Ekkert samið á þessu ári.

Kjarasamningar sjómanna eru lausir og samningafundir hafa verið haldnir, án þess að stærsta stéttafélag sjómanna Sjómannafélag Íslands sé með í þessum viðræðum, um nýjan kjarasamning. Vegna þess að Sjómannafélag Íslands hefur sagði sig úr Sjómannasambandi íslands, síðan hefur framkvæmdarstjóri og formaður Sjómannasambandsins, reynt ítrekað að bregða fyrir þá fæti, og hafa haft í hótunum við útgeðamenn ef Sjómannafélag íslands kæmi inn í þessar viðræður, munu þeir standa upp og fara af fundi. Svona hefur þetta gengið að undanförnu.

Það eru ýmis mál sem þarf að ræða, útgerðamenn vilja að sjómenn auki þátt sinn í olíu kostnaði sem kemur ekki til greina að sjómenn fari að borga með sér. það er orðið skrýtið að sjómenn þurfi ætíð að taka þátt í olíukostnaði til að fá vinnu og minka þar með aflahlut þeirra. Síðan eru það slysamál og veikindaréttindi sem þeir vilja skerða enn frekar. Það er með ólíkindum hvernig útgerðamenn koma fram við sjómenn. Útgerðamenn vilja ekki einu sinni halda sig við fyrri samning sem síðan myndi njóta sömu hækkunar og almennir kjarasamningar sem hafa verið gerðir. Þess vegna verður ekkert samið á þessu ári, tíminn mun fara í að kjafta út og suður um ekki neitt. Á meðan bíða forustu menn Sjómannafélags Ísland eftir að  að verði kallað í þá og þeir hafðir með í ráðum. Annars verður ekkert af samningarviðræðum og samningum.

Það sem er alvarlegt í þessu máli hvað Sjómannasamband Íslands, Starfsgreinasambandið, og ASÍ berjast hatramlega gegn stéttafélagi sjómanna Sjómannafélagi Íslands sem vill vera eitt og sér og semja fyrir sína félagsmenn. Að það skuli vera stéttafélög sem berjast innbyrðist  er afar slæmt mál fyrir verkalýðsfélöginn og verkalýðinn í heild. Sem minnir mann á Mafíu sem vill stjórna og ráða öllu hvernig málum er háttað ég tel þetta ógeðlegar aðfarir þessa samtaka sem á ekki að líða.

Enn fremur er ég með bréf undir höndum frá Starfsgreinasambandi Íslands undir höndum sem sannar þessa aðför að Sjómannafélagi Íslands bréfið er stílað þann 13 maí 2008 og undirritað af Skúla Thoroddsen framkvæmdarstjóra Starfsgreinasamband Íslands. Sem þyrfti að komast til fjölmiðla til að sýna hvernig þessi félög haga sér.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Sjómenn við samningaborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var 10 ár á sjó hér á mínum yngri árum, og það var ekki eitt einasta útgerðarfélag sem greiddi inn í lífeyrissjóð sjómanna hjá mér.

Enn alltaf var það dregið af launum. Það gleymdist aldrei. -

Ef samstaða næðist milli sjómanna um að leggja öllum flotanum og gera ekkert fyrr en kvótakerfið yrði lagt niður, þá færi kanski að birta til á þessu landi aftur..

Sjómenn eiga ekki að semja neitt. Bara setja skilyrði og ekki bakka tommu..

Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar.

Ef þetta er rétt að útgerðamenn hafa ekki greitt í lífeyrissjóð sjómanna það tel ég vera alvarlegt mál sem verður að kanna.

Samstæða sjómanna er á grunvelli sögunar hefur farið hallokandi með árunum. Vegna þess að sjómenn hafa ekki tíma í þessa vitsleysu fyrir utan klíku og vináttu manna sem reyna að fótum troða skoðanir fólks sem er til skammar.

þakka góð rök þín.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.6.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Jóhann. 

Það er nú bara reynslan sem hefur kennt mér það að sjómenn hafa yfirleitt látið sín samningamál í hendur aðilum sem hafa síðan ekki kunnað að semja fyrir þeirra hönd eða ekki þorað að gera það almennilega.

Eiginlega má segja það um stærstan hluta þjóðarinnar, að gamall íslenskur þrælsótti hefur gerð það að verkum að almúgin lætur eiginlega bjóða sér hvað sem er og það virðist ekkert vera að breytast. 

Það er þá helst á verri veg, enn betri. Stéttaskiptingin er orðin svo gifurleg að stjórnendur  þessa lands eru orðnir gjörsamlega firrtir allri tengingu við eigin þjóð.

Mælandi "vald" sitt í flokksfylgisprósentum. Ekki vildi ég lifa þeirra "hirðlífi" hvað svo sem í boði væri..

Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 22:00

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Óskar.

Varandi samningsmál. þá hefur yfirleitt verið mannaður fólki sem hefur yfirleitt litla skoðun á málunum, enn er matað af stjórnendum félagana.

Varandi þrælsótta. Það eru miklar breytingar á því sjónarmiði. Nú í dag taka ungir menn út sín réttindi ef þeir eiga rétt á því.

Varðandi stéttaskiptingu. Það er rétt hjá þér. Enn þekking og vit er á undan haldi vegna þess að fólk sem veit ekki hvað lífsins saga hefur að geyma.

Jóhann Páll Símonarson.  

Jóhann Páll Símonarson, 8.6.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, það er allvel á hreinu að við tökum ekki meiri þátt í útgerðarkostnaði en við gerum. Er ekki nýjasta útspilið hjá samninganefndum nógu slæmt? Er ekki kominn tími til að finna ungan kjaftforan og löglærðan mann(eða konu) í forystu fyrir alla sjómenn?

Helgi Þór Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 02:57

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi.

Ég tek undir með þér sjómenn munu ekki taka meiri þátt í þessu útgerðakostnaði. það segja sjómenn sem ég hef haft samband  við. Nóg er samt er ástandið.

Varandi þetta útspil eins og þú bendir á. Það er rétt. Enn hin félöginn ætla að reyna að kné setja Sjómannafélag Íslands það er mottó þeirra.

Jú sjómenn verða að fara að breyta þessu fyrirkomulagi það gengur ekki lengur að tala saman´og rífa kjaft í messanum þá er trollið klárt. þegar á hólminn er komin þá eru menn búnir og þora ekki neinu vegna þess að eiga það á hættu að missa vinnuna.

Margt að því sem þú segir er rétt. Sjómenn vera að fara að bretta upp ermarnar þetta ástand gengur ekki lengur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 9.6.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband