29.12.2007 | 14:27
Íslenskum farmanni á millilanda skipi hafnað um slysabætur.
Hún var ekki glæsileg sagan sem framkom á fjölmennum aðalfundi Sjómannafélags Íslands í gær. Þar kom fram í máli farmannsins sem slasaðist illa við vinnu sína og varð frá vinnu í 9 mánuði. þegar hann hugðist sækja sinn rétt um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga. Var hans umsókn hafnað.
Um slysatryggingar almannatrygginga er fjallað í IV. kafla laga um almannatryggingar nr.100/2007. Þeir sem slysatryggðir eru skv. almannatryggingar lögum eru taldir upp í 29. grein. laganna. Þar á meðal eru launþegar sem starfa hér á landi að undanskildum erlendum ríkisborgurum sem gegna embætti fyrir erlend ríki og erlendu starfsliði slíkra embættismanna. Starf um borð í íslensku skipi eða íslensku loftfari, eða skipi eða loftfari sem gert er út eða rekið af íslenskum aðilum, jafngildir starfi hér á landi samkvæmt þessum lið. enda séu laun greidd hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra voru laun viðkomandi frá Eimskip ekki greidd í gegnum íslenska skattakerfið í maí 2006. Samkvæmt frekari upplýsingum frá Eimskip er viðkomandi starfsmaður hjá Fossum, dótturfélagi Eimskip í Færeyjum. Eru skattar greiddir af launum hans í Færeyjum þar sem útgerð er stödd.
Samkvæmt samkomulagi Sjómannafélags íslands og kaupskipaútgerða var því lofað að allir skipshafnarmeðlimir myndu halda sínum réttindum sem íslenskir þegnar þessa lands, Farmenn geta ekki nýtt sér skattakort, fæðingarorlof. persónuafsláttinn og barnabætur sem lítið dæmi. Samkvæmt þessari niðurstöðu eru allir áhafnameðlimir undir öðrum lögum enn þeim íslensku sem er mjög alvarlegt mál að mín mati að svo sé. Sjómannafélag Íslands mun fara ofan í þennan þátt málsins strax eftir áramót þá mun þetta koma betur í ljós hver stefna kaupskipaútgerða verður í þessu tryggingarmáli og öðrum málum sem eru framundan.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Jóhann það er gott að koma þessu máli á framfæri öðrum til viðvörunar, það ætla ekki að verða auðsótt mál að koma tryggingum sjómanna í mannsæmandi lag.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.12.2007 kl. 23:35
Heill og sæll Sigmar.
Það er orðið með ólíkindum hvernig þessi skráningar tryggingarmál eru þar virðist sem kaupskipaútgerðir komast upp með allan fjanda án þess að fjármálaráherra aðhafist ekkert í þessum málum.
Enn það eru fyrir hugaðar aðgerðir sem hugsanlega koma í framkvæmt síðar. Það er gott að eiga góða vini á Norðurlöndum sem eru tilbúinn að aðstoða okkur.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 30.12.2007 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.