23.12.2018 | 18:16
Hver á að taka við af Degi B Eggertssyni?
Það er ekki ábyrg stefna að krefjast afsagnar þegar ekki er ljóst hvaða meiri hluti á að taka við. Viðreisn getur ekki unnið með Sjálfstæðismönnum, Vinstri græn geta það ekki, Samfylking getur það ekki, flokkur Sósalista geta það ekki, Píratar geta það ekki Hinsvegar vinnur Miðflokkurinn með Sjálfstæðismönnum og flokkur Fólksins. Ef Dagur myndi segja af sér þá yrðu algjör upplausn í borgarstjórn Reykjavíkurborgar nema að meirihluti þeirra sem nú ráða stjórn Reykjavíkurborgar myndu samþykkja sín á milli annað fyrirkomulag. Hinsvegar gætu Viðreisn eða Píratar tekið við keflinu með samþykki Samfylkingar með sína 13 fulltrúa að auki yfir 31 þúsund manns sem stuttu þessa flokka til starfa í Reykjavík á móti 10 fulltrúum Sjálfstæðismanna, Miðflokksins og flokki Fólksins.Voru saman lagt með rúmlega 24 þúsund atkvæði,, mismunur nær 7,000 þúsund atkvæði sem munar um, og er talsvert.Það þýðir ekkert að ropa og senda ályktanir sem ekki neinn tekur mark á.Fólki hefur kosið þennan meirihluta til starfa og vill hafa hann. Það segja atkvæðinn sem þessir flokkar fengu í síðustu kosningum. Hinsvegar er ekki gott hvað þá heldur að fara illa með fé og kenna öðrum um svínaríið sem hefur þrifist lengi hjá Reykjavíkurborg. Eyþór nokkur Arnalds segir að Dagur B Eggertsson beri ábyrgð á braggamálinu fræga sem kostaði tugi miljóna.
Enn Eyþór Arnalds sem kallar hæðst minnist ekki einu sinni á sínar gjörðir að samþykkja lokun Laugavegar og flæma alla verslun burtu og þar með atvinnutækifæri tuga fólks. Þetta gerði Eyþór Arnalds og stóð með meirihlutanum að eyðileggja lífsværi fólks sem hefur lagt allt sitt undir. Ég segi tekur nokkur mark á slíku blaðri að reyna að ropa sem hæðst. Enda fékk flokkur hans ekki nema rúm 30% atkvæða litlu meira enn Samfylking með rúm 25%.
Eitt er víst þessi meirihluti heldur velli og mun svo verða áfram. Enn þegar kemur að næstu kosningum þá munu menn muna þann fantaskap sem þeir notuð gegn kaupmönnum við Laugarveg og hótel eigendur eru á sama meiði bandbrálaðir yfir lokun Laugavegar því hótelgestir þurfa að fara langa leiðir með töskur sínar og þeir sem eiga erfitt með gang komast heldur ekki. Það sjá það allir þetta ástand gengur ekki upp. Af hverju eru fjölmiðlar ekki að fjalla um lokun Laugavegar? Þora þeir ekki því? Eða er búið að stinga mola upp í þá? Eyþór Arnalds og meiri hluti í Reykjavík fólkið er ekki búið að gleyma ykkar gjörðum og fantaskap sem þið hafið sýnt kaupmömmum við Laugarveg.
Eyþór: Dagur þarf að axla ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er frekar þunn færsla hjá þér Jóhann, einskonar klór í bakkann.
Varðandi lokun Laugavegar þá hefði litlu skipt hvort Eyþór var því fylgjandi eða ekki, tillagan kom frá meirihlutanum og hefði verið samþykkt með eða án Eyþórs.
Hins vegar verður að segja að ekki hafa menn mikla trú á meirihlutanum, ef hann stendur og fellur með einum manni! Ef Dagur er einn fær um að vera borgarstjóri fyrir vinstri flokkana, er ljóst að mannavalið þar er rýrt!!
Gunnar Heiðarsson, 23.12.2018 kl. 18:32
Heill og sæll Gunnar Heiðarsson. Það er þitt mat á minni færslu að hún sé þunn. Enn staðreyndir um mál Eyþórs Arnalds. það er ömurlegt til þess að vita að oddviti Sjálfstæðisflokksins og meirihluti skulu vinna gegn kaupmönnum við Laugarveg og vega að atvinnu þeirra. Meiri hluti hefur 13 fulltrúa enn hinir 10. Varðandi mannaval þá er það val borgarbúa hvort sem mönnum líkar það vel eða illa. Hinsvegar er Laugavegs málið mjög alvarlegt og það sem er að skeð þar.
Jóhann Páll Símonarson, 23.12.2018 kl. 19:54
Skoðum þetta aðeins:
Q: "Það er ekki ábyrg stefna að krefjast afsagnar þegar ekki er ljóst hvaða meiri hluti á að taka við."
1: Það er óábyrgt í meira lagi að hafa við störf mann sem er í besta falli vanhæfur, í því versta glæpon.
2: Ef þeir geta ekki fundið annan og eru ósáttir, þá er ekkert eðlilegra en að láta bara Reykvíkinga kjósa aftur.
Lýðræði, sko.
Q: "Fólki hefur kosið þennan meirihluta til starfa og vill hafa hann."
En núna? Með sönnunagögnin fyrir framan sig?
Q: "Eyþór nokkur Arnalds segir að Dagur B Eggertsson beri ábyrgð á braggamálinu fræga sem kostaði tugi miljóna."
Það sé ég ekki betur en sé rétt athugað hjá Eyþóri nokkrum.
Q: "Enn Eyþór Arnalds sem kallar hæðst minnist ekki einu sinni á sínar gjörðir að samþykkja lokun Laugavegar og flæma alla verslun burtu og þar með atvinnutækifæri tuga fólks."
Nú get ég ekki tjáð mig um það mjög mikið. Segðu mér, er verzlunin farin? Það eina sem ég hef um þetta er gaur sem ég þekki á Hverfisgötunni, og það stóð til að bola honum í burtu til að rýma fyrir hótelum - en það er annað mál. Annað sett af spillingu.
Q: "Enda fékk flokkur hans ekki nema rúm 30% atkvæða..."
Sem verður að teljast harla gott miðað við fjölda valkosta. Þeir voru víst fleiri en 3. Þeir eru hvað, 6?
Q: "...litlu meira enn Samfylking með rúm 25%."
Aftur, miðað við 6 flokka, þá er það yfir handahófsútkomu. (Sem mér finnst aftur bæði merkilegt og uggvænlegt á minnst tvo vegu, en það er líka annað mál.)
Q: "Eitt er víst þessi meirihluti heldur velli og mun svo verða áfram."
Grunar mig að hér hafir þú rétt fyrir þér. Og þess vegna eru Reykvíkingar áfram í djúpum saur.
Q: "Enn þegar kemur að næstu kosningum þá munu menn muna þann fantaskap sem þeir notuð gegn kaupmönnum við Laugarveg og hótel eigendur eru á sama meiði bandbrálaðir yfir lokun Laugavegar því hótelgestir þurfa að fara langa leiðir með töskur sínar..."
Nú er þegar búið að fæla flesta frá miðbænum, og viðskiftavinir hótelanna eru túristar sem hafa víst ekki kosningarétt í Borg Óttans.
Svo það eru ansi fáir eftir.
Q: "Af hverju eru fjölmiðlar ekki að fjalla um lokun Laugavegar?"
Það er kraftaverk að þeir skuli vera að fjalla um Braggamálið.
En hey, ég er í Eyjum. Við losuðum okkur við spillinguna þegar hún var farin að gera vart við sig. Við fyrsta tækifæri. Reykvíkingar eru eitthvað lengi að átta sig.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.12.2018 kl. 20:59
Heill og sæll Ásgrímur Gleðileg Jól til Vestmanneyja þar ríkir ekki spilling.
Jóhann Páll Símonarson, 23.12.2018 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.