17.9.2021 | 00:02
3 Formenn stéttafélags sjómanna óska eftir hjálp!!!
Alvarlegur atburður átti sér stað í dag þegar 3 kappar fulltrúar sjómannasamtaka ásaka útgerðarmenn fiskiskipa að blekkja sjómenn á fiskiskipum í blaðagrein á Vísi í dag. Yfirlýsingar þeirra kappa eru mjög harðar og spurning hvort þeir hafi fengið umboð og hvort þessi orð hafa verið tekinn fyrir í stjórn félagana!!! Eða kallað hafi verið til félagsfundar til að biðja um hjálp stjórnmálamanna.Umræddir kappar eru!!! Guðmundur Helgi Þórarinsson frá VM, Bergur Þorkelsson frá Sjómannafélagi Íslands og Einar Harðarson frá Sjómann og Vélstjórafélagi Grindavíkur. Grein þremenninganna heitir,,, Svik við sjómenn eru Svik við þjóðanna!!!
Ekkert nýtt sem sjómenn vita um.
Fulltrúar sjómanna tala um,,, Þeir veiða fiskinn, eiga vinnsluna, sem vinna fiskinn!!! Hvað skildum við hafa heyrt þessi orð oft? Þeir halda áfram og segja,, þeir eiga sölufyrirtækin, sem selja fiskinn út!!! Og dæmi eru orðin um að fyrirtækin eigi hlut í fiskvinnslu erlendis og toppa það síðan að verðmæti séu öll á hendi sömu aðila,, Ekki neinar sannanir heldur sögu sagnir. Fyrst það er verið að nefna þetta, þá er lámark að birta skjal um slíka samþjöppun fyrirtækja í sjávarútvegi, því ég tel það skyldu þeirra að upplýsa okkur öll hvaða fyrirtæki er um að ræða, því saklausir aðilar eiga sinn rétt að vera ekki dæmdir fyrir aðra. Þar að auki er það skylda hagsmuna félaga að verja rétt sinna félaga, því þeir greiða þúsundir króna í félagsgjöld. Ef þetta er allt satt og rétt!!! Þá spyrja sjómenn hvers vegna var ekki brugðist strax við þessu máli? Af hverju var ekki tekið fast á þessu máli því kjarasamningar hafa verið lausir hjá fiskiskipa sjómönnum svo mánuðum skiptir.
Útgerðamenn undir þungum orðum.
Kappanir eru núna í vafa með orðum sínum!!! Ef þetta er rétt vantar um 20 miljarða í Íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs sem þeir segja. Enn létu plata sig í samningum þegar útgerðamenn sömdu að það mætti setja flutningsgjald á veiddan fisk um borð. Það er ekki nóg að sjómenn taki þátt í olíu kostnaði, ný smíði, olíu kostnaði, umbúða svo lengi mætti telja. Hvar eru þessir forkólfar núna spyr sjómaðurinn!!!
Lífeyrisréttindi.
Þeir félagar tala um jöfn lífeyrisréttindi. Ég spyr af hverju komu þeir ekki með tillögu á ársfundi hjá lífeyrissjóðnum Gildi um hagsmuni sjómanna, ég spyr. Þeir hafa mætt á ársfundi enn ekki tekið eða varið hagsmuna sjómanna á þessum fundum. miðað sig síðan við launatöflu hjá Eflingu er alveg með ólíkindum. Ég er ekki hissa að þessir forkólfar séu komnir á sama blað og Gunnar Smári Egilsson hjá sínum flokki. Getur það verið að fulltrúar hans taki yfir formennsku í þessum félögum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samningar eru lausir og það eru að koma kosningar svo það má gefa þeim smá svigrúm. En það er heimska að halda að menn geti stýrt umræðunni og þessi skrif þeirra gætu orðið til þess að þeir 2 flokkar sem hafa allt á hornum sér varðandi bændur og sjómenn komist í ríkisstjórn og jafnvel efni sín loforð um upplausn í sjávarútvegi.
Grímur Kjartansson, 17.9.2021 kl. 08:25
Heill og sæll Grímur Kjartansson sjómenn vita það allir að samningar eru lausir og sjómenn eiga rétt á sínum kjörum eins og aðrir.Það er ekkert að gefa þessum aðilum svigrúm, þeir eru búnir að hafa tíma að laga þetta, enn slappleiki og samþjöppun í valdi þeirra félaga hefur komið í veg fyrir aðgerðaleysi. Að segja það og fullyrða að það sé heimska að gera athugasemdir um alvarlegt mál. Er ekki rétt hjá þér. Og hvað þá heldur að ég sé að beina mínum orðum að flokkum er rangt.Hinsvegar er rétt hjá þessum félögum að þeir hafa beðið um hjálp, því þeir hafa ekki þrek að leysa þessi mál sem er miður að hafa slíka menn við störf.
Jóhann Páll Símonarson, 17.9.2021 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.