30.5.2008 | 16:30
Kristján Möller tekur mark á opnu bréfi.
Það er fagnaðar efni þegar samgönguráðherra Kristján Möller tekur mark á athugasemdum, sem voru til hans í opnu bréfi sem er ritað þan 23 maí af skipaverkfræðingum Alfreðs Tulinius. Þar var skipaverkfræðingurinn með alvarlegar athugasemdir að útboðs reglur um byggingu nýs Herjólfs væri ekki samkvæmt reglum um stöðuleika. Meira að segja voru hunsaðar reglur þyngdar og særýmis, að hans mati. Sem ég tel vera alvarlegasta hlut í málinu. Stöðuleiki skipa er grunvalaratriði að skip geti siglt, ef hann er ekki fyrir hendi þá hvolfa skipin og sökkva með þeim afleiðingum að fólk ferst því enginn tími gefst til að bjarga fólki.
Nú hefur samgönguráðherra snúist hugur, eftir að hafa kannað þessi mál og komist að þetta var rétt mat hans Alfreðs Tulinius. Grein hans var vel rök studd. Nú koma bloggarar og gefa Kristjáni Möller fall einkunn sem er ekki góður vitnisburður. Ég sem áhugamaður um öryggismál sjómanna er honum sammála, ég tek undir með honum að fá faglega aðila, til þess að smíða þetta skip til þess verður að styðjast við lög og reglur um smíði skipa.
Hins vegar er þetta ferli búið að vera tóm þvæla frá upphafi og er í raun ekki hægt að bjóða Vestamanneyingum upp á þetta. Hver er kostnaður í dag af þessu ég trúi að hann nemi hundriði miljóna króna sem eru flognar burtu. Hver eiginlega tekur ábyrgð á þessu. Er ekki rétt að láta þá menn sem haga sé með þessum hætti fara tafarlaust eins og aðra sem hafa verið reknir að undanförnu fyrir slappleika í starfi. Það getur ekki verið hagur fyrir Samgönguráðherra að hafa slíka menn í starfi.
Enn Samgönguráðherra hefur ekki farið að ábendingum um að Bakkafjöru höfn muni jafnvel skola burtu vegna ágangs sjávar. Það sama gerðist fyrir 40 árum síðan þegar varnagarðurinn í Grímsey hvarf í eini vestanbrælu þrátt fyrir líkön og rökfærslur. Ég mæli með því að höfnin í Bakkafjöru sem nú á að ráðast í byggingu á. Verði nú öll gögn um málið könnuð og rannsökuð áður enn ráðist verður í þessa framkvæmd annað er ekki boðlegt.
Jóhann Páll Símonarson.
Smíði Vestmannaeyjaferju boðin út á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.