Látum ekki öfgamenn komast upp með hótanir.

Ágættu íslendingar nú er mælirinn fullur hjá mér þegar menn eru farnir að skrifa undir nafni og hóta okkar góða og trausta Dómsmálaráðherra Birni Bjarnasyni öllu illu. Þessi orð sem þessir öfgamenn hafa uppi eru það alvarleg að þau jaðra við samsæri á hendur Birni Bjarnasyni sem hefur ekkert saknæmt gert nema að framfylgja lögum í landinu sem við höfum sætt okkur við og eru þjóðfélagsþegnum til verndar. Til þess höfum við lögreglu til að halda uppi lögum og reglum í þessu landi okkar. Nú vill svo vel til að á undanförum dögum hafa vörubílstjórar gengið berserksgang um götur borgarinnar og gert ítrekaðar tilraunir að taka völdin í sínar hendur með öllum tiltækum ráðum. Með því að stöðva umferð bíla almennaborgara sem eru á leið í vinnu eða til annarra verka þeir hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglum sem er mjög alvarlegt mál. Sem er hrein og uppreisn gegn lögunum í þessu landi. Meira að segja hafa vörubílstjórar og sendibílstjórar gert aðsúg að lögreglumönnum í starfi ekki er það til að bæta hegðun þeirra sem er með eindæmum að fullornir menn skulu haga sér með þeim hætti, þá tala ég ekki um blessuð börnin sem horfðu á þetta í sjónvarpi og urðu hrædd sem skiljanlegt er.

Þá spyr ég hvað er til ráða þegar fámennur öfgahópur tekur sig til og tekur völdin um stundar sakir. Eitt get ég sagt íslendingum ef atvinnubílstjórar og sendibílstjórar myndu haga sér með þessum hætti í þýskalandi væri búið að bæla þetta strax niður með þeim ráðum sem þeir hafa og það eru ekki nein vettlingatök sem þeir myndu taka þessa óróaseggi. Ég skal segja ykkur mína reynslu því ég var nefnilega staddur að versla í Þýskalandi þegar ofbeldismenn eins og þessir bílstjórar gerðu reyndu að taka völdin í sínar hendur. Lögreglumenn börðu þá sundur og saman þangað til hópurinn tók á flug og reyndi að koma sér burtu með öllum tiltækum ráðum. Enn fjöldi mann voru handteknir og látnir sæta ábyrgð á sínum gjörðum.

Ég hvet Björn Bjarnason að taka þetta mál föstum tökum flýta málsmeðferð á þessum mönnum sem fyrst breyta lögum og reglum á þann veg að herða refsi ramman við alla sem óhlýðnast fyrirmælum lögreglu og beita lögreglumönnum ofbeldi og meiðslum við þessu verður ekki þagað lengur við erum mörg sem eru búinn að fá nóg af þeim sem ætla að taka lög og reglur í sínar hendur

Björn Bjarnason og lögreglumenn í landinu þið hafið staðið ykkur vel í ykkar erfiðum störfum. Tökum höndum saman og brjótum þetta bak og burtu. Ég vil ekki horfa upp á þetta aftur. Til þess verðum við að handtaka alla með sem brjóta lög landsins og láta þá alla sætta ábyrgð á sínu. það verður ekki gert með skýrslutöku og síðan fara þessir menn út frjálsir þar til dómur verður kveðin upp um síðir. Þess vegna næst ef þeir ætla að taka völdin í sínar hendur. Lokum þá inni þar til dómur hefur verið kveðinn upp í þessu máli. Við getum ekki látið fámennan hóp manna taka völdin í sínar hendur. þetta mál er mjög alvarlegt og dómarar verða líka að hugsa svipað og þjóðin gerir.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is „Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er smmála því að það er auðvitað alger óhæfa að menn séu að hóta dómsmálaráðherra hvort sem það er undir nafni eður ei.. En ég er algerlega ósammála afstöðu þinni til atvinnubílsstjóra og sú staða að stöðva umferð hefði aldrei komið til ef stjórnvöld hefðu hlustað á atvinnubílstjóra og í það minnsta reynt að koma til móts við kröfur þeirra. Yfirleitt er ég mjög ánægður með lögregluyfirvöld hérlendis. En ekki í þessu máli og þær sjónvarpsmyndir sem sýndar voru á miðvikudaginn frá aðgerðum  Suðurlandveginum komu ekki beint vel út fyrir lögreglumennina sem þar voru að störfum. 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 02:31

2 identicon

Get tekið heilshugar undir það að auðvitað á fólk ekki að vera senda tölvupósta til einhverra sem það er ekki sammála, með ósk um veikindi eða dauða.Slíkir einstaklingar dæma sig bara sjálfir.Hitt er svo annað mál að Birni hef ég sjaldan verið sammála og verða það víst seint.Sérstaklega ekki í þessum stríðsleik sem hann virðist vera heltekin af.Það einfaldlega hugnast mér ekki.En það er mín skoðun.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 02:48

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður Eðvaldsson

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

þú segir að þú sért ósammála mér varandi afstöðu til atvinnubílstjóra að stöðva umferð. Og þú sért ekki sáttur við það sem þú sást í sjónvarpinu á miðvikudagskvöld.

Það er nú einu sinni þannig að menn eru ekki alltaf sammála hvorki mér né öðrum sem betur fer. Mér finnst gott ef menn geta skipst á skoðunum á heilbrigðan hátt eins og þú skrifar.

Það er nú einu sinni þannig að lögreglan sér um löggæslu í landinu sem betur fer. það gengur ekki upp að lítill hópur manna geri aðsúg að lögreglumönnum og reyni að taka völd og reglur í sínar hendur að loka vegum sem þjóðin þarf að komast leiðar sinnar. það líðst hvergi í heiminum þar sem ég hef komið.

Þjóðfélagsþegnar geta farið með mál sín fyrir dómsstóla ef þeim finnst á sér brotið þetta eru reglur lýðræðisins.

Ég tel lögreglumenn hafa sýnt þeim mikinn skilning enn einhvern tíman kemur að menn geta ekki beðið lengur og verða að taka á málunum.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 25.4.2008 kl. 12:05

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Júlíus.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Varðandi það sem þú segir að þú sér ekki sammála Birni Bjarnasyni og það verði seint og þessum stríðsleik sem þú nefnir.

Ég tel Björn Bjarnason vera okkar bestu dómsmálaráðherra sem hafa verið uppi. Björn er fylgin sér og afskaplega duglegur í sínum verkum og of þurft að sæta ósamgjarni gagnrýni af þeim verkum sem hann gerir. Björn hefur stóreflt landhelgisgæsluna og verið að vinna að verkefnum að efla lögregluna til að takast á móti við ofbeldi, fíkniefnadrauginn og þessi mótmæli sem lítið dæmi. Það er nú alltaf þegar vel gengur gagnrýnir enginn þegar lögreglan þarf að taka á málunum þá ætlar allt um koll að keyra.

Ég tel að menn þurfi ekki alltaf að vera sammála í skoðunum enn þessi umræða er þörf ábending til okkar allra.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 25.4.2008 kl. 12:27

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Atli.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Þú talar að ég vilji taka upp hefðir þýsku lögreglunar. Já þar er agi og virðing fyrir lögreglumönnum sem þýska þjóðin virðir í hvívetna enn stundum koma til óeirðir eins og gerist í miljóna þjóðfélögum með allskonar þjóðerni innan um. Þjóðverjar eru fæddir með aga að leiðarljósi og vanir að hlýða fyrirmælum. Enn það er ekki á íslandi þar vaða menn upp með frekju og kjaft og þykkjast vera stærstir og bestir.

Varðandi málfrelsið tek ég undir enn menn verða að gera það með réttum hætti. Ef fólk vill mótmæla þá verður það að gerast með réttum hættum. það er öllum holt að hlusta á aðra með öðruvísi skoðanir.

Lögreglan hefur að mínu mati verið frekar kurteis að taka á þessum málum. Það má vel vera að það sé að koma í bakið á þeim lokksins þegar þeir þurfa að beita hörðu. Sem var ekki á við það sem ég hef séð erlendis. Ég man líka þegar fótboltabullur erlendis eru barðar með kylfum ef þeir fara ekki að lögum. Hvað myndu menn segja við því. Þetta eru yfirleitt sömu aðilar.

Varandi þetta bensín verð er verðið komið upp úr öllum kortum. Þrátt fyrir að hér séu gamlar birgðir þá hækkar verið jafnt og þétt. Tek undir það. enn það vantar meiri alvöru samkeppni því í dag er hún enginn.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 25.4.2008 kl. 12:51

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Erlingur.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ég var ekki að skrifa um ráðningar dómara við Héraðsdóm eða Hæstarétt.

Til að svar þinni spurningu þá eru þetta allt til hópa fræðimenn sem hafa tekið próf og staðist þau og eru þess vegna velkomnir ef þeir sem sækja um fá starfið.

Til að svara þér varandi skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti dómara var rétt lát að mínu áliti. þorsteinn á sinn rétt eins og hver annar. Hinsvegar hafa rætnir menn reynt að gera mannorð og virðingu hans að engu. Hann hefur engum gert hvorki mér né öðrum þess vegna finnst mér þetta rætið að velta einum ungum manni upp úr því dag eftir dag að hann sé sonur pabba síns. Við eigum að virða ákvarðanir sem eru teknar. Síðan þegar kemur að kosningum þá getur fólk nýtt sér kosningarréttinn til þess er hann. Ef menn eru ekki sáttir.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 25.4.2008 kl. 13:11

7 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þessi ólæti eru komin útfyrir öll eðlileg mörk,svo ég tali nú ekki um hótunarbréf til dómsmálaráðherra,það ætti að senda þá, sem þau sendi í geðrannsókn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:22

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ég er hjartanlega sammál þér. Mér sjálfum er ofboðið þess vegna er ég að fjalla um þessi mál. það er engum holt að reyna að taka völd í sína hendur það þekkist hjá villimanna þjóðum. Vera síðan með hótunar bréf á okkar góða og öfluga dómmálaráðherra Björn Bjarnason er ekki sæmandi nokkrum einasta manni.

Ég tel að menn sem gera slíka hluti eigi að sæta ábyrgð á sínum gjörðum þetta er ólíðandi í þjóðfélagi sem er eyland út í ballar hafi. Við verðum að umrædda hótanir á hendur ráðamönnum þessa lands sem fyrst. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 25.4.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband