23.11.2008 | 15:06
Er Kaldbakur að eignast Tryggingarmiðstöðina?
Fjárfestingarfélagið Kaldbakur varð til í ársbyrjun 2002 með yfirtöku allra eigna og skulda kaupfélags Eyfirðinga. Samruni Kaldbaks við hlutabréfasjóð Íslands tók gildi hálfu ári síðar.
Eftir hrun bankana virðast stjórnendur Nýja Landsbanka Íslands vera að semja við Fárfestingarfélagið Kaldbakur um yfirtöku á félaginu. þetta er sama fólkið sem var í forsvari í stjórnum bankana sem fóru á hausinn fyrir stuttu. Er þetta boðlegur stjórnunarstíll í íslensku samfélagi þegar þúsundir þjóðarinnar hefur tapað fé á stjórnendum bankana. Þessir sömu menn verða að sæta ábyrgð á sínum gjörðum undan því verður ekki komist.
Það er ekki verjandi að málin fari í hring eftir hring og niðurstaða verður engin. Ég tel að þessi sala verði að stöðvuð strax, og þessir aðilar sem ætla sér með þessum kaupum að ná undir sig fé félagsins, til þess eins að reyna að bjarga eigin skinni. Ég tel þetta vera ábyrðahlutur nýrar stjórnar Nýja Landsbanka Íslands ef þeir ætla að ganga til samninga við þessa menn. Nóg er komið þegar. Burtu með allt þetta fólk. Ríkisvaldinu væri nær að auglýsa Tryggingarmiðstöðina til sölu fyrst áður enn gengið er til samninga.
Getur það verið rétt að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi borgað tugi miljóna króna í kosningarsjóð Samfylkingar fyrir síðustu kosningar og þess vegna hafið þeir nú forgang að kaupa Tryggingarmiðstöðina á afar góðum kjörum. Það væri fróðlegt að Viðskiptaráðherra myndi upplýsa þjóðina áður enn af sölunni verður. Samfylkingin er nefnilega ætíð að benda á aðra sem sökudólga enn gleymir sjálfum sér í hita leiksins. Þessi flækja er vart skiljanleg lengur hvernig menn stofna félög og jafnvel einn forsvarsmaður stendur fyrir öllu saman. Þetta ástand verður að stöðva.
Jóhann Páll Símonarson.
Kaldbakur eignast 12,5% í FL Group á genginu 7,28 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Ólafur.
Þetta ástand gengur ekki upp að mínu mati. þessir forsvarsmenn forðast viðtöl við frétta menn hvers vegna veit ég ekki.
Þegar menn þora ekki að koma fram vekur það tortryggni þjóðarinnar sem versta mál fyrir þá sjálfa.
Ólafur varðandi bannalýðveldi sem þú bendir á.
Lýðræðisríki á ekki að vera bannalýðveldi hins vegar eiga lög og reglur að gilda um þessa menn eins og okkur hin. Ég get vel skilið þessi orð þín þegar djúpt er kafað í hlutina þá er ýmislegt að koma í ljós og sjálfsagt meira sem á eftir að koma í ljós síðar.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 23.11.2008 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.