9.7.2008 | 00:03
Hvert eiga skuldarar að leita.? Réttsýni í sínum málum.
Nýlega var í kvöldfréttum 365 miðla þar var fjallað um skuldara sem lenda í ógöngum ef greiðsluseðill er ekki greiddur á umsömdum tíma. Ég verð að segja mér blöskraði þessi umfjöllun þegar dæmin voru lögð á borðið. Greiðslan var jafnvel komin í 4 falt meira en hún var í fyrstu. Það má segja að það hafi verið smurt vel á, ekki eru bankarnir undanþegnir hrottalegum álögum sem þekkjast ekki á byggðu bóli nema á Íslandi. Þar þrífst þessi ribbaldaháttur ekki einn einasti, Alþingismaður sem ég veit um hefur gert athugasemd á hinu háa Alþingi við endalausum greiðslur sem neytendur þurfa að borga í formi allskonar gjalda. Þá vaknar þessi spurning hvert eiga skuldarar að leita? til að ná sínum sjónarmiðum fram? Sá hin sami á ekki hanbært til að leita réttar síns til lögmannsstofu því kostnaður er skuldara ofviða. Þetta vita þeir sem innheimta skuldir, Þetta vita bankarnir. Þess vegna beita þeir skuldara þeim ofurgjöldum sem eru nú í dag og er nánast að rústa heimilum og fjölskyldum sem hafa byggt sér þak yfir höfuðið. Það eru ekki glæsileg framtíð hjá ungu fólki sem vil að sjálfsögðu vera í sínu eigin húsnæði með sýna fjölskyldu.
Björgvin G Sigurðsson sagði, s,l vetur að seðilgjöld og sanngjarnir viðskiptahættir ættu að vera í viðskiptum, hann sagði líka að að innheimta seðilgjalda væri óheimil að hans mati. Hvað hefur skeð síðan í þeim málum?, Ekki neitt þau halda áfram. Sem dæmi innheimtir Síminn 250 krónur seðil gjald á mánuði af hverjum reikningi sem hann sendir út. Sem gerir 3,000 krónur á ársgrundvelli. Ef fólk greiðir reikninga í banka þá er ekki sama hvað banka fólk borgar sína reikninga. Tökum dæmi af reikningi sem er borgaður var í SPRON og reikningurinn er á eindaga 2 Júlí borgaður 4 júlí dráttavextir 43,00 krónur. Sami gjaldagi í Kaupþingsbanka sömu forsendur Áfallnir dráttavextir 129 krónur Kostnaður og Gjöld 250 krónur sem gera 379 krónur. Mismunur 336 krónur sem er munur á þessum 2 bönkum. þetta voru ekki stórar upphæðir rúmar 13,000 krónur reikningur. Þetta er smá sýnishorn hvernig þessir aðilar haga sér og komast upp með það. Þess vegna fagnaði ég umræðunni hjá 365 miðlum hún vakti fjölda skuldara og þá sem skulda ekki neitt upp við vondan draum. Enda hefur þessi umræða verið á vinnustöðum að undaförnu og mikið rætt um. Á meðan ríkir þjóðarsátt í nýgerðum kjarasamningum þrátt fyrir það hækkar allt sem veltingi getur valdið, þar á meðal vextir hjá bönkunum í landinu það stendur ekki á þeim að vera með. Ef Sjálfstæðismenn ætla að vera með í næstu kosningum þá verða þeir að opna á frjálsa samkeppni og hleypa hér inn í landið viðskiptaaðilum sem vilja stunda hér heiðaleg viðskipti.
Það gengur ekki upp að vera með Tryggingarfélög, Banka, Olíufélög, Skipafélög, og Verslun sem eru á sömu hendi það gengur ekki upp. því samtryggingin er svo mikill að hún er að sliga Íslensk þjóðfélag í herðar niður. Þess vegna verður Sjálfstæðisflokkurinn að opna fyrir erlenda samkeppni til hagsbóta fyrir íslenskt Þjóðfélag. Stað þess að hlusta á þessa síbylju Samfylkingarmanna sem vilja inn í Evrópusambandið og eru þar með að selja land og þjóð. þetta er stefna Samfylkingarmanna því þessir ungu drengir sem gaspra sem mest, hafa aldrei unnið með skóflu og haka þess vegna vita þeir ekkert hvernig lífið og tilveruna gengur fyrir sig. Því þeir hafa fengið allt gefins af foreldrum sem hafa fært allt upp í hendurnar á þessum óreyndu unglingum án þess að þeir hafi þurft að hafa fyrir lífinu. það er ekki nóg að vera menntaður á bókina, því mönnum vantar reynslu og þekkingu á ýmsum sviðum. Sjálfstæðismenn opnum fyrir frjálsa samkeppni þá mun þjóðin njóta gæðanna.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.