Nú ríður á að við styðjum Frammara.

Fram og KR mætast í dag kl 16,00 í undanúrslitum um Vísa bikarinn. Frammarar munu mæta sterkir til leiks gegn KR. Síðasti leikur Frammara gegn KR lauk með sigri KR 3 - 1. Frammarar voru betri í fyrrihálfleik en KR í seinni hálfleik þar sem sjálftraustið fór í gang hjá þeim. Ég tel Frammar vera með mjög gott lið og vel spilandi lið enda hafa þeir sannað sinn árangur í seinni hluta mótsins. Þess vegna held ég að Frammar komi dýr vitlausir til leiks og veiti KR góða mótspyrnu í leiknum í dag.

Þessir bikarleikir hafa gefið af sér góða mynd hvernig spenna og eftirvænting er í fyrirrúmi með liðum sem keppa um þennan eftir sótta bikar. Þorvaldur Örlygsson þjálfari okkar Frammar hefur sýnt það í verki að hann er fagmaður í sínu starfi og hefur náð glæsilegum árangri með Fram liðið í sumar.

Frammarar mætu allir á völlinn leikmenn og þjálfari þurfa ykkar stuðning á að halda í dag til að komast í úrslita leikinn. Andrúmloftið og spenna mun verða til staðar í dag, fjölmennum Frammarar á völlinn og styðjum okkar lið með sögn og gleði.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Stundum á Fram engan heimavöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband