Framtíðinn í Samgöngumálum Íslendinga.

Fyrir um 15 árum síðan lagði ég til við Árna Sigfússon fyrirverndi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur að tekið verði upp lestakerfi sem yrði á vegum Reykjavíkurborgar. Úr þessu varð ekkert þrátt fyrir að Reykjavík sé að stækka og nágranasveitafélöginn séu að þenjast út. Þrátt fyrir það virðist sem borgarfulltrúar allra flokka og sveitastjórnamenn hafi ekki áhuga á að taka upp lestasamgöngur eins og þekkist víða erlendis. Enda eru þetta þekktur ferðamáti hjá fólki sem nýtur sér þessa þjónustu til að spara sér tíma og kostnað þá tala ég ekki um mengun sem þetta sparar. Af hverju tökum við ekki upp lestakerfi og gerum ráð fyrir þessum ferðamáta? Til þess verðum við að gera ráð fyrir því í skipulagi þegar ný hverfi verða byggð upp. Með því mætti spara hundruð miljóna króna ef ekki miljarða ef menn hefðu kraft og þor að takast á við verkefni að þessu tagi. 'Eg tel þetta framtíðar sýn í samgöngumálum Íslendinga.

Jóhann Páll Símonarson.  


mbl.is Ofurlest á 500 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég held bara að við séum ekki nógu mörg hér á þessari eyju til að þetta geti borgað sig. En mikið rosalega eru þessar lestarsamgöngur annars góðar þar sem þær eru í boði eins og til að mynda í Danmörku. Og þar eru almenningssamgöngur líka notaðar sem er annað en hér. Ég er alls ekki viss um að lestar yrðu notaðar hér þó þær yrðu í boði, þetta er ekki í okkur að nota þennan samgöngumáta.

Gísli Sigurðsson, 27.12.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Við erum líka of fá til að hafa vegakerfi ef í það er farið.  Já framtíðin er háhraðalestir eða á að kalla það lestir, því framtíðin liggur í niðurgröfnu samgöngukerfi sem er ekki háð veðri eða vindum og er með litlum hraðskriðum vögnum sem taka 20 - 25 manns og er stjórnað úr miðlægri stjórnstöð, þetta kerfi myndi einnig bera vöruvagna sem tækju gáma og myndi þannig létta flutnigum af vegum og við gætum hætt að hugsa um strandferðirnar.  Ef ferðahraðinn nær 400 - 600 km á klst þá getum við líka hætt að reka innanlandsflug en samt náð að minnka ferða tíma niður í um 1,5 klst Reykjavík - Egillsstaði miðað við að fara hringinn, og kerfið gæti boðið uppá að ferð lægi fyrir innan 15 mín eftir að hún er "bókuð".

Einar Þór Strand, 27.12.2007 kl. 18:47

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Gísli.

Ég tek undir með þér lestagöngur eru góðar. Þess vegna er ég ekki sammála þér að við séum ekki nógu mörg til að þetta lestakerfi getur gengið.

Við verðum að byrja til dæmis frá Reykjavík til Keflavíkur síðan gætum við byrjað út á land og allir möguleikar að byrja með samgöngur niður í bæ ég tel þetta vera raunhæfa kosti til að minka álag og mengun á götum Reykjavíkur og stytta í leiðinni tíma fólks að komast til vinnu án bílsins.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.12.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Einar.

Það er margt sem þú segir get ég tekið undir með þér og eru laukréttar hugmyndir. Það sem ég vill ekki er að þetta sé stjórnað með miðlægum stjórnunarbúnaði það kemur ekki til greina að minni hálfu.

Það sem ég vil að við notum járnbrautalestir til að flytja varning,gáma og fólk á milli landsbyggðar það er ekkert til fyrirstöðu með það. Það er rétt hjá þér það væri hægt að minka álag á vegum og kostnað auka í leiðinni vegna slit á vegum.

Varandi ferðahraðan honum væri stjórnað af lestastjóra sem stjórnaði hraða lestarinnar. Enn honum væri sett sú skilda að gæta öryggis á öllum sviðum. Þá yrði miðað við hámarkhraða sem væri í gildi erlendis.

Varðandi farþega þessi lest gæti gengið á mismunandi staði með stoppistöðvum á vissum tímapunkti sem fólk gæti tekið aðra lest á sinn áfanga stað. Einar þetta voru fróðlegar athugasemdir hvernig við getum nýtt okkur lestarkerfi til að bæta þjónustu við fólkið á landbyggðinni sem jafnvel gæti stundað atvinnu frá sínum heimilum og kæmi í vegi í leiðinni fyrir fólksflótta frá byggðum landsins.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.12.2007 kl. 21:55

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið Jóhann, allar samgöngubætur eru af hinu góða, þó ég sjái mig ekki fyrir mér nota þessa tegund faratækja þá held ég að lestir gætu þrifist hér. Kær kveðja frá suðurhafseyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.12.2007 kl. 00:30

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi.

Ég tel að þessi samgöngumáti muni koma enn við þurfum að hugsa fram í tíman og skipuleggja þetta verkefni sem fyrst.

Með bestu kveðju til suðurhafseyja.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 28.12.2007 kl. 14:31

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Takk fyrir kveðjuna Jóhann Páll.

Helgi Þór Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband