Annað hvort eru menn hæfir eða óhæfir.

Hún er mjög undarleg umræða sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag vegna ráðningar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Ég veit ekki annað enn allir sem sóttu um hafi verið hæfir til að gegna þessu embætti og með þau rétttindi til að gegna því. Ef menn eru ekki með réttindi þá eru þeir óhæfir. Þess vegna skil ég ekki umræðuna sem sumir bloggara viðhafa hér á blogginu.

Síðan kemur Lúðvík og segir að Árni Mathiessen verði að rökstyðja af hverju hann skipaði Þorstein Davíðsson héraðsdómara fram yfir þrjá umsækjendur. Ekki veit ég hvað er að brjótast innra með Lúðvík rétt þegar jólahátíð gengur í garð. með uppistand á hendur Þorsteini. Það má vel vera að Lúðvík líði virkilega illa eða vanti athygli.? þessari spurningu er ósvarað hvað honum gengur til. Síðan kemur pabba strákurinn Björgvin G Sigurðsson eina ferðina enn og segir að það verði að endurskoða skipunarferlið það er með ólíkindum hvað Björgvin kemst upp með af allskonar bulli sem ekkert er að marka. Alltaf þarf hann að vera í sviðljósinu eins og Lúðvík.

Síðan koma fréttamenn og segja í útvarpi að Þorsteinn sé tveimur flokkum neðar. Í staðinn að segja að vera hæfur eða vanhæfur. Hvernig er hægt að segja þetta ég veiti ekki annað enn að Þorsteinn sé með öll réttindi sem þarf til að vera dómari. Þá spyr ég hvað er í gangi voru þetta kannski Samfylkingar umsækjendur sem sóttu um og fengu ekki starfið?. Síðan langar mig að benda mönnum á hver er munur á góður, ofurgóður, betri eða bestur eru ekki allir hæfir á sinn máta ég veit ekki annað.

Þorsteinn Davíðsson er ungur maður með mikla reynslu sem ekki verður tekið frá honum hvað sem menn reyna að sverta hans orðstír eins og þeir geta. Ég segi það fer með þeim. Ég sjálfur get staðfest það að þorsteinn er góður drengur og vel metinn það sem hann tekur sér fyrir hendur. Þess vegna er ekki líðandi að menn stundi óhróður á hendur ungum manni sem er að sækja um starf sem honum líkar. Hver myndi vilja vera í þeirri stöðu ekki ég. þess vegna finnst mér þessi atlaga sem nú er gerð vera einelti á háu stigi. Þorsteinn Davíðsson er hæfur með öll þau réttindi sem þarf til þess að vera héraðsdómari. allt annað er bull og þvæla þeirra sem reyna með öllum tiltækum ráðum sem þeir geta beitt. Það er með ólíkindum að þetta skulu vera alþingismaður og ráðherra sem láta þessi fúkyrði fara frá sér.

Jóhann Páll Símonarson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek heilshugar undir að það eigi ekki að sverta Þorstein á neinn hátt, hann er eflaust góður drengur! 

Ég hinsvegar set spurningamerki við þetta ferli og sé í anda að vera ráðin sjálf undir sömu skilyrðum?   Árni ætlar að rökstyðja og verðum við að bíða eftir því til að varpa ljósi á svo óvenjulegan gjörning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Anna.

Mér sjálfum finnst ekkert af þessari ráðningu þetta er ungur maður með mikla reynslu af dómsmálum og tel það gott og góð rök að ráðinn sé maður með þekkingu.

Hinsvegar tek ég undir með þér. Mér sjálfum mundi ekki líða vel ef ég væri undir svona áróðri sem eru stundaðar á hendur Þorsteini sem hefur ekkert unnið nema gott.

Að lokum gleðileg Jól.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.12.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mér finnst gott að vita af Þorsteini þarna og er sannfærð um að hann er góður drengur.  Ég set hinsvegar spurningarmerki við ferlið sjálft.  Það gæti verið ráð að einhverskonar nefnd ákveði "hæfur" eða "óhæfur"...ekki gefa svona einkunnir.  Allir vita að læknarnir með háu einkunirnar, eru ekki bestu læknarnir t.d....

Svo er líka til í dæminu að alþingi staðfesti ráðningarferli, en svona ferli eins og þetta er engum til góðs.

Óska einnig þér og þínum innilega GLEÐILEGRA JÓLA! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:31

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Málið er að hæfasti umsækjandinn um starfið var ekki valinn... Án efa er Þorsteinn Davíðsson besti maður... En hann var að mati álitsnefndar ekki sá hæfasti í starfið...Til hvers er kerfið að skipa álitsnefnd um hæfni dómara til að sinna vandasömum störfum innan kerfisins nema til að sá allra hæfasti sé valinn til starfsins?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.12.2007 kl. 15:44

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Anna.

Varðandi þessar ráðningarnefndir það hefur alltaf staðið styr um allar veitingar um stöður sem ráðið er í á vegum hins opinbera. það eru líka til menn sem eru á móti öllu sem vel er gert.

Hins vegar treysti ég Þorsteini til að takast á við hið vandasama verk sem hann var skipaður til að sinna á því leikur engin vafi að minni hálfu. Ég hef ekki lagt það í minn vana að taka svona sterkt til orða nema ég þekki þennan dreng af hinu góða enda eru margir mér sammála um það.

Ennfremur ég skil þína skoðun hvernig þú vildir hafa þetta öðruvísi og það ber einnig að virða.

Þakka hlýjar kveðjur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.12.2007 kl. 18:01

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Guðrún.

Varandi þessa ráðningu sem þú bendir á. Ég get ekki skilið þetta fjarðarafok sem hefur spunnist út af eineltis tilburðum Lúðvíks og pabba stráksins Björgvins sem eru athyglissjúkir menn á háu stigi að það skulu vera alþingismenn og ráðherra sem eru kjörnir af þjóðinni skuli haga sér með þessum hætti. er óskiljanlegt af minni hálfu.

Þorsteinn er með löglegt próf eins og allir sem sóttu um starfið ég veit ekki annað. hinsvegar var það mat fjármálaráðherra að ráða Þorstein Davíðsson til starfsins enda hefur hann víð taka reynslu á þessu sviði sem hlýtur að vera mjög gott að fá einstakling með víðtæka þekkingu á dómsmálum. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum umsækjendum enn Þorsteinn hlaut starfið og við það situr hvort sem okkur líkar það illa eða verr. Enn eitt get ég upplýst þig um Þorsteinn Davíðsson er góður og heiðarlegur ungur maður sem á sína framtíð eins og allir. Þess vegna eigum við að styðja unga og öfluga menn í starf dómara sem þora og hafa kjark til að takast á við dómsmál. Það er nefnilega skortur á þeim.

Guðrún Gleðileg Jól hafðu það sem best um Jólaháðtíðina. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.12.2007 kl. 18:27

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Jóhann... Ég veit að þú ert að tala gegn innstu sannfæringu þinni þegar þú vilt réttlæta ráðningu sonar fyrrverandi forsætisráðherra í embætti héraðsdómara vegna þess eins að hann er sonur hanns Davíðs.....Matsnefnd um hæfi umsækjenda hafði skilað af sér áliti!

Þorsteinn Davíðsson var ekki meðal þeirra hæfustu sem verða fyrir valinu..... það sem uppúr stendur er að ,Árni Mathiessen í forföllum Dómsmálaráðherra ákvað að sonur Davíðs fengi stöðuna, þrátt fyrir allt! Og án alls rökstuðnings

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.12.2007 kl. 19:13

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Guðrún.

Það skiptir engu fyrir mig hvort Þorsteinn sé sonur Davíð Oddsonar. þorsteinn á ekkert að gjalda þess að vera sonur Davíðs. Hver er hæfur eða ekki. það er ekkert hægt að alhæfa því um slíkt.

Eins og ég sagði hér að ofan þá tel ég þorsteinn Davíðsson vera mjög hæfan einstakling sem Dómara. Enn því miður eru menn hér á blogginu með sínar skoðanir sem þeir hafa fyrir sjálfan sig. Ekki breyti ég þeim og mun ekki gera.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.12.2007 kl. 23:18

9 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Aðalsteinn.

Ég er ekki sammála þér að hér sé spilling á ferð. Þvert á móti þú talar um Jón Steinar hann er mjög vel að sér í þessum málum. Ég veit ekki til þess að hann hafi verið gagnrýndur fyrir sín störf. Enn þú ert á öðru máli og þína skoðun ber að virða.

Ég ætla ekki að blanda mér inn  í spillingar umræðu sem virðist ganga hér á blogginu. Ef menn eru ráðþrota þá nota þeir orðið spilling í hverju orði. mér virðist þetta orð vera of notað. Orðið spilling og bannalíðveldi er miklu alvarlega enn menn hugsa til enda, það er mín skoðun.

Eitt vil ég benda þér á Þorsteinn Davíðsson er mætur ungur maður sem er að sækja um vinnu sem honum finnst áhugavert. Þá verður allt brjálað og hann lagður í einelti af ráðamönnum þjóðarinnar sem titla sig Alþingismenn og ráðherra fyrir mér er þetta ekki boðleg umræða.

Ég tel að menn ættu frekar að fagna ungum mönnum sem vilja reyna fyrir sig sem dómarar heldur enn að hakkað þá í sig. Þeir koma litlum vörnum við því þeir vilja vera í friði frá mönnum sem ég kalla aula sem þora ekki að standa fyrir sínu nema að hrópa spilling í hverju horni.

Að lokum óska ég þér og  fjölskyldu þinni Gleðilegra Jóla

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.12.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband