18.5.2008 | 23:44
Útlendingar sækja hingað í stórum stíl.
Miklar umræður hafa verið hér á landi að undanförnu um málefni útlendinga sem koma hingað í leit að atvinnu eða í gegnum starfsmannaleigur sem eru jafnvel starfræktar hér á landi. Þessu hefur fylgt ýmsar uppákomur og margt af því sem komið hefur upp. Eru vegna þess að óprúttnir menn sem eru að hlunnfæra fólk sem hefur komið hingað í leit að betri kjörum enn það býr við. þetta hefur gengið svo langt útlendingar eru látnir borga tugi þúsunda fyrir leigu á iðnaðarhúsnæði sem ekki er samþykkt sem húsnæði. Fólk kemur frá ýmsum þjóðum kann því ekki að tala tungumálið sem við tölum og skilur okkur ekki. Enda er það ekki skilda hér á landi að innflytjendur tali okkar tungumál, ef við förum að versla í verslunum í dag þá eru útlendingar upp til hópa í afgreiðslu og margir hverir skila ekki hvað sagt er sumir bregða fyrir sér ensku í litlum mæli.
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti íslands beitti sig fyrir því að kanasjónavarpið yrði lokað sem fyrst vegna þess að það var töluð enska. Þetta var gert til þess að sporna við því að íslenskt tungumál myndi hverfa. Nú er það algengt að enska er töluð á hluthafa fundum fjármálafyrirtækja ekki íslenska nema hjá Landsbankanum og nokkru fyrirtækjum. Ég segi þarna er verið að leiða inn erlent tungumál inn í landið og íslenskan verður eftir eins og fólkið.
Af hverju er ástandið svona er græðgin orðinn svona sterk að atvinnurekendum er andskotans sama hverjir eru í vinnu til að halda laununum niðri. Undirstöður atvinnuvegur þjóðarinnar er mannaður með erlendu vinnuafli og nú er svo komið að ungt fólk fæst ekki lengur til sjós. Af hverju er ekki hlúð að þessari stétt manna. Mér finnst orðið skelfilegt hvernig er komið fyrir okkur við eru hlustendur í þjóðfélaginu og höfum enginn áhrif stjórnmálamenn hlusta ekki á skoðanir fólks.
Ég tel að vandamálin eigi eftir verða harðari og meiri þegar árin líða. Rétt í þessu var frétt í BBC World News að glæpum í Englandi væri að að fjölga þetta ástand mun versna hvað sem menn bera á móti því. Ég tel að við verðum að taka upp þessa umræðu við getum ekki endalaust látið erlent vinnuafl lækka hjá okkur launin og yfirtekið okkar tungumál. Vegna ákvarðanna misvitra manna sem vilja nota okkur sem fé þúfu. Við því verðum við að bregðast með öllum tiltækum ráðum.
Jóhann Páll Símonarson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhann. Ég er hjartanlega sammála þér því nú er nóg komið. En eins og þú segir þá eru stjórnmálamenn með Hulinshjálm þegar þessi mál koma til tals.
Með virðingu og vinsemd. Svanurinn.
Svanur Heiðar Hauksson, 18.5.2008 kl. 23:52
Heill og sæll Svanur.
Tek undir með þér við verðum að hugsa dæmið til enda. Við getum ekki látið ástand mála fara á þann veg að við sættum okkur ekki við þá stefnu. Þess vegna vantar meiri umræðu um hana á málefnalegum nótum. Nóg eru vandræðin sem af þessu hlýst.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 19.5.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.