Arnar Þór Jónsson lætur ekki blaðamann á mbl og Ríkisútvarpsins slá sig.

Það er eins og blaðamaðurinn með bláabindið sé þunnur í dag, þegar hann kemur til starfa. Það segi ég vegna umfjöllunar hans á frambjóðendum til forseta kjörs sem birtist vel með bláum stöfum á mög áberandi stað í blaðinu í dag.

Þarna er ljóst að útsendari Sjálfstæðisflokksins reynir með öllum tiltækum ráðum að koma högg á frambjóðandann Arnar Þór Jónsson sem hefur gert það ítrekað. Slík aðför hans og Sjálfstæðisflokksins sem hann er meðlimur í því kosningarbandalagi, er til vansa fyrir hann, mbl og eigendur.
Þeir sem hafa skoðanir sjá allir að bláustafirnir virka vel.

Af hverju var ekki blár stafur við fylgi Arnar Þórs Jónssonar? Hvers vegna ekki? Er hann ekki í framboði? Jú hann er í framboði. Mbl ber að hafa hann uppi svo allir getið fengið að skoða sinn hug þannig eru löginn í landinu að gæta meðalhófreglu gagnvart einstaklingum, jú við höfum sem einstaklingar sama rétt að bjóða okkur fram, þannig á kerfið að virka.

Loksins eftir miklar athugasemdir þá hafði blaðamaður á mbl samband við Arnar Þór Jónsson þar sem hann fékk loksins að tjá sig með sínum hætti. Þar segir Arnar í stuttu máli með skýrum orðum. ,, Ég ætla að reima á mig skóna og mun spila leikinn,, Leikurinn er ekki hafinn,, það er ekki búið að flauta til leiks,, Enn tekur fram að fjölmiðar sem segja að fólkið sé mikilvægur þáttur,, fjölmiðlar hafa látið í það skína að sumir séu ekki inn á vellinum:

Þá spyr ég á hvaða leið eru fjölmiðill eins og Morgunblaðið sem telur sig vera blað allra landsmanna.? Er Morgunblaðið komið á þá leið að upphefja þá sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, það ætla ég ekki að vona. Enn samt er þessi blaðamaður í vinnu fyrir fjármálaöflin í landinu sem eru að reyna að koma í veg fyrir kjör hans.

Arnar Þór Jónsson telur fjölmiðla hafa fallið á prófinu. Versta í þessu öllu er að þeir hampa öðrum án gjalds, frí umfjöllun í útvarpi og sjónvarpi á meðan aðrir frambjóðendur sitja á hakanum eins og Óli verkamaður sem hætti í vinnunni vegna þess að hann var látinn sitja á hakanum, svo einfalt er það.
Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Þetta er allt saman satt og rétt hjá þér.

En mogginn sem einka-fyrirtæki hefur engum skildum að gegna

gagnvart almenningi.

En RÚV-HEFUR MIKLUM SKILDUM AÐ GEGNA,

OG ÞAÐ ER ÞAR, SEM AÐ KRAFAN Á AÐ KOMA Á 

HLUTLEYSI tengt almannahag:

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/1/

Dominus Sanctus., 22.4.2024 kl. 16:36

2 Smámynd: Guðbjörg Snót Jónsdóttir

Enda engin ástæða til þess. Það er ekkert að marka þessar svokölluðu skoðanakannanir, sem Rúv er alltaf að útvarpa. Arnar Þór á bara að halda sínu striki og vona það besta, eins og við stuðningsmenn hans.Ég vona líka og bið, að hann verði næsti húsbóndi á Bessastöðum, enda réttur maður á réttum stað, hvað sem öllum öðrum líður og hver segir.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir, 22.4.2024 kl. 17:05

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

 Heil og sæl Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Það væri rétt að taka fram að Mbl og stjórnvöld stunda það að ritskoða það sem sagt er. Segjast vera að bjarga lýðræðinu. Sem er þvæla. Mikið rétt sem þú bendir á.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 22.4.2024 kl. 21:42

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Það er komið að ákveðinni ögurstundu í sögu lýðveldisins og það var alveg örugglega ekki bananalýðveldi sem menn sáu fyrir sér að Ísland myndi þróast út í að verða en því miður er þróunin í dag í þá átt. Verið sé að búa til valdaelítu sem lítur niður á allan almenning. Þetta sagði Arnar Þór Jónsson lögmaður og forsetaframbjóðandi í þætti Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Arnar Þór segir að hér sé spillingin að grafa um sig innan stjórnmálanna. Leikrit séu sett á svið þegar menn þykjast axla ábyrgð og þeir varla farnir úr embætti þegar þeir séu komnir þangað aftur. Þá séu samgróningar á milli stjórnmálaflokkanna sem tryggi hagsmuni hvers annars í stað þess að ganga erinda kjósenda sinna. Þá séu einnig samgróningar milli flokkanna og fjölmiðla sem geri það að verkum að orðin sé til valdaelíta á Íslandi sem líti jafnvel svo á að almenningur í landinu sé orðinn að vandamáli.

Mjög mikilvægt að forseti virkji beint lýðræði

Arnar þór segir að stjórnmálin séu farin að snúast um að þeir sem séu valdamestir í flokkunum eða séu hinum valdamestu þóknanlegir séu þeir sem eigi að fá að sitja við kjötkatlana en almenningi sé ætlað að greiða skatta, þegja og hlýða. Hann segir þegar fulltrúalýðræðið bregst almenningi á þennan hátt þá eigi Íslendingar að leggja meiri áherslu á að innleiða beint lýðræði.

Arnar Þór segir að ef Íslendingum beri gæfa til þess að velja í embætti forseta, mann eða konu, sem vilja beint lýðræðið væri það mjög til góðs fyrir þjóðina.

Hlusta má á ítarlegri umræðu um málið í spilaranum hér að neðan

Jóhann Páll Símonarson, 22.4.2024 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband