Viðbjóðslegar aðfarir gegn Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni.

Viðbjóðslegar aðfarir gegn sitjandi oddvita Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Ég hef aldrei upplifað annað eins þegar borgarfulltrúar og alþingismenn í sama flokki og öðrum flokkum hafa stundað lengi einelti, á hendur manni sem hefur ekkert gert af sér nema að vinna sín verk að heilindum fyrir borgarbúa. Sumir bloggarar hafa tekið sér vald í hendur að líkja Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni við einn spilltasta leiðtoga Ítalíu. Já menn taka sorann frá öðrum og bera það á milli manna, fólkið tekur undir, Viljum við Íslendingar hafa svona þjóðfélag, að fólk getið tekið eina persónu af lífi án þess að þurfa að svara fyrir það. mér undrar ekki hvernig ástand þjóðmála er, ef menn geta trekk í trekk misnotað aðstöðu sína með þessum hætti. Það er ekki fagnaðarefni þegar alþingismenn í Sjálfstæðisflokknum eru með gífuryrði á hendur Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni, nokkrir af þeim þora ekki að koma undir nafni vegna ótta að skaða sitt mannorð. Því líkir skúrkar sem þessir aðilar eru. 

Í gær þann 4 júní 2008 er fréttaskýring í mbl á bls 22" eftir Pétur Blöndal." Þar kemur fram að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna sé í úlfakreppu þetta er haft eftir þingmanninum Kristjáni Þór Júlíussyni,, Þetta eru þung orð frá Kristjáni sem er í sama flokki og Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson þessir félagar hafa starfað lengi saman að sveitastjórnarmálum ekki veit ég annað að það samtarf hafi gengið vel. Nú allt í einu er ekki not fyrir Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson. Kaldar kveðjur frá samstarfsmanninum Kristjáni Þór Júlíussyni sem tekur þátt í eineltistilburðum misvitra manna sem reyna að ræna mannorði manns sem hefur ekkert gert neinum nema gott.

Síðan heldur sama kerfið áfram eins og sést hér að neðan, þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið. Þannig hefur það verið frá því að þessir aðilar voru kjörnir í borgarstjórn af íbúum Reykjavíkurborgar. Það eru fleiri sem eiga hlut af þessari herferð geng sitjandi oddvita sjálfstæðismanna Vilhjálmi þ Vilhjálmssyni og reyna allt til að koma honum burtu með öllum tiltækum ráðum jafnvel með því að standa straum að kostnaði við skoðanakannanir?. Vilja borgarbúar þessa leikflettu borgarfulltrúa sjálfstæðismanna sem þykkjast ekkert gera, og eru í einkar samtölum út í bæ. Nei ég mun ekki trúa því að borgarbúar muni samþykkja þessar aðferðir skúrka sem reyna að fótum troða nafn Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar. Þess vegna tel ég útilokað að þessir aðilar verði í forsvari fyrir sjálfstæðismenn, það þýðir ekkert fyrir sjálfstæðismenn að fótum troða lýðræðið, með því að losa sig við  Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson sem er rétt kjörin oddviti og mun því taka við embætti borgarstjóra á næsta ári eins og samkomulag gerir ráð fyrir.

Verði niðurstaða sú að Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni verði bolað burtu án skýringa, er ég hræddur um að margt geti skeð sem gæti komið Sjálfstæðisflokknum í slæma stöðu. Sem síðan gætu raddað víðar um þjóðfélagið og orðið formanni flokksins skeinu hætt. Eins og skeði síðast þegar okkar félagi og vinur Albert Guðmundsson heitin var rekin úr ríkistjórninni, af þorsteini Pálsyni sem var þá forsætisráðherra. Sem varð til þess að Þorsteinn Pálsson féll í atkvæðagreiðslu um formannskjör í Sjálfstæðisflokknum og nýr formaður Davíð Oddsson tók við flokknum og tryggði þjóðinni ávöxt og velgengni sem lengi verður haft á vörum manna. Þess vegna vara ég við að hrófla verði við Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni, hann á að sitja þar til kjörtímabili líkur. þá geta menn tekið afstöðu hver eigi að vera oddviti sjálfstæðismanna, Sýnum Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni virðingu hann á ekki þetta skilið frá Sjálfstæðismönnum, eða öðrum andstæðingum, sem hafa reynt stöðug að koma höggi á hann og nú síðast undir beltistað. Það skal getið Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson á marga góða vini sem berjast með honum þótt móti blási. Ef menn vilja orustu þá verður hún háð þá munum við sjá hverjir verða undir í þeirri baráttu.

  Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Hahaha góður! Maðurinn er búinn að ljúga hring eftir hring!
Veit ekki hvort hann er spilltur eða vitlaus, hallast að því að hann sé bara svona illa gefinn mannræfillinn. En að verða uppvís af lygum ofan á lygar er ekki vænlegt til vinsælda kallinn minn

Andrea, 5.6.2008 kl. 02:53

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Andrea.

Ekki get ég tekið undir orð þín. Ég þekki ekki Vilhjálm Þ Vilhjálmsson nema af hinu góða þótt þú hafir aðra skoðun á honum.

Hann er ekkert illa gefin hann Vilhjálmur 

Mjög ljúfur og hefur mikla þekkingu og reynslu hvað er að gerast í borgarmálum. hins vegar mætti hann vera meiri töffari og ákveðnari í sínum svörum. það gildir í þessu þjóðfélagi í dag

Eins og þú veist manna best þá er þessi heimur orðinn svo harður að stundum gengur það fram að manni hvað margir reyna að koma höggi á andstæðingana með öllum til tækum ráðum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.6.2008 kl. 03:22

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vilhjálmur var plataður af fólki sem síðan slapp við alla umfjöllun í blöðum.

Fjölmiðlamenn eru skólaðir í að notfæra sér aðra hverja setningu, þeir þurfa ekki endilega að fara með bein ósannindi, enn afl fjölmiðla er mikið og léku þeir stórt hlutverk á þessari ósmekklegu árás á Vilhjálm með að rugla Vilhjálm í ríminu og tókst það.

Sumir blaðamenn fá borgað af svona  þorpurum, sem blekktu hann allan tíman. Það er opinbert leyndarmál og allt borgað svart.

Ég þekki ekki Vilhjálm persónulega neitt, en vegna tilviljunar þekki ég persónulega þá sem fórnuðu honum og útbjuggu lygina sem hann var síðan dæmdur fyrir af fólki, menntuðu úr sorpritum dagblaðanna og trúðu öllu sem stóð þar.

Ég varð oft reiður fyrir hans hönd Vilhjálms, enn gerði ekki neitt.

Veit nákvæmlega hvað var kveikjan af þessu máli og hef oft spurt sjálfan mig hvort ég hefði átt að hafa samband við hann og sýna honum skjal sem staðfestir að hann er saklaus af öllu þessu sem borið var upp á hann.

Hann varð líka stressaður af ágangi yfirgangi blaðasnápa, og skil ég Vilhjálm  vel að hann var ekki alltaf viðbúin þessum útúrsnúningameisturum dagblaðanna.

Það voru harðsvíraðir viðskiptamenn sem notuðu tækni og taktík svo þeir kæmu ekki fram í sviðsljósið. veit nákvæmlega hvaða trix voru notuð á mann sem greinilega er ekkert nema góðmennskan.

Hann er ekki sá fyrsti sem hefur orðið fyrir barðinu á þessum föntum sem léku hann svona grátt. Hann kunni bara ekki að verja sig og skildi ekki  hvað þetta kom úr mörgum áttum í einu.

Það var einmitt ætlunin! Og það var taktíkin!

Og hún virðist hafa tekist hjá þessu glæpahyski sem stendur á bak við þetta allt saman og eru siðlausari enn allt sem siðlaust er. Þess vegna veit ég að Vilhjálmur er algjörlega saklaus.

Vilhjálmur er bara eitt af mörgum fórnardýrum sömu manna sem hlæja að öllu saman og gefa skít í alla pólitík. Þeim finnst svona mál alveg rosalega fyndið...

Óskar Arnórsson, 5.6.2008 kl. 06:32

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar.

Það er ekki oft að ég tek svona til orða eins og ég bendi þér á. Enn ég mun ekki láta þessa skúrka komast lengur upp með þetta ofbeldi. Eins og ég kalla það, þegar einn persóna er dreginn niður í svaðið og reynt er að traðka á.

Það mun ég ekki líða lengur, það gengur ekki upp að félagar í samaflokki með sömu áhugamál skuli vera að níða persónu niður þá er átt við Vilhjálm Þ Vilhjálmsson sem ekkert hefur gert neinum. Frekar ættu menn að standa saman og hjálpa mönnum ef eitthvað væri að.

Óskar þín orð staðfesta það sem ég er að segja. Það er mjög alvarlegt eins og þú bendir réttilega á. Að það skuli vera blaðamenn og viðskiptamenn sem gera út á það að taka menn og eyðileggja mannorð þeirra með skipulögðum hætti.

Ég tel að það þurfi að varpa hulunni af þessum mönnum, og upplýsa hverir þetta eru sem stunda þessa iðju. Ég kalla þessa menn frekar óþverra að verstu tegund. Enn Óskar það er gott að eiga bandamenn sem eru á sömu línu í þessu máli. Sjáum hvað gerist nú það verður fróðlegt að fylgjast með.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.6.2008 kl. 11:11

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Jóhann! Þeir eru alltaf að gera svipaða hluti og það verður þeim að falli enn daginn..þeir eru óþverrar. Get fallist á að það er vægt til orða tekið..

Óskar Arnórsson, 5.6.2008 kl. 19:21

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar.

Já það er rétt hjá þér þetta verður þeim að falli tek undir þín orð.

Ég tel rétt á þessari stundu að menn sem hafa upplýsingar um hverjir þetta eru ber að upplýsa það. Til þess að þessi leikur haldi ekki áfram.

Sjálfur er ég að skoða þessi mál betur, það komu að máli við mig í dag fólk sem sá þetta blogg. Og segir við mig ég á ekki orð yfir þessari aðför að Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni

Þess vegna verður fólk að bindast böndum og segja við eru búin að fá nóg af þessum eineltistilburðum á hendur Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni sem eru ekki sæmandi nokkrum einasta manni sem hefur þroska og vit.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.6.2008 kl. 20:00

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

það eru margir háttsettir menn bæði innan og utan sjórnmála sem vita að allt sem sagt var um Vilhjálm var lýgi frá upphafi til enda. Og allir þegja. Sendi þér e-mail svo þú sjáir alla vega eina ástæðu þess að ég þagði líka...

Óskar Arnórsson, 5.6.2008 kl. 21:09

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..e-mailið kom tilbaka..sendu mér e-mail og ég endursendi..

Óskar Arnórsson, 5.6.2008 kl. 21:58

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Jóhann

Eins og ég sagði síðast þá er það góða sem þessi ágæti meirihluti er að gera ekki að skila sér.
Ítrekað er slökkt á gsm hjá borgarfulltrúm og ekki hægt að ná í þá.
Ég ætla ekki í sjálfu sér að velta upp öllum þeim málum sem hafa dregið flokkin niður í 29% í skoðanakönnunum, þá sögu þekkja allir. Allir borgarfulltrúar eiga að axla ábyrgð á stöðu flokkins í Reykjavík en auðvitað ber Villi höfuðábyrgð á þessari stöðu sem oddviti flokksins.
Ef ekki á illa á að fara í næstu kosningum þarf að snúa vörn í sókn og menn verða að fara að berjast og standa saman og margir vilja meina að nýjan oddvita þurfi til að snúa þessari þróun við.
Ég er einn þeirra.
Það er algerlega óviðunandi að sf sé að mælast með 8 borgarfulltrúa með oddvita eins og Dag B. Eggertsson sem er ekkert að gara og stóð sig afar illa sem borgarstjóri í 100 daga meirihlutanum sem tókst ekki einu sinni að gera málefnasaming. 
Það sem liggur fyrir núna er að sá sem tekur við borgarstjórastólnum verður oddviti flokksins í næstu kosningum - þetta sagði Geir H. Haarde á fundi í Valhöll - þannig að það er útilokað að VÞV verði borgarstjóri.
 

Óðinn Þórisson, 6.6.2008 kl. 12:31

10 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óðinn.

Ég tek undir það að meirihlutinn er að gera það gott. Mætti vera betra.

Varðandi ef það reynist rétt hjá þér að borgarfulltrúar slökkvi á símum hjá sér og láta ekki ná í sig. Er ekkert annað enn flótti frá raunveruleikanum, og dónaskapur gagnvart þeim sem kusu þetta fólk til starfa.

Varðandi þessa borgarfulltrúa þá hafa þeir aðallega nema einn, verið í að vinna gegn sínu oddvita Vilhjálmi þ Vilhjálmssyni sem er afar slæmur vitnisburður.

Ég tek undir með þér það vantar meiri kraft í suma af þessa borgarfulltrúum það er rétt.

Dagur gerði ekkert annað enn að kalla á fjölmiðla hvert sem hann var að fara. Hann sjálfur dró þá með sér og þeir fóru og fjölluðu um það. Skrítið

Varandi hver mun taka við kemur í ljós eftir næsta prófkjör sem hlýtur að fara fram. Ef þeir ætla ekki að halda prófkjör þá mun Sjálfstæðisflokkurinn tapa stórlega. Taktu eftir hvað ég segi nú.

Geir hefur ekkert að segja hver verður borgarstjóri. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson verður og á að verða borgarstjóri þrátt fyrir eineltistilburði misvitra manna.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.6.2008 kl. 16:09

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

það eru hreinar og klárar skýringar til hvers vegna Vilhjálmur var valin í að nota sem sökudólg. Það var gert til að leiða athyglinna frá OR / REI málinu og þeim sem sluppu eftir að þeir gerðu tilraun til að ræna því fyrirtæki.

Vilhjálmur var kjörið fórnardýr. Gat ekki varið sig. Leigðir fjölmiðlamenn og fleira í þeim dúr. Þeir kunna til verka þessir strákar sem stóðu fyrir þessu.

Sumir fjölmiðlamenn fengu mataða og tilbúnar sögur frá sömu aðilum. Vilhjálmur átti aldrei séns. Hef verið að reyna að senda þér e-mail Jóhann, enn simnet hafnar viðhengi með "síu" sinni svo ég fæ alltaf mailið tilbaka.

Fjölmiðlamenn voru dregnir á asnaeyrunum flestir hverjir, enn sumum var borgað fyrir að fjalla um Vilhjálm. Svona ganga nú viðskipti fyrir sig í dag, ekki bara á Íslandi, út um allan heim. 

Óskar Arnórsson, 6.6.2008 kl. 16:43

12 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar.

Varandi REI málið mig grunar hverir þetta eru, já þetta er skrýtið.

Tek undir með þér vel undirbúið af fréttamönnum og til þess ætlað að taka hann af lífi sem var gert. Það var og er mikið áreiddi á Vilhjálmi enda skil ég hann mæta vel.

Að borga fyrir þetta ég held að það gangi á annarri fréttastofunni að menn geta keypt sér fréttir. Það er einn afmarki á því segi það er ekki marktækt frétt.

Það er margt sem þú segir tek ég undir.

Er búinn að senda þér póst.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.6.2008 kl. 18:35

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Jóhann

Villi hefur gefið það út að niðurstaða verði komin borgarstjórastólsmálinu í haust.
Það er að mínu mati allt of seint, það verður að höggva á þennan hnút og það strax.
Ef niðurstaðan er sú að Villi setjist í stól borgarstjóra þá verður að klára það strax og allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins verða að styðja þá ákvörðun 100%.
Í dag lítur þetta ekki út fyrir að vera mjög samstillur hópur og þeirri ásýnd borgarstjórnarflokkins verður að breyta.
Það verður að fara í það að efla ímynd og sýna fólki áþreyfanlega fram á að þarna fari samhentur og traustur hópur með oddvita sem algjör samstaða ríkir um sem er ekki í dag.
Menn þurfa að fara í algjöra naflaskoðun og eitthvað auglýsingaprógram verður að fara í gang.
Ef það var eitthvað plott gegn Villa þá verður að fá það allt upp á borðið og þá hverjir það voru, voru það fréttamann, stjórnamálamenn, hverjir voru það ??????????????

Það er mikilvægt að menn telji sig ekki stærri en flokkinn og láti ekki hagsmuni sína skerða dómgreindina.

Óðinn Þórisson, 7.6.2008 kl. 10:24

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

..það fer ekkert mail í gegn frá mér til þín Jóhann..símin er með síu sem allt stoppar á. Er með góðan tölvubúnað og einhverra hluta vegna fer ekki einu sinni eit halló í gegn??

Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 10:56

15 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óðinn.

Vilhjálmur á að vera borgarstjóri það er á hreinu

það er hinsvegar rétt hjá þér að þessi hópur hefur verið að vinna ágætlega saman. Hins vegar þegar það er búið þá fara hluti af hópnum út í bæ að plotta. Þetta hefur gengið svona alla tíð.

Ég tek undir með þér það verður að efla ímynd hópsins þetta gengur ekki svona að borgarfulltrúar þegi og svara ekki síma þegar borgarbúar vilja ræða við borgarfulltrúa.

Auglýsingarprógramm. Já það er rétt hjá þér og flott hugmynd og borgarfulltrúar verða eins að fara út og ræða við borgarbúa strax.

Varandi þetta plott ég veit um það, það hefur verið lengi. Menn þoldu ekki niðurstöðuna í prófkjörinu og hafa síðan aukið þrýsting gegn Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni.

Óskar Arnórsson tekur undir það og veit ýmislegt um þetta mál. Já það verður að fara að taka á þessum þorpurum sem haga sér með þessum hætti, tek undir það.

Þú kemur aftur í endinum að Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni. Því til að svara.

Eins og ég hef sagt Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson á að vera næsti borgarstjóri. Enn hefur orðið fyrir alvarlegu einelti manna sem eru vesalingar og ættu að stefna þeim fyrir ærumeiðandi orð í garð Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.6.2008 kl. 11:30

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég fæ öll mail frá þér Jóhann, enn öll mín mail koma tilbaka. Áttu aðra mailadressu?

Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 12:36

17 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar

Þakka þér fyrir mun senda þér annað mali.

Með bestu kveðju.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.6.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband