2.3.2019 | 11:12
Verkalýðsforkólfar hafa ekki áhuga að hagræða í lífeyrissjóðum.
Nú stígur fram ný forysta verkalýðsfélaga sem boðar hér fjölda verkfalla og ekki einu orði er minnst á reglukerfið varðandi lífeyrissjóði okkar, þrátt fyrir að 2 af þessum fulltrúum ASÍ hafa verið hávaðasamir í útvarpi og sjónvarpi um þetta ömurlega reglukerfi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum. Þrátt fyrir upphrópanir um breytingar hefur ekkert breyst og forystu afl launþegahreyfingar ASÍ hefur algjörlega brugðist í þessu máli. Ekkert hefur bólað á breytingum að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða,Þar sem samþjöppunarvaldið er enn að störfum með samþykki vinavæðingarfélagsins, þrátt fyrir að nýr forseti ASÍ hafi verið kjörinn Drífa Snæland. Munum eitt sem má ekki gleyma vináttusamkomulagi ASÍ og atvinnurekenda sem gert var á sínum tíma og stendur enn, þrátt fyrir miklar umræður hafi verið uppi að atvinnurekendum verði vísa á dyr. Enn vinavæðingarfélagið sér um sína.Ekki stendur á að lána þeim mikið fé úr sjóðum okkar sjóðsfélaga og öllum er kunnugt um hvað töpin hafa verið á undanförnum árum sem eru gífurleg í þúsundum miljóna króna. Það eru margar greinar sem ég hef skrifað og bent á þá alvarlegu galla í lífeyriskerfi landsmanna þar sem lagaumhverfið er óhagstætt sjóðsfélögum. Þrátt fyrir alla umfjöllun um valdníðslu þeirra sem ráða för, þykkir ekki ástæða að breyta úreltu lífeyriskerfi sem sjóðsfélagar eru skyldaðir að greiða í enn hafa ekkert vald, ekki einu sinni kosningarrétt á fundum.
Skýring.
Það er vegna ASÍ, Fjármálaráðherra, Fjármálaeftirlitið, atvinnurekendur, sem vilja ekki breyta reglukerfinu vegna hagsmunatengsla sinna. Mig minnir að hinn gamli reyndi og öflugi fv ritstjóri mbl,Styrmir Gunnarsson. Hafi sagt að lífeyrissjóðakerfið og valdið sé að færast lengra og lengra frá eigendum lífeyrissjóðum" Hann heldur áfram,, Ég tel þetta ekkert nýtt" Eignahlutur lífeyrissjóða eru í dag til dæmis í keðjum á sviði matvöruverslunar, flugfélagi, tryggingarfélagi, olíufélagi,stoðfyrirtæki, símafyrirtækjum, ál fyrirtækjum, og ríkistryggðum skuldabréfum. Ég tel þetta varasamar fjárfestingar sem þjóðin mun aldrei geta greitt, nema að hækka skatta, og gjalda til ríkissjóðs svo mörg voru þessi varnaðar orð frá Styrmi Gunnarssyni fv ritjóra mbl til okkar sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum landsmanna.
Skortur á upplýsingum.
Ekki er getið um allt eignarsafnið í árskýrslum, sjóðsfélaga, sem hafa ekki kosningarétt á ársfundum, stað þessi er rétturinn færður yfir á fulltrúa verkalýðsfélaga og atvinnurekendur sem fara með valdið,sjóðsfélagar fá ekki að hlýða á fundagerðir, fá ekki að sjá skýrslu endurskoðenda, því hún er aðeins fyrir stjórn sjóðsins. Ekki þykkir ástæða að breyta breyta lögum um opinbera upplýsingarskýrslu, því Fjármálaeftirlitið tryggir þann rétt. Fjármálaráðherra gefur út starfsleyfið og Fjármálaeftirlitið sér um umsögnina og eftirlitskylduna að sjóðirnir fari að lögum. Fyrir utan öll þau atrið sem hægt væri að benda á. Nú er spurning hvort formaður Eflingar stéttafélags mæti á næsta ársfund lífeyrissjóðsins Gildi og láti til sín taka á ýmsum málum, sem hefur blundað í huga mínum lengi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.