Vatnið á Íslandi er eftirsótt víða um heim.

Miklar umræður eru um staðsetningu og uppsetningu á vatnsverksmiðjum, sem fyrirhugað er að byggja á næstunni víðsvegar um landið. Ein af þessum fullkomnu verksmiðjum, sem fyrirhugað er að reisa í Þorlákshöfn. Til þess að hún geti hafið störf er staðan sú í dag, að umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir stendur í vegi fyrir að þessi verksmiðja rísi, vegna þess að umhverfisráðherra, vill að verksmiðjan fari í umhverfismat. þvílík þvæla á meðan bíður eigandi, bæjarfélagið og íbúar eftir svörum, hvort framkvæmdir geta hafist sem fyrst og skapað þar með sveitafélaginu og íbúum tekjur, í sínu byggðalagi. Það sem ég hef aflað mér upplýsingar um er um mjög stóra og fullkomna verksmiðju. Sem hefur samið um alla framleiðslu sína, sem nemur þúsundir tonna af vatni til notkunar í hinum stóra heimi.

Eftir að þessi aðili byrjaði á sínum útflutningi þá hafa margir vilja taka upp sömu hugmynd og þessi eigandi. Því til staðfestingar eru uppi hugmyndir að flytja ferskvatn út í stórum tankskipum og flytja það síðan á markað. Mér hrís hugur við þeirri hugmynd manna sem vilja hafa þann háttinn á. Ég velti þeirri hugmynd að gömul olíutankskip eða eiturefna tankskip sem uppfylla ekki lengur kröfur verði látin í þetta verkefni því nóg er til af þessum rústdöllum sem liggja við festar víðvegar um heiminn. Ef síðan kæmi upp mengun í þessum farmi þá værum við í mjög slæmum málum og markaðurinn myndi hrynja og yrði þess valdandi að fólk myndi ekki kaupa þetta vatn framar frá Íslandi og þar með væri þessi markaður ekki lengur til.

Þess vegna eigum við að pakka vatninu í neytenda umbúðir eins og gert er í dag. Eftirspurn er mikill. Í síðustu viku fóru um 1 þúsund og sexhundruð tonn á erlendan markað og mun þessi farmur vera komin í notkun á næstu vikum. þetta er stórkostlegt framtak hjá þessum aðila. Ég tel að Íslendingar eigi að vanda til verka varandi framleiðslu á íslensku vatni með því er hægt að skapa atvinnu fyrir fólkið í landinu og tekjur sem myndu renna til Íslenska ríkisins af þessu nýja atvinnuvegi íslendinga.

Ég vara við útflutningi á fersku vatni í gömlum riðdöllum sem standast ekki kröfur um meðferð á ferskvatni það gæti eyðilagt markaðinn strax. Þess vegna megum við ekki láta skemmda varga komast upp með þessa hugmynd. Hana verður að stöðva í fæðingu.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Erlingur.

Það er rétt hjá þér stjórnmálamenn hafa ekki þekkingu á þessum málum og hafa ekki vilja að hjálpa þeim sem vilja skapa vermæti.

Það er vegna þess að þetta fólk hefur ekki þekkingu nema á bókina það er eina menntun sem þetta fólk hefur. Enn að hafa unnið fyrir sér með því að moka skurði, vinnu í fiskvinnslu, á sjó, sem dæmi. Þetta fólk hefur fengið allt upp í hendurnar og jafnvel peninga til framfærslu. þess vegna vantar þessu fólki alla reynsla og þekking.

Varandi Jón Ólafsson veit ég ekkert um og þekki hann ekki. Þess vegna get ég ekki tekið afstöðu í því máli.

Varandi aðförina að Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni hún var glæpsamleg þeirra manna sem stóðu að henni og væri vert að upplýsa hverir stóðu að því hlutverki. Enn ég mun bíða með það þar til ég hef aflað mér meiri upplýsingar um þau mál. Þetta eru þjóðþekkir menn sem stóðu fyrir því ásamt fleiri aðilum. Og hafa lengi gert.

Varandi Sjálfstæðisflokkinn þá megum við ekki dæma alla Sjálfstæðismenn, að sömu verkum. Þetta er góður flokkur enn stundum leynast fólk sem höndlar ekki sitt starf.

Varandi Geir Haarde hann hefur haldið vel um stjórnarataumana, Mér finnst hann hafa gefið eftir Samfylkingarmönnum í Evrópumálum sem eru ekkert á dagskrá.

Varandi að henda fólki út. Það mun koma í ljós í næsta prófkjöri hverir verða í framboði og hverir verða eftir.

Að lokum Erlingur.

Útflutningur á vatni verður að vanda og það verður að vera í formi átöppunar verksmiðju sem myndi framleiða þetta á plastbrúsa og plastflöskur sem við gætum framleitt hér á landi og skapað þar með atvinnutækifæri.

Tek það fram það verður að bregðast að vatn sé flutt út með skipum. það kemur ekki til greina.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.7.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Aldeilis stórgóður pistill eins og þín er von og vísa, Jóhann Páll. Ég er búin að búa á Englandi í rúm 7 ár og er ennþá að furða mig á að sjá hér ekki íslenskt vatn í búðum. Hér í stórmörkuðum í nágrenninu get ég keypt vatn frá ýmsum "hreinum löndum" (svissneskt, norskt o.s.frv) - en ekki sést dropi frá "hreinsta" vatnsbóli heims, Íslandi!

-Hvað veldur svona öfugmælum?

Þessi sofandaháttur gagnvart galopnum útflutnings- og atvinnutækifærum er ljósárum fyrir ofan minn skilning.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.7.2008 kl. 09:46

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Helga Guðrún.

Þakka hlýjar kveðjur. Mér þótti tímabært að fjalla um þessi mál, til að sýna hvað Íslenska Þjóðin hefur það gott í formi stærstu auðlinda heim. því miður held ég að við gerum okkur ekki grein fyrir hvernig við getum nýtt þess auðlind okkar. Þess vegna verðum við að fara með varúð með vatnið okkar. Því þörfin mun aukast á næstu árum.

Ég tek undir með þér mér hefur fundist það sama og þú þegar ég var í þessum búðum í Englandi, þá sá ég ekki íslenskt vatn sem sættir furðu. Enn sem betur fer er þessi þróun að snúast við til betri vegar. Það var einn athafnamaður sem byrjaði á þessu og síðan þurfa allir að fylgja sömu leið.

Enn Íslendingar verða að vanda til verka við megum ekki láta misvitra menn eyðileggja markaðinn með því að hugsa aðeins um gróða heldur enn gæði. Nægur er markaðurinn í heiminum svipað og eftirspurn eftir olíu.

Varandi sofandaháttinn.

Það er búið að reyna lengi að flytja vatn út enn það hefur mistekist, sjálfsagt vegna þess að við höfum ekki vandað það ferli, Enn vonandi mun þetta skila sér þegar framlíða stundir enda sýnir útflutningur það í síðustu viku 1600 hundruð tonn með einu skipi.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.7.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband