Fjöldi starfsmanna Innkaupastofnunar Ríkisins mun missa atvinnu sína.

Hörmuleg tíðindi eru að berast frá Alþingi. Fjármálaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson var að leggja til í nýju frumvarpi að leggja niður alfarið Innkaupastofnun Ríkisins og sameina það Ríkiskaupum og það verði til ein stofnun í stað tveggja.

Hver er sparnaður í þessum lögum?.

Í svari Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata gat fjármálaráðherra ekki svarað hver sparnaður væri að leggja niður Innkaupastofnun Ríkisins. Það stóð ekki í frumvarpinu frá fjármálaráðherra. Hverskonar rugl er þetta, ráðherra hafði ekki hugmynd um þann kostnað. Enn hann viðurkenndi og sagði jafnframt þetta hafa ekki verið reiknað hver sparnaðurinn væri.? Maður spyr sig hvað skyldi slíkt frumhlaup hafa gengið lengi? 

Hvernig væri að fækka í Yfirstjórn fjármálasýslunar?

Kjör orð Sjálfstæðisflokksins var á sínum tíma að segja? Báknið burt: Ok hvað hefur skeð síðan, ekki neitt nema að báknið hefur þanist út, er við það að springa í loft upp. Sama ruglið er á Alþingi hvað varðar Alþingismenn sem eru of margir. Þeim er ekki sagt upp vegna sparnaðar. Nei það kemur ekki til greina. Enn smáborgara er sagt upp í staðinn sem er á smánarlaunum miðað við Alþingismenn eða í yfirstjórn fjármálasýslunar.

Innkaupastefna Ríkisins.

Mikilvægt er að ríkisaðilar hafi í höndum markvissa stefnu um innkaup sem styðja markmiðið um sjálfbæra þróun og sjálfbær ríkisútgjöld.

Lykilviðfangsefni við opinber innkaup ríkisaðila til næstu ára eru;

Hagkvæm og vistvæn innkaup. Aukin fagleg þekking innkaupaaðila. Aukin samvinna við markaðinn. Stafrænar innkaupaleiðir,gagnagreiningar og sameiningaleg innkaup. Greiður aðgangur að upplýsingum um innkaup ríkisins.

Hvað með markiðið?

Hefur það staðist? Ekki neinn veit um það. Nema þeir sem stjórna þessu öllu að ég held. Það er öllum holt að fara vel með eigur ríkisins, Það er skylda og ber að framfylgja að mínu áliti. Eins og allstaðar í þessu þjóðfélagi eru til vinir og kunningjar sem hafa áhrif af hverjum er haft viðskipi við. Eftir stendur ríkistarfsmaðurinn sem mun missa vinnuna í hagræðingarskyni Ríkistjórnar Íslands Það mun fljótlega skýrast þegar frumvarpið liggur fyrir.

Jóhann Páll Símonarson.

 

 

 


Bloggfærslur 18. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband