15.9.2009 | 07:14
Sjálfstæðismenn þetta mun skaða ykkur.
Þeir eru komnir á kreik á ný sem stofnuðu Geysir Green og ætluðu sér stóran hlut á sínum tíma að hasla sér völd í orkugeiranum. Urðu síðan að hætta við allt saman, þetta eru sömu mennirnir og nú birtast og koma nú fram á ný undir öðrum merkjum. Sama fólkið sem velti Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni fyrrverandi borgarstjóra úr valdastóli og eyðilagði hans orðstír. Þetta voru spunameistarar Framsóknarmanna sem var gert að undirlagi Björn Inga Hrafnsyni sem var í því hlutverki.
Nú eru Framsóknarmennirnir komir fram að nýju með Óskar Bergsson í farabroddi að hasla sér völd í þessum geira undir öðrum nöfnum til að fela skyldleika þeirra. Finnur Ingólfsson er þekkt nafn í Framsóknarflokknum sem á Frumherja og leigir okkur hitamæla sem vinnur hans í flokknum færi honum á silfurfati Alfreð Þorsteinsson þegar hann sat sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Þessi sami Finnur Ingólfsson þá Viðskiptaráðherra skipaði á sinum tíma Halldór J Kristjánsson sem vann í viðskiptaráðuneytinu var síðan gerður að bankastjóra Landsbanka Íslands sem var og hét. Þessi sami Halldór J Kristjánsson fluttist að landi brott fyrir stuttu viti menn hvert fór hann? auðvita til Canada ekki langt frá fyrirtækinu sem heitir Magma Energy er kaupandi að hlut í Orkuveitu Reykjavíkur.
Óskar Bergsson sem tók við af Birni Inga er nú tekin við til að viðhalda sukkinu og er sá maður sem heldur Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn í greipum Framsóknarmanna og það er undir honum hvort þetta samstarf gangi. Nú voru að berjast nýjustu fréttir til eyrna að vinur hans sem endaði í sextánda sæti Guðlaugur Sverrisson væri nú orðinn varamaður í borgarráði hugið ykkur þau tök sem Óskar Bergsson hefur á Sjálfstæðisflokknum.
Meiri hluti fullrúa í borgarstjórn segja að þeim hafi verið stillt upp við vegg að selja hlut í Orkuveitu Reykjavíkur til aðila sem heitir að nafninu til Magma Energy sem er nátengt fólki úr Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Rök þeirra sem telja að þeim hafi verið stillt upp við vegg duga ekki. Fólk sem býr í Reykjavík er búið að fá nóg af kóngulóavef Framsóknarmanna sem vilja selja og eignast auðlindir okkar landsmanna með styrk þeirra sem hafa sem hafa farið villu vegar og hafa flúið land og þykkjast ekki hafa komið nálægt neinu í hruninu. Þetta fólk ber að varast.
Sjálfstæðisflokknum hefði verið nær að segja við Steingrím J Sigfússon við viljum innleysa kröfu Glitnir sem hafði veð í þessum auðlindum okkar þá væri Orkuveitu Reykjavíkur borgið stað þess að selja auðlindir landsmanna hópi manna sem eru nátengdir Framsóknarmönnum og Samfylkingunni. Þess skal getið að Ríkissjóður hefur ekkert fé til kaupa á auðlindum í eigu íbúa í Reykjavík, þessi orð Steingríms J Sigfússonar var ekkert annað enn leikrit samið af honum sjálfum og féll um leið og sýningin átti að hefjast.Sjálfstæðismenn í borgarstjórn ég vara við leikriti sem nú er hafið og það valdabrölt sem Framsóknarmenn hefja og þrýsta á eins og öllum er kunnugt.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn ætlið þið að taka skellinn fyrir Framsóknarflokkinn.
Jóhann Páll Símonarson.
OR segir sölu á HS Orku í samræmi við lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2009 | 23:48
Rétt ákvörðun.
Það voru fagleg vinnubrögð þeirra sem stjórna meistaraflokksráði Knattspyrnudeildar Selfoss að leysa Gunnlaug Jónsson undan störfum. Annað hefði ekki komið til greina, að verða við tilmælum stuðningsmanna og fólksins sem býr á Selfossi. Mikil gremja hefur ríkt á Selfossi sem skiljanlegt er, yfir örlögum sem knattspyrnudeild Selfoss hefur orðið fyrir á stuttum tíma. Nú eru þessi mál kominn á rétta braut og lið Selfoss getur nú farið að einbeita sér að leiknum sem er framundan ,og þá kemur í ljós hvort lið Selfoss kemur með bikarinn heim í fyrsta skiptið.
