Berserksgangur á Alþingi.

Sá leiðinda atburður og átti sér stað á löggjafa samkomu okkar Íslendinga í síðustu viku.Þar sem núverandi stjórnarandstaða braut gróflega þingsköp Alþingis, þegar rætt var um raforkulög og fundur átti að standa lengur enn venjulega. Þá brast stjórnarandstaða illa við'' Með ýmsum ljótum orðum sem ber að nefna hér,, Orðlaus að haldin sé kvöld fundur, Óskiljanlegt að haldin sé kvöld fundur, Tudda nálgun, Egna til meiri ófriðar. Síðan sagði Birgitta Jónsdóttir í ræðustól'' Ef forseti vill stríð, þá skal hann fá það,,Hugsið ykkur framkomu ungra og óreynda þingmanna sem brúka kjaft yfir því að þurfa að vinna lengur. Sá sem stjórnar er forseti Alþingis það er hann sem hefur valdið og stjórnar því sem fram fer, svo það sé á hreinu.

Það hlýtur að vera áhyggju efni að lýðræðiskjörnir þingmenn skuli ekki virða lög og reglur sem þeir sjálfur hafa staðfest á alþingi.Virða ekki einu sinni atkvæðagreiðslur, þegar á að greiða atkvæði, þá er búinn til fljótlega uppreisnarhópur fárra þingmanna sem taka sér ólöglegt vald og sitja í hliðarherbergjum á meðan atkvæðagreiðslu stóð. Þetta var sérstaklega hópur Samfylkingar, Vinstri græna, og Pírata. Þeir sem undirbjuggu þetta voru með ólöglega athæfi, sérstaklega, Helgi Hjörvar, Birgitta Jónsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, sem skipulögðu uppreisn gegn lögum sem þeir sömdu sjálfir.

Þorsteinn Sæmundsson gerði athugasemd við þessa framkomu'' Hæstv. forseti. Ég held að það hljóti að vera athyglisvert fyrir þá fjölmörgu sem að jafnaði fylgjast með störfum Alþingis að vera vitni að því( Helgi H. Hjörvar: Stjórnarliðar...) að stjórnarandstaðan sýni þingstörfum jafn mikla fyrirlitningu og hún gerði hér áðan með því að atkvæðagreiðslu um lengt fundar. Ég held að það hljóti að vera umhugsunarefni sem fylgjast með þingstörfum á hvaða braut stjórnarandstaðan er. Í stuttu máli sagt, eftir mínum stuttu þingreynslu ætla ég að segja: Mér finnst þetta til skammar, herra forseti.

Þetta er málið sem Þorsteinn Sæmundsson nefnir hér. Hvað er til ráða? Jú nú verður fólkið í landinu að grípa í taumana, og hreinsa vel til þegar næst verður kosið til Alþingis, við sem þjóð getum ekki haft þingmenn á launum fyrir að tefja fyrir framgöngu mála sem liggja fyrir og liggur á að þau verði að lögum. Lög um lyklafrumvarp sem er búið að reyna að þagga niður, Verðtrygging, Raforkulög, málefni Aldraða, Hjúkrunarheimili og fleiri mál sem vert er að taka. Burtu með þennan óþjóðar lýð sem nú stundar skemmdarverk á lögum sem þeir samþykktu sjálfir.

Jóhann Páll Símonarson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband