Sjómenn Semja.

Þetta var fyrirsögn á vef mbl.is nýlega Ég vil gera smá athugasemdir Sjómannafélag Íslands hefur ekki skrifað undir þennan samning ennþá, hinsvegar liggur hann hjá félaginu til skoðunar. Þessi samningur snýst um tryggingarþáttinn og breytingar á hlutaskiptum. Því íslenskir sjómenn fá greitt í erlendum gjaldeyri sem síðan er hann reiknaður út í íslenskum krónum. Samningurinn er í raun og veru laus hjá félögum í Sjómannafélagi Íslands þar sem ekki hafa farið fram alvöru viðræður um kjarasamninginn hugsanlega mun þetta taka nokkrar mánuði í viðbót því staðan í fiskveiði málum er í uppnámi. Samningur sem var gerður í gær snerist aðeins um lámarkslaun og hlutaskipti.

Fleiri samningar eru eftir.

Það á eftir að semja um laun fyrir farmenn sem sigla á erlendum skipum undir hentifána skipafélaga sem eru í reglubundum siglingum til Íslands, þau laun sem boðið er uppá eru smánarlaun fyrir mikla vinnu um borð. Því til skýringa er vinna hásetar mikill vegna vinnutillögunnar. Sem dæmi vinna þeir alla þá vinnu sem tilfellur þar með talið kranavinnu sem fellur undir þeirra starf þar með talið frágangur á farmi ( sjóbúa skipið) á meðan fá erlendir hásetar fá greitt í dollurum fyrir frágang á farmi og Íslenskir hásetar verða að vinna alla kranavinnu á þeirra skipum sem ekki eru mönnuð íslenskum áhöfnum. Það sem vekur athygli á árinu 2011, er fækkun í farmannastéttinni því enginn nýliðun er í greininni, fáir stýrimenn útskrifast og hásetar sækja ekki í starfið sökum lélegra launa. þetta eitt er áhyggjuefni fyrir farmannastéttina til framtíðar litið.

Skráning kaupskipa undir hentifána.

Útgerðamenn skrá sín skip undir skúffufyrirtækjum víða um heim undanfarinn ár til þess eins að komast fram hjá því að greiða skatta og tekjur til samfélagsins. Nýleg skráning skipa undir sjóræningjafrána Færeyinga er eitt skrefið sem nú er tekið þar sem útgerða menn fá hluta af skattpeningum áhafnar til baka. Um leið eru íslenskir farmenn réttindalausir. Þeir geta ekki einu sinni tekið sér feðra orlof, skattkortið gildir í Færeyjum enn ekki á Íslandi. Atvinnuleysingar bætur fá þeir ekki. Til þess að öðlast réttindi að nýju þurfa þessir menn að bíða í marga mánuði til að vera gjaldgengir að nýju í íslensku samfélagi.

Ég tel orðið tímabært að ræða þessi mál að viti. Það þýðir lítið fyrir Múrbúðina að auglýsa að þeir séu komnir á markaðinn með timbur því þeir hafa viðskipti með skip undir þægindafána og erlendri áhöfn þótt eigandinn sé Íslenskur Ekki lækkar Múrbúðin verðið svo um munar. Nú spyr maður hvar er þessi raunverulega samkeppni sem menn tala um?

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband