1.10.2015 | 23:32
Af hverju hvolfdi Jóni Hákoni.
Það voru skrýtnar tilfinningar sem Þröstur Leó Gunnarsson leikari og skipsverji á Jóni Hákoni BA þurfti að upplifa þegar bátnum hans hvolfdi í blíðskapaveðri út af Aðalvík í júlí í sumar. félagi hans fórst hann hét Magnús Kristján Björnsson, hans er sárt saknað af ættingjum og vinum. Það kemur fram að ekki hafi verið sjór í lestum, því nýbúið var að lensa sjó úr bátnum. Af hverju þurfti í logni og sléttum sjó að lensa? þeirri spurningu er enn ósvarað. Veiðafæri og afli voru á dekki. Aðstaðan var hörmuleg hvorki björgunarhringir né sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði,allt var fast þegar skipinu hvolfdi skyndilega án þess að hægt væri að gera neitt nema að bjarga sér. Þröstur Leó Gunnarssyni tókst með undraverðum hætti að fylgja bátnum efir þegar hann var á snúast heilan hring og tókst að komast á kjöl bátsins og bjarga sínum félögum, enn einn fórst eins og ég gat um áðan. Þar biðu þeir í nær 60 mínútur eftir hjálp og voru að krókna úr kulda og nær dauða enn lífi. Sem betur fer kom smá bátur þeim til bjargar sem hét Mardís á síðustu stundu. þökk sé eiganda þess báts.
Hvers vegna hvolfdi Jóni Hákoni?
Margar spurningar er hægt að koma með.
1 Stöðuleiki ekki til staðar.
2 Hvenær var þessi stóri og hái gálgi með togrúllu settur upp?
3.Var báturinn stöðuleika prófaður og hallprófaður í kjölfarið? þá sjálfsagt með nýjum stöðuleika útreikningi.
4. Hvað var mikið olía í bátnum? Og hvenær var hún tekin síðast?. Ég veit til þess að bátar séu ekki með mikið af olíu um borð vegna kostnaðar.
5. Hvað var mikið ferskvatn í tank bátsins.?
6. Af hverju þurfti að lensa bátinn í logni?
7. Af hverju var ekki kallmerki bátsins í lagi?
Látum aðrar spurningar bíða.
Svör Jóns Ingólfssonar og Samgöngustofu eru ekki við hæfi.
Jón sagði að báturinn sé of skemmdur til að ná honum upp. Því til að svara hann er ca 40-50 tonn á þyngt og mjög léttur að lyfta honum upp. Bull svar.
Síðan kemur fram að báturinn hafi færst úr stað vegna strauma það má vel vera þegar bátar eru að toga í kringum flakið.
Svar Samgöngustofu var skýrt,, þeir ætla að bíða svara niðurstöðu sjóslysanefndar. Er það eftir 1,2,3,eða 4 ár.
Svar þeirra beggja var einfalt þeir ætla ekkert meira að gera. Aðeins að þegja um málið, því sjómönnum og ættingjum kemur þetta ekkert við. Á hverju leggjum við ekki niður Samgöngustofu, Rannsóknarnefnd sjóslysa ég sé ekki tilgang að reka þessar 2 stofnarnir.Við sjómenn þurfum ekki á að halda skrif borðs fólki.
Nú legg ég til við Alþingismenn að þessar stofnanir verða lagað niður og rannsóknarnefnd flugslysa taki við þeirra hlutverki. Eins hvet ég öll sjómannafélög að krefjast þess að Jóni Hákoni verði lyft upp af hafsbotni þar sem hann liggur nú,til ýtarlegar rannsóknar og tryggingarfélagið greiði allan þann kostnað sem því fylgir að lyfta honum upp.
Kærar þakkir til Kastljós og Helga Seljan fyrir ýtarlega umfjöllun um málið, og málið verður enn á dagskrá eftir helgina þar sem ýtarlega verður farið í málið. Eftir stendur líf sjómanna sem búa við falskt öryggi á þeim bátum sem ekki enn uppfylla stöðuleika og hallprófun.Þess vegna verður Sjómannasambandið og öll sjómannafélög að taka höndum saman í öryggismálum sjómanna og krefjast þess að ýtarleg rannsókn fari fram og bátnum lyft upp.
Jóhann Páll Símonarson.
Ég stóð skyndilega aleinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Athugasemdir
Samgöngustofa og rannsóknarnefnd sjóslysa eru steinrunnin fyrirbæri, hvernig sem á það er litið. 1. atriðið sem þú nefnir, liggur í augum uppi. Öll hin sem á eftir koma eiga sennilega líka þátt í þessu hörmulega slysi. Það veltur ekkert skip, með fulla lest af sjó, í blíðuveðri. Það sekkur á réttum kili. Eins og bent var á í Kastljósi, hefði þetta verið flugvél, væri flakið nú þegar fullkannað og niðurstöðu að vænta fljótlega, þ.e.a.s. ef rannsóknarnefnd sjóslysa kæmi þar hvergi nærri.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 3.10.2015 kl. 22:05
Heill og sæll Halldór Egill Guðnason.
það er ömurlegt til þess að vita,þegar sagt er beint út það stendur ekkert til að ná þessum bát upp. Þrátt fyrir að það liggi augljóst fyrir að það þurfi að rannsaka Jón Hákon. Nú veit ég ekki hvort mikill sjór var í lestum, ef svo er þá er það fljótandi farmur og mjög hættulegur. Enn eitt er ljóst, stöðuleiki var ekki fyrir hendi. Síðan er búið að breyta þessum bát og spurning með stöðuleika próf.
Varðandi Samgöngustofu þá er handónýtt batterí. Sem Alþingismenn verða að láta til sín taka.
Er með nýtt blogg hér að ofan sem ég held áfram að benda á
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 5.10.2015 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.