12.7.2017 | 17:53
Viðbjóðurinn á Hjúkrunarheimilinu Eir heldur áfram.
Viðbjóðurinn framkoma í garð eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda,þegar félög eins og stjórn sjómannadagsráð hafa haga sér. Nú er það hjúkrunarheimilið Eir sem komið er í fréttir dagsins á ný eftir að rétthafar íbúar töpuðu tugi miljóna vegna svikamillu stjórnenda að þinglýsa ekki skuldbréfum þrátt fyrir loforð þar um. Íbúar greiddu aleigu sína til að tryggja sig búsetu rétt og afnot af öryggisíbúðum. Með því hefðu rétthafar öðlast hlutbundinn rétt yfir þeim íbúðum sem þeirra næði til. Enn héldu fyrrverandi kappar að selja búseturétt á Eir þótt þeir vissu af slæmri fjárhagstöðu Eirar á sínum tíma. Slíkir samningar skiptu tugum og námu meira enn 400 miljónum króna, enda þótt ekki hafi verið greint frá stöðu eða horfum í fjárhag stofnunarinnar við þau kaup á sínum tíma. Málið var kært til Ríkissaksóknara af mér árið 2013 þegar Eir stefndi í gjaldþrot og þaðan fór málið til Héraðssaksóknara 51 vitni voru kölluð fyrir sumarið 2015. Rannsókn lauk síðla árs árið 2015. 1desember sama ár til ákvörðunar um saksókn. Takið eftir til ákvörðunar um saksókn sem síðan var feld niður þar sem refsiverð háttsemi í málinu voru fyrnt, skipt var um dómara á meðan þessu ferli stóð og nýr dómari fékk málið í hendur sem taldi að lokum að málið væri fyrnt. Niðurstaða Héraðssaksóknara olli mér og öðrum vonbrigðum, sem varð til þess að ég kærði niðurstöðu Héraðssaksóknara á ný til Ríkissaksóknara sem sendi mér bréf þann 3 nóvember 2016 þar sem hann staðfestir að fella málið niður, undir skjalið ritar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Niðurstaðan í þessu glæpsamlega máli er þaggað niður að mínu áliti og rök þeirra sökum fyrningar. Er þetta réttaríkið Ísland?
Reykjavíkurborg og aðrir fulltrúar í stjórn og framkvæmdarstjórn Eirar.
Flestir fulltrúar koma frá Reykjavíkurborg, ásamt sjómanna samtökunum, Mosfellsbæ,Seltjarnanesbæ, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og fleiri aðilum sem hafa með stjórn að gera.Ég átti í bréfaskriftu við þessa aðila um tíma, svör við mínum bréfum komu seint og illa það lengsta nær 7 mánuði eftir ítrekanir svipuð svör frá þeim til að koma sér undan ábyrgð, þetta er sjálfseignar stofnun og við berum ekki ábyrgð.
Ekki benda á mig.
Nú ætla þessir aðilar sem hér um ræðir og þykkjast ekki bera ábyrgð á sínum gjörðum að neyða 69 ára gamlan mann sem er heilabilaður að borga 574 þúsund krónur á mánuði, enn ellilífeyri hans er 379 þúsund krónur á mánuði. Takið eftir hann neyddist til að flytja sig úr öryggisíbúð yfir á sjúkrarími sökum veikinda. Þvílíkur skepnuskapur að hálfu þeirra sem stjórna hjúkrunarheimilinu Eir. Fólk er slegið að heyra slíka framkomu við eldra fólk sem er veikt og getur ekki varið sínar hendur. Það er ekki nóg að alræna íbúa og neyða gamalt fólk að skrifa undir nýja samninga sem höfðu verið gerðir á Eir og þeir sem vildu ekki ganga að nýjum samningi var hótað útburði og ganga svo langt að taka af þeim setustofu sem fólkið hafði til að spjalla saman, þvílík er yfirgangur að hálfu stjórnenda. Sömu hótanir gengur hjá stjórn sjómannadagsráð varðandi konu í Boðaþingi að falla frá kröfu að upphæð 500 þúsund krónur sem hún vann í dómsmáli,, gamla konan sem hér um ræðir sagði" ég ætla ekki að láta ykkur stela af mér peningum sem hún átti rétt á,,. Já það er líkt með kúk og skít. Farið þið öll sem eigið hlut á máli fjandans til slíkur er aumingja framkoma ykkar í garð eldra fólks. Ég ætla rétt að vona að þið verðið gömul og það verði farið með ykkur á sama hátt og þið beitið öðrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Facebook
Athugasemdir
Er veiðileyfi á aldraða það sem ríkisstjórn Islands þóknast ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 12.7.2017 kl. 18:56
Erla Magnea Alexandersdóttir. þetta mál snýst ekkert um stjórnvöld. heldur klíku manna í verkalýðsfélögum og annara sem fara illa með þá sem geta ekki varið sig.Finnst þér þessi saga mín eðlileg hvernig hægt er að koma fram við aðra.
Jóhann Páll Símonarson, 12.7.2017 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.