27.4.2008 | 16:11
Þingmenn gefa röng skilaboð.
Að undanförnu hefur lögreglan þurft að standa undir talsverði gagnrýni á sínum starfsaðferðum, hvernig þeir eiga að bregðast við upplaupum,óeirðum, skemmdaverkum, og ýmsum málum sem kemur til þeirra kasta, og í leiðinni að halda uppi lögum og reglum, Þá er það orðið fastur liður í dagblöðum að lögreglan hafi farið offari í sínum störfum. Nýlega tóku flutningabílstjórar völdin í sínar hendur og lokuðu Suðulandsvegi við Norðlingaholt og þar með allri umferð til og frá borgini. Lögreglan bað þessa flutningabílstjóra að ríma fyrir umferð, enn þeir fóru ekki fet. Sem varð til þess að lögreglan tók til sinna ráða og beitti þeim aðferðum sem þeim hentaði til að ríma svæðið.
Það vantar ekki þá sem hafa skoðun á hlutunum og tjá sig opinberlega um þessa hluti í Fréttablaðinu 24 apríl 2008 var formaður Frjálslyndaflokksins Guðjón Á Kristjánsson spurður hvað honum fyndist um þessar aðgerðir Lögreglunar." Þetta eru fáheyrð viðbrögð lögreglu segir Guðjón Á Kristjánsson formaður Frjálslyndaflokksins,, Þarna er þingmaðurinn að koma allri sök á lögregluna
Síðan segir Steingrímur J Sigfússon í sama blaði þar segir hann." Ónotaleg sjón. Mér er mjög brugðið og spyr hvort óhjákvæmilegt hafi verið að sýna svona hörku... Það er ónotalegt að sjá íslenska lögreglu birtast eins og óeirðalögreglu." Ég get ekki túlkað þessi orð öðruvísi að lögreglan hafa beitt óþarfa hörku
Hvaða skilaboð eru þessir þingmenn að koma á framfæri. Ég skil það þannig að þeir hafi gefið leyfi að það megi ganga í skrokk á lögreglumönnum og berja þá til óbóta. Er þetta sæmandi að þingmenn sem tjá sig með þessum hætti og eru fulltrúar okkar á löggjafarsamkomu okkar íslendinga.
Á sama tíma fer ofbeldi vaxandi í þjóðfélaginu árásum á lögreglumenn og öryggisverði fer fjölgandi, miðbær Reykjavíkur er eins og vígvöllur. Nú í morgun var ráðist að tilefnislausu á 18 ára gamlan öryggisvörð í verslun í Austurstræti. Þetta ástand í miðborg Reykjavíkur er orðið í einu orði sagt skelfilegt fólk er hætta að þora að ganga um götur borgarinnar að eiga það á hættu að vera barið sundur og saman af ofbeltisfólki.
Það er mín skoðun að þjóðin verði að sýna lögreglumönnum virðingu og traust. Lögreglumenn verða að fá vinnufrið til að halda uppi lögum og reglum. Við getum ekki liðið það að það sé ráðist á lögregluna að tilefnislausu án þess á því verði tekið. Ég krefst þess að þingmennirnir Guðjón Á Kristjánsson og Steingrímur J Sigfússon segi sínu störfum lausum. það er ekki heppilegt að vera með þingmenn sem gefa röng skilaboð út í þjóðfélagið.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Þrymur.
Ég er ekkert að gera lítið úr einu eða neinu.Hinsvegar geri ég kröfu þá sérstaklega til þingmanna sem eru sífellt að gagnrýna rétta kerfið að þeir gefi skýrar grein fyrir sínu máli. Og séu ekki að gefa röng skilaboð út í samfélagið.
Varandi vörubílstjóra þá styð ég ekki menn sem ögra þeim sem hafa með stjórn landsins að gera. Og ganga í skrokk á lögreglumönnum sem er ekki nein fyrirmynd. Þeir eiga fara burtu eins langt frá okkur og þeir geta. Fólkið í landinu er búið að fá nóg af þeim.
Ég tel þá sem hafa um bágt að binda geti leitað aðstoðar ég yrði hissa að ef það væri ekki hægt.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 28.4.2008 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.