Söfnun.

Nú eru í gangi safnanir fyrir krabbameins veik börn sem foreldrar vilja þakka fyrir með því að hlaupa kringum landið fyrir litla drenginn sinn Emil Ágúst Þórisson sem greindist með bráðahvítblæði. Baráttan er búinn að vera honum erfið, enn nú horfir til betri vegar. Allt er þetta sama baráttan á meðan þau eru veik, sum komast yfir þetta og önnur ekki. Þessi söfnun heitir á Meðan fæturnir bera mig.

Síðari söfnunn er til styrktar blindri konu Fríðu Eyrúnu Sæmundsdóttur frá Patreksfirði sem er lögblind. Allt eru þetta góð málefni, og eiga þeir sem standa að þessu mínar bestu þakkir. Það sem vekur mig til umhugsunar hvers vegna fjölmiðlar gera uppá milli aðila sérstaklega Bylgjan sem hefur fjallað meira um söfnun á meðan fæturnir bera mig, enn Brellurnar sem hjóla 640 km leið í kringum erfiðasta leiðar kerfi á Vestfjörðum. Enn einhvern veginn hefur þessi söfnun orðið útundan, sjálfsagt vegna þess að fjölmiðlar gera uppá milli aðila sem er ekki gott mál.

Netvæðing.

Á tölvuöld byggist allt á því að hafa góða heima síðu sem veitir aðgang þeirra sem hafa áhuga að fylgjast með fréttum og sérstaklega söfnun á Meðan fæturnir bera mig. Heima síða þeirra er mjög vel uppfærð og kunnáttu menn á ferð sem standa af þeirri síðu. Er það raunin? Að þeir sem geta komið sér á framfæri fái mestan stuðninginn til hjálpar þeim sem eiga það virkilega bágt. Ekki skal gert lítið úr söfnum sem nú fara fram. Því þær eru margar, hver á sínu sviði. Mjög gott væri ef menn gætu lagt þessum söfnunum lið. Ég vil minna á að gera ekki uppá milli aðila því margir eiga við sárt að binda og sérstaklega væri gaman að heyra hvernig þessari söfnun sem Brellurnar hjóluðu 640 km til styrktar lögblindri konu á Patreksfirði gangi og hve mikið hefur safnast? Á sama tíma hafa safnast rúmar 8,6 miljónir króna til styrktar krabbameinsveikum börnum.

Jóhann Páll Símonarson.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband