Getur það verið að starfsmenn Heilbrigðisráðuneytis séu 62 starfsmenn.

Ég var að reyna að ná þessum fjölda saman, enn það má vel vera að þeir séu fleiri. Eftir stuttlega skoðun kom það í ljós að karlar eru undir í starfshlutfalli og hugsanlega brot á jafnræðisreglu, hvað varðar jafnrétti. Ég er hræddur um að konur myndu ekki sætta sig við slík hlutfall, ef það hallaði á þær. Konur í störfum eru samtals 47 núna. Takið nú eftir karlar eru í minnihluta þeir eru aðeins 15. Samtals 62 starfsmenn í fullu starfi, hverskonar rugl er þetta að verða, starfsmenn í embættum á vegum ríkisins. Á sama tíma vill flokkur Samfylkingar fjölga störfum á vegum ríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn var lengi með þá stefnu og í kosningum" Báknið burtu,, þrátt fyrir þessi kjör orð þá fjölgar starfsfólki frekar enn að þeim fækki miðað við þá tækni sem er í boði, fyrir 400 hundruð þúsund manna þjóð. Eru í dag 62 starfsmenn í vinnu aðeins fyrir eitt ráðuneyti. Fyrir utan alla þá sem koma utan frá, og þá keyptu sérfræði þjónusta sem hvergi kemur fram.

            Hugsanlegur launakostnaður.

Hugsanlegur launakostnaður miðað við 600-700 þúsund að jafnaði á alla starfsmenn.700,000 á mánuði x 12 sem gera 8,4 miljónir á mann á ári. Ef við tökum alla starfsmenn með 8,4 miljónir í árslaun. Sem gera 394,8 miljónir í laun á ársgrundvelli. Fyrir utan heilbrigðisráðherra og aðra sem eru á launum. Samkvæmt þessu þá nálgast þessi kostnaður á milli 400-450 miljónir á ári. hugsanlega ekki undir nær þúsund miljónum ef allt er með talið..

                  Tilgangur minn er þessi.

Eftir slæma meðferð á máli sem ég er með til efnilegra meðferðar. Vegna hroka starfsmanna stjórnar Framkvæmdarsjóðs aldraða við afgreiðslu mín erindis sem ég er búinn að vera með í ferli síðan 14 desember 2020. Eftir móttöku og svör, þá hefur ekki enn borist efnislegt svar við erindi sem ég sendi stjórn Framkvæmdarsjóðs aldraða. Nú er sama erindi komið inn á borð frú Svandísar Svavarsdóttur til efnilegrar meðferðar, og afriti sent umboðsmanni Alþingis. Eftir framkomu Framkvæmdarsjóð aldraða þá var mér ljóst að stjórnsýslan er að bólgna út, dag frá degi. Verðum við ekki að fara að stöðva báknið eins og kjör orð sjálfstæðismanna var á sínum tíma. Alla vega gengur þetta kerfi upp á meðan vantar fé inn í kerfið sjálft.

Jóhann Páll Símonarson.


Bloggfærslur 25. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband