Er stefna ríkisjórnarinnar að ganga frá útgerðamönnum fiskveiðiflotans?.

Í hrunvæðingunni fór ákveðinn hópur manna fyrir því að yfirtaka fyrirtæki, banka sem lítið dæmi og borga sér arð og skilja þau síðan eftir í rjúkandi rúst og mörg fyrirtæki hafa ekki borðið þess bætur síðan. Þessir sömu menn fóru með fúlgu fjár burtu úr landinu og eru hugsanlega faldar í skattaskjólum víða um heim. Þessir sömu menn segja síðan, að þeir viti ekkert hvað hefur gerst. Ekkert hefur skeð síðan að uppræta tugi þúsunda miljarða sem hurfu úr þjóðarbúi okkar. Ríkistjórinn undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekkert gert í þeim málum. Þessi sama stjórn ræðst nú með harkalegum hætti að útgerðamönnum sem veita þúsundum launþegum vinnu sem gefur af sér skattatekjur til að halda uppi velferð landsins. Stað þess að komast til botns í málefnum manna sem tæmdu fyrirtæki, banka og skildu eftir sig landið í rjúkandi rúst. 

Nú önnur aðferð í gangi.

 Að ganga frá útgerðamönnum fyrir fullt og allt. Önnur eins aðferð hefur ekki þekkst fyrr. Á sama tíma ganga smábátar kaupum og sölum fyrir gott verð til veiðar á þessum strandveiði kvóta. Það er mín skoðun að þeir sem berjast sem mest eru nefnilega þeir sem selt hafa aflaheimildir sínar fyrir gott verð og ætla síðan að koma aftur inn í greinina til að öðlast sama rétt aftur og þeir höfðu. Maður spyr sig hvað með þá sem hafa keypt sér aflaheimildir eða orðið fyrir skerðingu mér er spurn? Á sama tíma búa útgerðamenn við skertar veiðiheimildir, og geta ekki einu sinni búið sig undir framtíð og stjórnun á veiðiheimildum og endurnýjun fisveiði flotans sem hlýtur að vera krafa um meðferð verðmæta. Stað þess er ráðist ódrengilega að sjómönnum og fjölskyldum þeirra sem hafa afkomu að greininni. Útgerðamenn vita að frjálsa framsalið hefur verið þyrnir í augum manna, þetta er eina vandamálið sem er að í þessu kvótakerfi og þarf að afnema.

Vinstri Grænir.

Þáttur Björns Vals Gíslasonar nú að reyna draga L.Í.Ú og Sjálfstæðisflokkinn inn í fjármál flokksins er ekkert annað enn aðdróttanir að hans hálfu. Til að menn séu marktækir verður alþingismaðurinn að hafa sannanir fyrir því sem hann fullyrðir. Nú veit ég ekkert um stöðu Sjálfstæðisflokksins né fjármál hans, enn mér ofbíður svona málflutningur. Björn Valur Gíslason þér væri nær sem skipstjóri á togara í eigu útgerðamanns sem er í samtökum L.Í.Ú að þú sjálfur reyndir nú að upphefja sjávarútveginn í landinu stað þess að reyna að rífa hann niður eins og gert er núna. Er þjóðin sannmála því að aðförinni sem nú er hafin á hendur útgerðamönnum er til að tryggja Evrópubandalaginu í sessi og um leið beinan aðgang að íslenskum fiskveiðimiðum? Sem hefur verið draumur þeirra um árabil. Er þetta málið sem Samfylkingin og Vinstri grænir vilja að gefa erlendum þjóðum aðgang að bestu fiskimiðum í heimi.? Með því myndu þeir rústa sjávarútvegi Íslendinga sem hefur barist á bannaspjótum fyrir því að erlendar þjóðir komist inn í fiskveiðilögsögu okkar.  Enda hefur bandalagið eytt miklum kostnaði að koma sínum málefnum á framfæri. Þegar þessu er lokið þá munu bændur verða fyrir barðinu á Ríkistjórn Íslands.

Jóhann Páll Símonarson. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband