10.6.2008 | 22:50
Hafa fréttamenn Morgunblaðsins ekki áhuga á þessum málum.
Það vekur undrun þegar farþegaskip kemur til landsins með erlenda ferðamenn þá er ekki hægt að tollafgreiða Norrænu sem siglir á milli hafna erlendis með viðkomu á Seyðisfirði. Norræna er ekkert að koma tollvörðum á óvart, vegna reglulega siglingar hennar sem hafa verið til Seyðisfjarðar undanfarin ár. Með erlenda farþega sem eru að kynna sér land og þjóð, og skapa gjaldeyristekjur fyrir íslendinga og atvinnu sem þessu fylgir. Þá er ekki hægt að tollafgreiða skipið vegna þess að skipið sé 3 tímum á undan áætlun og tollverðir og fíkniefna hundar á leiðinni í flugi. Segir deildarstjóri tollgæslunnar á Seyðisfirði. Ég verð að segja hverskonar vinnubrögð eru þetta á hálfu Tollgæslunnar. Geta yfirmenn Tollgæslunnar boðið erlendum farþegum upp á þessi vinnu brögð sem eru ekki manni bjóðandi, fyrir utan svona vinnubrögð, sem þekkjast aðeins í banannalýðveldum ekki hjá síðmenntuðum þjóðum. Það virðist eins og þessi tollgæsla sé stjórnuð af misvitrum mönnum sem hafa ekki þekkingu eða vit hvað þeir eru að framkvæma.´
Maður spyr sig hvers konar fólk er þetta sem ráðið er til tollgæslunnar. Ég helda að hluta af þessu fólki sem er ráðið er. Valdi ekki sínu starfi vegna vankunnáttu og rangra vinnubragða sem felast í því að elta menn með sígarettupakka, hálfa flösku eða nokkrar bjórdollur sem skipa ekki máli. Á meðan flæða eiturlyf inn í landið. Já þetta eru röng skilaboð sem yfirstjórnendur gefa leyfi á. Á meðan ganga perrar tollgæslunnar lausir sem nýlega voru sakaðir um að villa á sér heimildum á íslenskum bar í miðborg Reykjavíkur. Þegar þeir birtust skyndilega undir áhrifum áfengis í tollara gallanum, sýndu tollarapassa og sögðust vera í leit að fíkniefnum. Í framhaldinu óskuðu þeir að viðkomandi kona myndi setja hendur upp, til að auðvelda leit. Já viti menn þessi viðkomandi tollvörður þuklaði á hennar líkama sem er með ólíkindum að það skuli ráðast perra í svona störf.
Ég tek það fram það eru til mikið af góðum tollvörðu sem eru með annað huga far enn þessi aular sem ég talaði hér um. Það virðist þegar þetta unga fólk sem kemur út úr þessum tollvarða skóla sé með vitlaust veganesti út í lífið. Vinnubrögð tollgæslunnar í Reykjavík eru til skammar þeim væru nær að efla þjónustuna og snúa sér að vöruflæðinu stað þess að elda ólar við það sem skiptir ekki máli.
Það er skilda Tollgæslunnar að auka þjónustu við farþegaskipa og önnur för. Stað þess að eltast við ólar við bjórdollur sem skipa ekki máli. Ég tel það tíma til kominn að blaðamenn fari nú að fjalla um tollgæslu í landinu hún er til háborinna skammar. Á meðan er ráðist á lögreglumenn í störfum og allir gagnrýna störf þeirra sem eru að sýna skildum sínum. Þá eru blaðamenn og sjónvarpsfólk tilbúið að gagnrýna það og ekki stendur á því að æsingar blaðamenn taki undir þau orð. Þeim væri nær að fylgjast með vinnubrögðum Tollgæslunnar í Reykjavík hvernig hennar vinnubrögð eru.
Jóhann Páll Símonarson.
Norræna á undan áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhann, það er ekki svo að skipið sé sambandslaust við umheiminn, þeir hljóta að hafa vitað af seinkunni snemma um morguninn, ég mikið sammála þér í þessari grein, það er bara allt of mikið um svona lagað hjá ríkinu, kær kveðja frá suðurhafseyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 11.6.2008 kl. 23:51
Sæll Jóhann! Ef það hefði verið framið morð um borð í skipinu, hefði þá ekki verið í lagi að bíða eftir rannsóknarmönnum og jafnvel tala við bæði farþega og áhöfn?
Ef það koma 200 kíló á einu bretti og hefði komist í sölu, þá erum við að tala um bæði tilraun til fjöldamorðs í rólegheitunum, styrki við hryðjuverkasamtök ýmiskonar og ég tala ekki um þá sorg sem aðstandendur verða fyrir þegar þeir sjá á eftir börnum sínum verða þessum efnum að bráð.
Að vísu var þetta svo lítið magn miðað við heildarneyslu, og út frá því sjónarmiði skiptir þetta ekki neinu máli, bara tímabundið fjártjón fyrir smyglara sem munu koma með helmingi meira næst. þannig gengur þetta fyrir sig.
Að öðru leyti er þetta ekki fréttnæmt í mínum huga, nema ég styð seinkanir vegna þess að það er munur á hundi og hundi þegar verið er að leita. Sumir hundar finna bókstaflega allt, enn aðrir bara sumt. Túristar mega alveg bíða og er nóg afþreiing fyrir þá um borð meðan verið er að finna þetta.
Það hefi líklegast allt farið í gegn nema vegna hjálpar erlendis frá. Svona magn sleppur venjulegast í gegn.
Ég er þó sammála þessu með að vera með eltingaleit á sígarettum og bjórdollum sem skipta nákvæmlega engu máli.
Ég hef verið stoppaður af lögreglu í Bangkok vegna áhuga hunds á töskunni minni. Það var harðfiskur. Þar sem þeir höfðu aldrei séð harðfisk í plasti sem þó lyktaði, tók það 3 klukkutíma yfirheyrslur um að koma því á hreint að þessu óvenjulegi matur væri í lagi. Fékk ég að halda harðfisknum og fékk enga sekt.
Tollgæsla og eftirlit áÍslandi er með slakara móti enn í flestum löndum utan Evrópu. Þetta eftirlit þarf og að sjálfsögðu má staðsetja hund á Seyðisfirði ef einhver hundaþjálfari fæst til að vera þar. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt.
það er rétt hjá þér að Tollverðir á Íslandi vita mjög takmarkað um smyglaðferðir miðað við margar aðrar þjóðir, og það þarf langa reynslu að verða góður tollvörður. Þeir eru þó miklu betri enn þeir voru,enn smyglarar verða alltaf einu skerfi á undan, eins og venjulega. Annars væri engin eiturlyf til.
Einn "sérfræðingur" sagði að þetta væri fimmtunngur af heildarneyslu Íslendinga, sem er ekki rétt. Það var það 1990. Núna er árið 2008 fyrir þá sem ekki vita hvað neyslan hefur aukist. Mér finnst eiginlega að "sérfræðingurinn" ætti að fá sér vinnu hjá HAFRÓ við að telja fiska.
Það færi honum betur enn að gefa út yfirlýsingar sem eru út í hött.
Hassið er t.d. bara 15.000 dollara virði í heildsölu, sem síðan er selt fyrir 350 milljónir á Íslandi. Þess vegna eru svona afföll ekki neitt, nema 15.000 dollara tap fyrir eigandann, hvað sem dollarinn er margra króna virði í dag. Ég bara veit það bara ekki.
Að reikna allt á götusöluverði eru bara blaðamenn að gera blaðaumfjöllun skemmtilegri og æsilegri fyrir almúgan. Tollgæslu er stjórnað af mjög hæfu fólki og er ekkert út á þá að setja. Þeir mættu hafa meiri fjárráð og fleiri hunda. T.d vopnaolíuhunda væri þarft að kaupa, og þó fyrr hefði verið.
Vonandi ná þeir næstu sendingum sem eru á leiðinni, og sumar þegar lagðar af stað til landssins, stórar og smáar.
Óskar Arnórsson, 16.6.2008 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.