í mark Grindavíkur.
Lið Grindavíkur lék vel á köflum og voru nærri því að skora, enn Auðun Helgason barðist hetjulega og kom í veg fyrir að þeir skoruðu fleiri mörk. Það verður ekki sagt að Grindavík hafi staðið sig illa þeir börðust hetjulega eftir að þeir skorðu fyrsta markið. Síðan jafna Frammarar í fyrri hálfleik og staðan var í hálfleik 1 - 1.
Seinni hálfleikur var á báða vegu enn Frammarar komust inn í leikinn og léku vel á köflum, og mörkinn sem þeir skorðu voru góð. Þorvaldur Örlygsson og liðmenn Fram eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Það sætir undraverðum árangri Frammara og þjálfara þess Þorvalds Örlygssonar er sigur og árangur þeirra í síðara hluta mótsins.
Þorvaldur Örlygsson þú hefur sýnt það og sannað að þú er góður Þjálfari. Það sýnir stöðu Fram sem er nú í 4 sæti deildarinnar frábær árangur hjá þér Þorvaldur Örlygsson..
Jóhann Páll Símonarson.
Ætlum að halda fjórða sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2009 | 16:01
Selfoss eru sigurvegarar 1 deildar.
Gífurlegur fögnuður er á Selfossi þegar Sævar Þór skoraði 2 - 1 fyrir sitt lið í leik gegn Skagamönnum á Selfossi í dag. Jón bóndi var að skora 3 mark Selfoss rétt í þessu staðan er nú 3 - 1 og eru búnir að taka öll völd á vellinum. Þetta er í fyrsta skipti sem bikarinn fer á Selfoss og fögnuður og eftirvæntingar er gífurlegur. Vallastjóri varar fólk að hlaupa inn á leikvöllinn og hefur tekið það fram í hátalara kerfi vallarins. Nú rétt í þessu var Jón Guðbrandsson að skora 4 - 1 fyrir Selfoss.
Skagamenn fengu vítaspyrnu rétt fyrir leikslok og staðan er 4 - 2 auðvita fyrir Selfoss. Spennuþrungin er svakalegur stuðningsmenn þyrpast nú inn á völlinn til að fagna sínum mönnum.
Til hamingju Selfoss með sigurinn og bikarinn þetta er stærsta stund í sögu knattspyrnudeildar Selfoss. Gleði og ánægja ríkir á Selfossi þar sem stuðningsmenn horfa á lið sitt taka á móti bikarnum frá KSÍ. Þar sem Geir Þorsteinsson og Þórir Hákonarson afhenta verðlaun og bikarinn.
Til hamingju Selfoss nú er bikarinn í höfn.
Jóhann Páll Símonarson.
Selfoss meistari 1. deildar eftir 4:2 sigur á ÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)