Það er ekkert til fyrirstöðu að þeir skili bikarnum á Selfoss til þess verða þeir að vinna næsta leik og berjast þar til leiknum verður lokið. Til þess að vinna leik verða menn að berjast allir sem einn.
Jóhann Páll Símonarson.
Gunnlaugur hættur með Selfoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2009 | 13:31
Burt með svikara.
Það vekur undrun margra Íþróttamanna að Gunnlaugur Jónsson skuli í raun vilja stýra liði Selfoss í síðasta leik liðsins um næstu helgi. Eins og ég hef sagt þá á aðstoðarþjálfari að leiða liðið í næsta leik og stefna að því að bikarinn fari í fyrsta skiptið í heimabæ liðsins Selfoss. Þar geta stuðningsmenn og fólkið fagnað þessum hetjum þegar leikjum verður lokið í fyrstu deild og fagnað í leiðinni að liðið sé meðal þeirra bestu.
Gunnlaugur Jónsson á sjá sóma sinn í því að láta ekki sjá sig nálægt liðinu. Leikmenn eru ósáttir við Gunnlaug Jónsson þetta getur valdið því að menn fari á límingunni ef hann lætur sjá sig. Þess vegna á hann að helga sig Val á næstunni og láta lið Selfoss í friði. Hinn venjulegi Íþróttamaður skilur ekki framkomu þjálfara sem hefur farið á bak við liðið sjálft.
Jóhann Páll Símonarson.
13.9.2009 | 13:17
Framkoma sem á ekki að eiga sér stað.
Það er dapurlegt til þess að vita þegar Íþróttafélag úr Reykjavík sem heitir Valur kemur aftan að Íþróttafélagi á Selfossi sem voru nýbúnir að fagna sigri. Liðið vann þann einstæðan árangur að vera komið í deild meðal þeirra bestu sem heitir í dag Peppsí deild. Leikmenn Selfoss fögnuðu sínum síðasta sigri með sínum hætti, og fögnuður var gífurlegar meðal stuðningsmanna og leikmanna og ekki vantað atrennalínið sem var í algleymingi því þetta var í fyrsta skipti sem liðið nær þessum frábæra árangri eftir þrotlausar æfingar. Engum skal undra það keppnisskap sem var á meðal liðsmanna. Ferlið að þessum árangri er að þakka, þjálfara leikmönnum og íbúum á Selfossi um að berjast til þess að ná árangri í íþróttum, og skal engum undra það. þetta eru gild rök þeirra sem styðja og reka lið sem heitir Selfoss.
Síðan berast undarlegar fréttir 2 tímum fyrir leik að Gunnlaugur Jónsson þjálfari liðsins hafi gengið bak orða sinna og samið við Valsmenn í Reykjavík á næstu leiktíð og stælir sig síðan af því. Þegar leikmenn Selfoss heyrðu af þessu fréttum rétt fyrir leik brugðust leikmenn Selfoss og stuðningsmenn sem átti ekki orð yfir framkommu þjálfaranns Gunnlaugs Jónssonar sem gekk á bak orða sinna með því að semja við Val til næstu 3 ára. Samkomulagið sem Gunnlaugur gerði við Val var gert án vitneskju þeirra sem reka og bera ábyrgð á rekstri Selfoss og leikmanna þess. Framkoma Vals og Gunnlaugs Jónssonar er til háborinna skammar og nær ekki nokkur tali.
Gunnlaugur Jónsson þú ætti ekki að láta sjá sig á næstunni á Selfossi því líkur aulaskapur að þinni hálfu og framkoma þín hefur valdið þér óvirðingu sem menn munu ekki gleyma. Það er fáheyrt í nútíma sögu að íþróttamenn komi fram með þessum hætti, eins og Gunnlaugur Jónsson sem hefur tamið sér þann hugsunar hátt að láta fé ná yfir hendinni á lífi sínu sem er græðgi.
Knattspyrnufélagið Valur ætti að taka þessi orð til sín og aðlaga sig að heiðarlegu reglum sem eiga að gilda. Að hefja viðræður við þjálfara sem er samningsbundin félaginu er brot á lögum, að mati þeirra sem þekkja vel til. Þessa umræðu þarf að taka og um þær verði settar reglur.Ég tek undir orð leikmannsins Sævar Þórs Gíslasonar fyrrverandi leikmanns Fylkir að þessi háttur og framkoma Gunnlaugs Jónssonar Þjálfara Selfoss vera dæmi um skítleg vinnubrögð þessi orð voru viðhöfð við blaðamann MBL.
Ég legg það til að Valur í Reykjavík hirði Gunnlaug Jónsson strax og stjórnendur á Selfossi láti aðstoðarþjálfara sinn sjá um þjálfun leikmanna á síðustu verkum sem þarf til að komast upp í úrvalsdeild. Selfossi hefur ekki lengur þörf fyrir Gunnlaug Jónsson. Farðu burtu frá Selfossi strax þínum kröftum verður ekki óskað eftir í nánustu framtíð. Þú sjálfur hefur gengið á bak orða þinna og þína athugasemdir munu ekki verða tekna til greina héðan í frá á Selfossi. Ekki má gleyma þér fyrir að hafa eyðilagt og skemmt orðstír íþróttahreyfingarinnar í landinu þær áætlanir sem lágu fyrir að bæta menninguna í landinu meðal íþróttarhreyfingarinnar eru fyrir róða vegna þessara uppákomu sem enginn skilur í eða botnar . Þessar ábendingar þarf KSÍ að taka fyrir á næsta fundi sem hreyfinginn heldur til að móta reglur um þau vinnubrögð sem voru við höfð gegn knattspyrnu deild Selfoss
Eitt getur knattspyrnudeild Selfoss hrósað sér fyrir fagleg vinnubrögð að hafa samband við knattspyrnudeild KR um að fá leyfi til viðræðna við Guðmundur Benediktsson hinn sjalla leikmann KR að taka að sér þjálfun á Selfossi, þetta eru vinnubrögð sem eru fagleg
Jóhann Páll Símonarson.
Gunnlaugur: Kveð Selfoss með söknuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2009 | 12:31
Nú ríður á að við styðjum Frammara.
Fram og KR mætast í dag kl 16,00 í undanúrslitum um Vísa bikarinn. Frammarar munu mæta sterkir til leiks gegn KR. Síðasti leikur Frammara gegn KR lauk með sigri KR 3 - 1. Frammarar voru betri í fyrrihálfleik en KR í seinni hálfleik þar sem sjálftraustið fór í gang hjá þeim. Ég tel Frammar vera með mjög gott lið og vel spilandi lið enda hafa þeir sannað sinn árangur í seinni hluta mótsins. Þess vegna held ég að Frammar komi dýr vitlausir til leiks og veiti KR góða mótspyrnu í leiknum í dag.
Þessir bikarleikir hafa gefið af sér góða mynd hvernig spenna og eftirvænting er í fyrirrúmi með liðum sem keppa um þennan eftir sótta bikar. Þorvaldur Örlygsson þjálfari okkar Frammar hefur sýnt það í verki að hann er fagmaður í sínu starfi og hefur náð glæsilegum árangri með Fram liðið í sumar.
Frammarar mætu allir á völlinn leikmenn og þjálfari þurfa ykkar stuðning á að halda í dag til að komast í úrslita leikinn. Andrúmloftið og spenna mun verða til staðar í dag, fjölmennum Frammarar á völlinn og styðjum okkar lið með sögn og gleði.
Jóhann Páll Símonarson.
Stundum á Fram engan heimavöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 14:36
Lögreglan er kominn á slóð þjófa.
Lögreglan fann í gærkvöldi slóð eftir þjófagengið sem brutust inn í gáma sem voru í eigu húsganaverslunarinnar Patta við Dugguvog. Lögreglan fann þessa slóð eftir ábendinga fólks sem hafði séð til ferðir þessarar óprúttnu þjófa sem höfuð komið sófasettunum fyrir í skemmu í Hafnarfirði, þegar lögreglan kom á staðinn. Voru sófasettin farinn enn hamagangur var það mikill í þjófunum að þeir skildu eftir sig slóð sem var hægt að rekja. Í kjölfarið fór lögreglan á slóðina og er nú í þessum töluðu orðum með hugsanlega þjófa í sigtinu og spurning hvenær þeir verða allir handteknir. Samkvæmt nýustu upplýsingum er búið að handtaka þjóf í tengslum við ránið og er hinn grunaði komnir í hald lögreglunar og er nú í yfirheyrslu og hugsanlega verða fleiri handteknir í framhaldinu.
Þjófnaður að þessu tagi kemur niður á fyrirtækinu þar sem tjónið nemur miljónum króna og óvíst hvort stolnu sófasetinn komast öll í leitirnar aftur og hvort nokkur tíman verður hægt að selja þau aftur vegna skemmda í þessum flutningum sem þau hafa þurft að þola. Það er áhyggju efni eigenda fyrirtækja við Dugguvog að geta ekki geymt hluti og annað án þess að eiga von á á óprúttnir þjófagengi séu þar á fer í skjóli myrkurs. Þessi þjófnaður hefur vakið upp vanlíðan eigenda fyrirtækja með sína eigur vegna þess að Dugguvogur hefur verið friðsælt hverfi um áraraðir og þar hafa tæki og tól fengið að vera í friði. Nú eru uppi hugmyndir með samvinnu Lögreglu hvernig mun verða brugðist við þjófagengjum að nætur lagi. Þær hugmyndir verða gerða á næstunni með það í huga að tryggja eigur manna við Dugguvog.
Það sem kom málinu á framfæri voru fjölmiðlar sem tóku undir orð Þórarins Hávarssonar sölustjóra Patta við Dugguvog og eigenda Patta Gunnars Baldurssonar, fólksins sem lét vita og Lögreglu sem hefur unnið þrekvirki að upplýsa þennan stórfelda þjófnað af sófasettum. Þetta synir í raun hvað hægt er að gera ef fólk með samvinnu fjölmiðla og lögreglu tekst að upplýsa þjófnað að þessu tagi.
Jóhann Páll Símonarson.
Stórfelldur sófasettaþjófnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 22:56
Ljósin loga á horni Holtavegar og Langholtsvegar
Það var hlýlegt að aka Langholtsveginn í kvöld og sjá ljósin 3 loga og blómvendina liggja á bekknum þar sem hin mikilli mótmælandi Íslandsögunar stóð í kulda og vosbúð og mótmælti því sem honum líkaði ekki. Þessi hugsun þeirra sem sárt sakna Helga Hóseassonar hafa lagt þessi blóm og kertaljós vilja sjálfsagt með þessu þakka honum fyrir það sem hann hefur gert. Og vilja um leið minnast hans sem hetju fyrir sitt frumkvæði að hafa skoðanir og kjark. Helgi var einstæður persónuleiki sem hafði skoðanir á hlutunum og tók til sinna ráða án þess að spyrja aðra um skoðanir. Hinsvegar ef þú komst að tali við hann sjálfan þá stóð ekki á honum að svara þér.
Hlýhugur er til staðar, það gerður þeir sem lögðu kertin 3 og blómin á bekkinn þar sem Helgi Hóseasson stóð alla tíð með sitt mótmælaspjald. Þeir sem heiðruðu minningu hans þið eigið þakkir skildar. það er ekki öllum gefið sem hugsa hlýtt til manna sem hafa staðið af sér allt sem var á hans vegi í gegnum lífið. Blessuð sé minning um Helga Hóseasson.
Jóhann Páll Símonarson.
6.9.2009 | 12:23
Helgi Hóseasson lést í morgun.
Öflugasti mótmælandi Íslandsögurnar lést í morgun. Helgi Hóseasson stóð daginn út og inn. Í sinni grænu úlpu á Langholtsveginum með sitt mótmæla spjald í sama hvernig veðrið var. Hann er sá einni sem sletti skyri á Alþingismenn og var síðan handtekinn fyrir atvikið. Helgi var trú sinni sannfæringu og stóð við hanna án þess að fá hjálp eða undirteknir frá fólki eða fjölmiðum.
Með þessum orðum vil ég votta fjölskyldu Helga Hóseassyni mína samúð. Eitt mun fylgja Helga alla tíð hann var trúr sínum málsstað sem honum fannst óréttlát að hans mati hvort sem okkur líkar betur eða vel. Blessuð sé minning um Helga Hóseasson.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 23:20
Til hamingju allir íbúar á Selfossi.
það er stolt og þrautseigja liða eins og Selfoss sem hafa barist um ártugaskeið fyrir sínum tilvörurétt hafa nú í fyrsta og eina skipti uppfyllt þær kröfur að vera meðal þeirra bestu. Að vera í úrvalsdeild í knattspyrnu er ekkert slor deild sem þykkir sú besta deild í dag. Selfoss hefur í dag uppfyllt þessar kröfur að vera úrvalsdeildarlið fyrir mig er það ánægjulegt og fagnaðarefni fyrir íþróttahreyfinguna.
Ég sem Frammari og fyrrverandi leikamaður óska öllum íbúum á Selfossi og liðsheildinni á Selfossi til hamingju með frábaran árangur liðsins. Sérstaklega vil ég geta leikmannsins Sævar Þór Gíslasonar og Hjartar Júlíusar Hjartarsonar hvað þeirra innkoma hefur verið mikilvæg á tímum eins og þessum.
Enn og aftur til hamingju með ykkar frábæra árangur. Nú er tíminn að hugsa til framtíðar, tíminn er fljótur að líða, enn æskan bíður og vonar það. Framtíðin sem við bíðum eftir er æskan á Selfossi.
Jóhann Páll Símonarson.
Selfyssingar komnir í úrvalsdeildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 06:49
ASÍ heldur karphúsþrælum í heljargreipum.
Ályktun Sjómannafélags Íslands er þörf ámenning til launþega hvernig stærstu aðildarfélög launþega eins og ASÍ haga sér þegar kemur að skipa stjórnir í stjórnum lífeyrissjóða og hvernig samtökin misnota vald sitt með skipun fulltrúa atvinnurekenda í stjórnir. Þeir stjórna hverjir eru fulltrúar þeirra. Enn launþegar hafa ekki kosningarrétt eða skipa sæti í stjórnum lífeyrissjóða þótt þeir séu hinir raunverulegir eigendur. Enda sanna það nýjustu dæmin hvernig lífeyrissjóðirnir í landinu hafa tapað sem nálgast nær 50 prósent af eigi fé lífeyrissjóðanna og margir lífeyrissjóðir standa afar illa og verða að halda áfram að skerða lífeyrir sjóðsfélaga sem hafa ekkert unnið til þess. Litlar breytingar hafa átt sér stað þrátt fyrir verulega slæma ávöxtun á fé lífeyrissjóðanna, stjórnendur eru flestir á sínum stað þrátt fyrir glórulaust tap sem er í raun víta vert að tapa nær 50 prósent af eigið fé. Tapið nemur um þúsundir miljarða króna.
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða er farin yfir öll velsæmis mörk tókum dæmi um Gildi lífeyrissjóð þar sem rekstrarkostnaður árið 2008 var rúmar 264 miljónir króna á ársgrundvelli. Framkvæmdarstóri hafði rúmar 21 miljón króna í laun á árs grundvelli framkvæmdarstjóri eignastýringar hafi rúmar 21 miljón króna á ársgrundvelli sem gera rúmar 42 miljónir króna í laun handa 2 mönnum. Laun framkvæmdarstjóra eignastýringa voru ekki gefin upp á ársfundi sjóðsins árið 2009, þrátt fyrir ítrekun um það. Ef hinsvegar er gáð í tekjublað Frjálsar Verslunar þá kemst maður af því sanna í málinu.
Ef grannt er skoðað er fyrirtæki sem kennir sig við Frumtak sem er samlagsjóður alfarið í eigu Nýsköpunarsjóða atvinnulífsins, sex af stærstu lífeyrissjóðanna og þriggja banka. Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn ekkert er getið um þetta í árskýrslu. Þetta sama fyrirtæki var í dag að kaupa hlut í Andersen & Lauth sem hannar og selur tískufatnað ekkert var getið um kaupverð á þessum hlutum. Það sjá það allir hverskonar þvæla þetta er. Á sama tíma er verið að skerða greiðslur lífeyrisþega um þúsundir króna. Þeim væri nær að leggja þetta fé til sjóðfélaga enn að tryggja handónýttum fyrirtækjum rekstrar grundvöll.
Þess vegna styð ég heilshugar stefnu Sjómannafélags Íslands um að atvinnurekendur fari burtu úr stjórnum lífeyrissjóða landsmanna, ekki má gleyma valdahroka atvinnurekenda sem vilja halda áfram án samþykktar að stofna fjárfestingarsjóð án samráðs við eigendur. Ég tel þetta vera ofríki þeirra sem ráða för, er svipað þegar Bréfsnef var uppi á sínum tíma. Burtu með atvinnurekendur og fulltrúa launþegahreyfingar í sjóðunum og ASÍ sem heldur meirihluta sjóðfélaga í heljargreipum.
Það þarf ekki menn með miljónir á mánuði til að lækka við okkur launin, né heldur menn á tíföldum verkamannalaunum til að tapa fyrir okkur sparifénu. Þetta ættu karphúsþrælar að hafa hugfast nú og í næstu framtíð.
Jóhann Páll Símonarson.
Menn fara best með eigið fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)