Procar hugsanlega á leið í Gjaldþrot?

Eftir umfjöllun fréttaskýringaþættinum Kveik á dögunum, þá hefur fyrirtækið farið halllokka eftir að hafa stundað frá árinu 2011- 2016, og hugsanlega lengra tímabil að svíkja undan skatti og með sölu notaðra bifreiða með því að keyra niður kílómetrastöðu bíla sem voru í umsjá þeirra. Nú hefur fjöldi fólks krafið þá um endurgreiðslu, og skaðabætur, þar sem viðskiptaforsendur eru ekki fyrir hendi og eigendur vilja ítrekað rifta gerðum kaupsamningum. Félag Íslenska bifreiðaeigenda er með tugi mála á sínu borði og sama gildir um lögmanns stofunnar Rétt sem eru með mál Bílamarkaðarins í Kópavogi á hendur Procar þar sem þeir hafa veikst stöðu bílasöluna,ekki nokkur maður hafði grun um slíkt glæpsamlegt athæfi Procar. Ekki neinn trúið að þeir skyldu nota aðra að blekkja söluaðila og þá sem keyptu í sínu sakleysi bíla sem Procar átti og trúðu að um heiðarleg viðskipti væri um að ræða.

Samgöngustofa, Lögreglan, Dómsmálaráðherra, Alþingismenn og fleiri sem eiga hlut að máli hafa ekkert gert, síðan málið kom upp. Ekki einu sinni farið á stúfana til að haldleggja bækur og kanna stöðu á bifreiðum sem mælisstaða hefur verið keyrð niður og er í raun hættulegar varðandi umferðaöryggi.

Ég tel það stutt í það að Procar verði lýst gjaldþrota, á meðan reyna þeir að færa bifreiðir undan Procar í annað fyrirtæki, mörg lánafyrirtæki eiga talsvert fé hjá Procar í formi skuldabréfa samninga með veð í þessum bílum. Og eftir stendur eina ferðina enn, það er fólkið sem mun tapa á þessum glæpamönnum og öllum ráðamönnum þjóðarinnar er skýt sama um fólkið sem keypti svika bíla í góðri trú að allt væri í lagi. 


Bloggfærslur 24. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband