Er Guðmundur Þóroddsson að hætta sem forstjóri.?

Á morgun er síðasti dagur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að taka ákvörðun hvor Guðmundur Þóroddsson forstjóra komi til starfa á ný. Guðmundur hefur verið í leyfi frá störfum vegna anna í öðrum verkefnum. Hins vegar verður ekki komist hjá því að trúnaðarbrestur var uppi í þessu blessaða Rei máli sem það var kallað á sínum tíma. Sem leiddi til þess að Guðmundur hafi í undirbúningi að úthluta kaupréttarsamningum, til ákveðna manna á fyrirfram ákveðnu gengi. Sem betur fer gekk það ekki, allt var þetta afturkallað. Ný stjórn skipuð í 100 daga sem síðan féll. Á ný er skipuð stjórn sem nú fer með öll völd, og ákvörðunar töku formaður þessara nefndar er Kjartan Magnússon sem getur lagt það til að Guðmundur Þóroddsson hætti störfum sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur þann 1 júní 2008.

Ég tel að Guðmundur hafi ekki skilað neinu sem forstjóri frekar verið í hagsmuna poti fyrir fyrrverandi bankastjóra sem ætluðu sér að græða hundruð miljóna króna, á Orkuveitu Reykjavíkur sem er í eigu borgarbúa. Síðan er þetta klúður Guðmundar sett á okkar ágætta Vilhjálm þ Vilhjálmsson sem er borin þungum sökum, um þetta mál þegar hann var borgarstjóri. Sem var til þess að Björn Ingi Hrafnsson sleit þessu meirihluta samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Það var gert með afar sérkennilegum hætti með því Björn Ingi grét á öxlunum á Alfreð þorsteinssyni fyrir framan fundarmenn já Björn Ingi átti svo bágt á þessum tíma, sem var til þess að hann gafst upp og hætti afskiptum af borgarmálum.  Eftir stendur mál Guðmundar Þóroddssonar sem ég tel muni ljúka á morgun sökum trúnaðarbrest. Ég mun ekki trúa því að Sjálfstæðismenn muni kyngja því að ráða hann aftur til starfa nóg er komið af hans verkum sem hefur engu skilað nema vandræðum og óstjórn.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband